Fótbolti

Davíð fékk rautt og Hólmbert skoraði sjálfsmark í tapi

Ísak Hallmundarson skrifar
Hólmbert setti boltann í eigið net undir lok leiks.
Hólmbert setti boltann í eigið net undir lok leiks. getty/Lars Ronbog

Þrír Íslendingar voru í byrjunarliði Álasund þegar liðið mætti Odds BK í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Davíð Kristján Ólafsson fékk rauða spjaldið í 3-2 tapi.

Hólmbert Aron Friðjónsson, Daníel Leó Grétarsson og Davíð Kristján Ólafsson byrjuðu allir inná í liði Álasund. 

Odds komst yfir á 11. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Simen Nordli jafnaði fyrir Álasund á 18. mínútu og á 22. mínútu fékk Davíð Kristján sitt annað gula spjald og þar með rautt. Odds komst aftur yfir á 37. mínútu, með öðru marki úr vítaspyrnu, en manni færri náðu Álasund að jafna á 43. mínútu með marki frá Parfait Bizoza. 

Staðan í hálfleik 2-2. Allt stefndi í jafntefli þar til Hólmbert Aron Friðjónsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í uppbótartíma. Ekki besti dagur Íslendinganna. 3-2 lokatölur og Álasund er á botni deildarinnar með þrjú stig eftir tíu leiki og hefur ekki enn unnið leik. Odds BK er í 3. sæti með 16 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×