Hjörvar í sjokki yfir markvörðunum og lyfti gula spjaldinu: „Tómt bull og bras“ Sindri Sverrisson skrifar 25. júlí 2020 16:15 Hjörvar Hafliðason neyddist til að fara í vasann og ná í gula spjaldið, til að áminna markverði landsins. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Ég er sjokkeraður á frammistöðu markvarða í Pepsi Max-deildinni í ár,“ sagði Hjörvar Hafliðason, fyrrverandi markvörður í Pepsi Max stúkunni á Stöð 2 Sport. Frammistaða markmanna var til umræðu í Pepsi Max-stúkunni í gærkvöld en þeir hafa gert talsvert af mistökum það sem af er leiktíð í Pepsi Max-deildunum. Fleiri en venjulega, að sögn Hjörvars: „Ég verð að segja fyrir mig persónulega að sem betur fer hefur púðrið í umfjöllun farið svolítið í dómara og að vera endalaust með þá á heilanum. Mér finnst við búnir að sjá vonlausan standard á markvörslu í upphafi þessa móts. Ég hef engan áhuga á einhverjum COVID-afsökunum. Það er búið að vera tómt bull og bras á markvörðum.“ Þorkell Máni Pétursson reyndi að koma markvörðum til varnar og benti á að á meðan að útileikmenn hefðu getað haldið sér í formi með því að fara út að skokka, þegar lið máttu ekki æfa vegna kórónuveirufaraldursins, hefðu markverðir kannski verið í verri stöðu. „Þú gast bara látið kærustuna skjóta á þig úti í garði, það er ekkert mál,“ sagði Hjörvar sem sagði reyndar Harald Björnsson og Hannes Þór Halldórsson hafa staðið sig vel til þessa. Vandamálið einskorðast ekki við markverði í Pepsi Max-deild karla: „Ég hef verið að horfa á þessa flottu þætti hjá Helenu Ólafsdóttur um Pepsi Max-deild kvenna, og þetta er það sama þar. Það hefur kannski oft verið þannig þar en hún [markvarslan] er búin að vera hryllileg í sumar. Alltaf fer púðrið í dómarana en það er ekki alltaf hægt að segja bara „kemur“,“ sagði Hjörvar og lyfti gula spjaldinu, bókstaflega. Klippa: Pepsi Max stúkan - Markvarslan í sumar Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max stúkan Íslenski boltinn Tengdar fréttir Jóhannes Karl átti bágt með að hemja sig og lét dómara heyra það „Þetta er fáránlegt. Þið eruð alltaf að hvetja menn til að vera í einhverjum dýfum,“ kallaði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, að varadómara leiksins við Stjörnuna í Pepsi Max-deildinni. Skagamenn voru óánægðir með margt í dómgæslu leiksins. 25. júlí 2020 12:00 Víkingar gert Rúrik „alvöru tilboð“ en Máni vill sjá hann í HK Fer Rúrik Gíslason til Víkings? Er Matthías Vilhjálmsson á heimleið til FH? Opnað verður fyrir félagaskipti í íslenska fótboltanum 5. ágúst og sérfræðingarnir fóru yfir málin í Pepsi Max stúkunni. 25. júlí 2020 10:30 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
„Ég er sjokkeraður á frammistöðu markvarða í Pepsi Max-deildinni í ár,“ sagði Hjörvar Hafliðason, fyrrverandi markvörður í Pepsi Max stúkunni á Stöð 2 Sport. Frammistaða markmanna var til umræðu í Pepsi Max-stúkunni í gærkvöld en þeir hafa gert talsvert af mistökum það sem af er leiktíð í Pepsi Max-deildunum. Fleiri en venjulega, að sögn Hjörvars: „Ég verð að segja fyrir mig persónulega að sem betur fer hefur púðrið í umfjöllun farið svolítið í dómara og að vera endalaust með þá á heilanum. Mér finnst við búnir að sjá vonlausan standard á markvörslu í upphafi þessa móts. Ég hef engan áhuga á einhverjum COVID-afsökunum. Það er búið að vera tómt bull og bras á markvörðum.“ Þorkell Máni Pétursson reyndi að koma markvörðum til varnar og benti á að á meðan að útileikmenn hefðu getað haldið sér í formi með því að fara út að skokka, þegar lið máttu ekki æfa vegna kórónuveirufaraldursins, hefðu markverðir kannski verið í verri stöðu. „Þú gast bara látið kærustuna skjóta á þig úti í garði, það er ekkert mál,“ sagði Hjörvar sem sagði reyndar Harald Björnsson og Hannes Þór Halldórsson hafa staðið sig vel til þessa. Vandamálið einskorðast ekki við markverði í Pepsi Max-deild karla: „Ég hef verið að horfa á þessa flottu þætti hjá Helenu Ólafsdóttur um Pepsi Max-deild kvenna, og þetta er það sama þar. Það hefur kannski oft verið þannig þar en hún [markvarslan] er búin að vera hryllileg í sumar. Alltaf fer púðrið í dómarana en það er ekki alltaf hægt að segja bara „kemur“,“ sagði Hjörvar og lyfti gula spjaldinu, bókstaflega. Klippa: Pepsi Max stúkan - Markvarslan í sumar
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max stúkan Íslenski boltinn Tengdar fréttir Jóhannes Karl átti bágt með að hemja sig og lét dómara heyra það „Þetta er fáránlegt. Þið eruð alltaf að hvetja menn til að vera í einhverjum dýfum,“ kallaði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, að varadómara leiksins við Stjörnuna í Pepsi Max-deildinni. Skagamenn voru óánægðir með margt í dómgæslu leiksins. 25. júlí 2020 12:00 Víkingar gert Rúrik „alvöru tilboð“ en Máni vill sjá hann í HK Fer Rúrik Gíslason til Víkings? Er Matthías Vilhjálmsson á heimleið til FH? Opnað verður fyrir félagaskipti í íslenska fótboltanum 5. ágúst og sérfræðingarnir fóru yfir málin í Pepsi Max stúkunni. 25. júlí 2020 10:30 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
Jóhannes Karl átti bágt með að hemja sig og lét dómara heyra það „Þetta er fáránlegt. Þið eruð alltaf að hvetja menn til að vera í einhverjum dýfum,“ kallaði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, að varadómara leiksins við Stjörnuna í Pepsi Max-deildinni. Skagamenn voru óánægðir með margt í dómgæslu leiksins. 25. júlí 2020 12:00
Víkingar gert Rúrik „alvöru tilboð“ en Máni vill sjá hann í HK Fer Rúrik Gíslason til Víkings? Er Matthías Vilhjálmsson á heimleið til FH? Opnað verður fyrir félagaskipti í íslenska fótboltanum 5. ágúst og sérfræðingarnir fóru yfir málin í Pepsi Max stúkunni. 25. júlí 2020 10:30