Megn brennisteinsfnykur við Múlakvísl Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. júlí 2020 14:34 Ekki er talin mikil hætta á hlaupi í Múlakvísl en þó hefur mikið magn jarðhitavatns streymt í ánna síðustu daga. Vísir/Jóhann Rafleiðni í ánni Múlakvísl hefur verið mjög há miðað við eðlilegt ástand undanfarna daga. Það getur bent til að áin hlaupi en náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að ekki sé búist við hlaupi í Múlakvísl að svo stöddu. Þó sé mikið gas á svæðinu sem fylgi uppstreymi jarðhitavatns og fólk er hvatt til að vera ekki mikið á ferðinni við upptök árinnar við rætur Mýrdalsjökuls. „Við erum ekki að búast við hlaupi, það getur svo sem kannski breyst en búumst ekki við því. Rafleiðnin er komin upp yfir 250 míkrósímens, sem er mjög hátt miðað við eðlilegt ástand. Þetta þýðir að það er jarðhitavatn að leka undan Mýrdalsjökli ofan í ána. Það er gas að mælast á svæðinu,“ segir Sigurdís Björg Jónasdóttir, náttúruvársérfræðingur. Hún segist hafa rætt við konu sem hafi verið á ferð um svæðið og hafi greint frá því að megna brennisteinslykt legði yfir svæðið við upptök árinnar undan Mýrdalsjökli en konan var sjálf að koma úr Þakgili. „Fólk þarf að hafa það í huga þegar það er þarna á svæðinu að það er gas að mælast þarna og fólk ætti að halda sig frá því að fara í hella og lægðir í landinu. Hún segir að jarðhitavatnsúrrennslinu fylgi gas sem er sterkara við upptök árinnar, það er nær jöklinum. „Ef maður er farinn að finna mikla lykt þá er alltaf vísast að koma sér burt eða leita hærra upp í landslagið og vera ekki að dvelja lengi við upptöku árinnar þar sem er svona mikil lykt,“ segir Sigurdís. „Við erum búin að vera að fylgjast með þessu og rafleiðnin hefur verið að fara hægt hækkandi síðustu daga og hún er svolítið gruggug áin.“ „Fólk er að finna mikla brennisteinslykt þarna og það var ein sem ég talaði við sem sagði að hún væri mjög mikil. Það væri varla líft sagði hún í bílnum en þá viljum við að fólk sé ekki að staldra við við ána og alls ekki fara nær upptökunum þar sem gasið er ennþá meira,“ segir Sigurdís. „Það er allvanalegt að á sumrin leki talsvert magn af jarðhitavatni hægar en er í hlaupi út í ána. Þetta hefur gerst öll síðustu sumur núna í nokkur ár í Múlakvísl. Við búumst eiginlega við þessu á hverju sumri en við þurfum alltaf að vera tilbúin við að þetta aukist eða verði meira,“ segir Sigurdís. Ekki sé þó búist við hlaupi en þau séu ávallt tilbúin fyrir það. Mýrdalshreppur Veður Tengdar fréttir Hætta talin á gasmengun við Múlakvísl Jarðhitavatn undan Mýrdalsjökli sem lekur í Múlakvísl er talin ástæða þess að rafleiðni í ánni hefur vaxið hægt undanfarna daga. Veðurstofan varar við því að hætta sé að mögulegri gasmengun á svæðinu við austanverðan jökulinn. 8. júlí 2020 18:57 Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Rafleiðni í ánni Múlakvísl hefur verið mjög há miðað við eðlilegt ástand undanfarna daga. Það getur bent til að áin hlaupi en náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að ekki sé búist við hlaupi í Múlakvísl að svo stöddu. Þó sé mikið gas á svæðinu sem fylgi uppstreymi jarðhitavatns og fólk er hvatt til að vera ekki mikið á ferðinni við upptök árinnar við rætur Mýrdalsjökuls. „Við erum ekki að búast við hlaupi, það getur svo sem kannski breyst en búumst ekki við því. Rafleiðnin er komin upp yfir 250 míkrósímens, sem er mjög hátt miðað við eðlilegt ástand. Þetta þýðir að það er jarðhitavatn að leka undan Mýrdalsjökli ofan í ána. Það er gas að mælast á svæðinu,“ segir Sigurdís Björg Jónasdóttir, náttúruvársérfræðingur. Hún segist hafa rætt við konu sem hafi verið á ferð um svæðið og hafi greint frá því að megna brennisteinslykt legði yfir svæðið við upptök árinnar undan Mýrdalsjökli en konan var sjálf að koma úr Þakgili. „Fólk þarf að hafa það í huga þegar það er þarna á svæðinu að það er gas að mælast þarna og fólk ætti að halda sig frá því að fara í hella og lægðir í landinu. Hún segir að jarðhitavatnsúrrennslinu fylgi gas sem er sterkara við upptök árinnar, það er nær jöklinum. „Ef maður er farinn að finna mikla lykt þá er alltaf vísast að koma sér burt eða leita hærra upp í landslagið og vera ekki að dvelja lengi við upptöku árinnar þar sem er svona mikil lykt,“ segir Sigurdís. „Við erum búin að vera að fylgjast með þessu og rafleiðnin hefur verið að fara hægt hækkandi síðustu daga og hún er svolítið gruggug áin.“ „Fólk er að finna mikla brennisteinslykt þarna og það var ein sem ég talaði við sem sagði að hún væri mjög mikil. Það væri varla líft sagði hún í bílnum en þá viljum við að fólk sé ekki að staldra við við ána og alls ekki fara nær upptökunum þar sem gasið er ennþá meira,“ segir Sigurdís. „Það er allvanalegt að á sumrin leki talsvert magn af jarðhitavatni hægar en er í hlaupi út í ána. Þetta hefur gerst öll síðustu sumur núna í nokkur ár í Múlakvísl. Við búumst eiginlega við þessu á hverju sumri en við þurfum alltaf að vera tilbúin við að þetta aukist eða verði meira,“ segir Sigurdís. Ekki sé þó búist við hlaupi en þau séu ávallt tilbúin fyrir það.
Mýrdalshreppur Veður Tengdar fréttir Hætta talin á gasmengun við Múlakvísl Jarðhitavatn undan Mýrdalsjökli sem lekur í Múlakvísl er talin ástæða þess að rafleiðni í ánni hefur vaxið hægt undanfarna daga. Veðurstofan varar við því að hætta sé að mögulegri gasmengun á svæðinu við austanverðan jökulinn. 8. júlí 2020 18:57 Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Hætta talin á gasmengun við Múlakvísl Jarðhitavatn undan Mýrdalsjökli sem lekur í Múlakvísl er talin ástæða þess að rafleiðni í ánni hefur vaxið hægt undanfarna daga. Veðurstofan varar við því að hætta sé að mögulegri gasmengun á svæðinu við austanverðan jökulinn. 8. júlí 2020 18:57