Jóhannes Karl átti bágt með að hemja sig og lét dómara heyra það Sindri Sverrisson skrifar 25. júlí 2020 12:00 Jóhannes Karl Guðjónsson var líflegur á hliðarlínunni hjá ÍA í fyrrakvöld. MYND/STÖÐ 2 SPORT Skagamenn voru afar óánægðir með dómgæsluna í 2-1 tapinu gegn Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni í fótbolta á fimmtudag, ekki síst í aðdraganda markanna sem Stjarnan skoraði. Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari liðsins taldi Eyjólf Héðinsson klárlega hafa brotið á Tryggva Hrafni Haraldssyni fyrir fyrsta markið, sem Eyjólfur skoraði einmitt. Farið var yfir umdeild atvik í leiknum í Pepsi Max-stúkunni í gær þar sem einnig mátti sjá Jóhannes Karl afar líflegan á hliðarlínunni. „Pétur! Hann bæði sparkar í hann og rífur í hann. Þetta er fáránlegt. Þið eruð alltaf að hvetja menn til að vera í einhverjum dýfum,“ kallaði Jóhannes Karl á Pétur Guðmundsson, sem var varadómari í leiknum, eftir meint brot Eyjólfs. „Það er mikið til í þessu,“ sagði Hjörvar Hafliðason. „Ef hann [Tryggvi] hefði bara farið niður á hnén hefði hann fengið aukaspyrnuna,“ sagði Hjörvar. Árni „ekki í ástandi til að verja“ skotið Í aðdraganda seinna marks Stjörnunnar töldu sérfræðingarnir ljóst að Árni Snær Ólafsson, markmaður ÍA, hefði spyrnt boltanum út fyrir hliðarlínu vegna meiðsla Alex Þórs Haukssonar. Alex skoraði svo strax eftir innkastið. „Það hefði verið erfitt fyrir hann að sparka eitthvert annað. En hefði hann ekki getað kallað á þann sem tók innkastið; „Heyrðu komdu með boltann, ég var að setja hann út af hérna fyrir ykkur“?“ spurði Hjörvar. „Þetta virkar á mig þannig, vegna þess að skotið frá Alex er ekki merkilegt, að Árni Snær sé ennþá að velta fyrir sér „af hverju erum við ekki komnir með boltann?“ Því það fyrsta sem hann gerir þegar boltinn fer í netið er að hann stekkur á fætur og rýkur í átt að Stjörnumönnunum. Hann er bara ekki í ástandi til að verja skot þarna,“ sagði Guðmundur Benediktsson. Jóhannes Karl trúði svo vart eigin augum þegar Skagamenn fengu ekki aukaspyrnu eftir það sem þjálfarinn taldi vera brot á Tryggva Hrafni við vítateig Stjörnunnar, og átti erfitt með að hemja sig eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan. Klippa: Pepsi Max stúkan - Jói Kalli og atvik á Akranesi Pepsi Max-deild karla ÍA Íslenski boltinn Tengdar fréttir Eyjólfur: Sóttkvíin virðist hafa þjappað okkur enn meira saman Stjarnan vann ÍA 2-1 upp á Skaga í fyrsta leik dagsins í Pepsi Max deild karla. Stjarnan er á frábæru skriði og hefur ekki enn tapað leik. Annar af markaskorurum liðsins mætti í viðtal að leik loknum. 23. júlí 2020 20:50 Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Stjarnan 1-2 | Garðbæingar gerðu góða ferð upp á Skaga Stjarnan er enn taplaust í Pepsi Max deildinni. Liðið vann góðan 2-1 sigur á ÍA upp á Skipaskaga í fyrsta leik dagsins. 23. júlí 2020 20:30 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira
Skagamenn voru afar óánægðir með dómgæsluna í 2-1 tapinu gegn Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni í fótbolta á fimmtudag, ekki síst í aðdraganda markanna sem Stjarnan skoraði. Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari liðsins taldi Eyjólf Héðinsson klárlega hafa brotið á Tryggva Hrafni Haraldssyni fyrir fyrsta markið, sem Eyjólfur skoraði einmitt. Farið var yfir umdeild atvik í leiknum í Pepsi Max-stúkunni í gær þar sem einnig mátti sjá Jóhannes Karl afar líflegan á hliðarlínunni. „Pétur! Hann bæði sparkar í hann og rífur í hann. Þetta er fáránlegt. Þið eruð alltaf að hvetja menn til að vera í einhverjum dýfum,“ kallaði Jóhannes Karl á Pétur Guðmundsson, sem var varadómari í leiknum, eftir meint brot Eyjólfs. „Það er mikið til í þessu,“ sagði Hjörvar Hafliðason. „Ef hann [Tryggvi] hefði bara farið niður á hnén hefði hann fengið aukaspyrnuna,“ sagði Hjörvar. Árni „ekki í ástandi til að verja“ skotið Í aðdraganda seinna marks Stjörnunnar töldu sérfræðingarnir ljóst að Árni Snær Ólafsson, markmaður ÍA, hefði spyrnt boltanum út fyrir hliðarlínu vegna meiðsla Alex Þórs Haukssonar. Alex skoraði svo strax eftir innkastið. „Það hefði verið erfitt fyrir hann að sparka eitthvert annað. En hefði hann ekki getað kallað á þann sem tók innkastið; „Heyrðu komdu með boltann, ég var að setja hann út af hérna fyrir ykkur“?“ spurði Hjörvar. „Þetta virkar á mig þannig, vegna þess að skotið frá Alex er ekki merkilegt, að Árni Snær sé ennþá að velta fyrir sér „af hverju erum við ekki komnir með boltann?“ Því það fyrsta sem hann gerir þegar boltinn fer í netið er að hann stekkur á fætur og rýkur í átt að Stjörnumönnunum. Hann er bara ekki í ástandi til að verja skot þarna,“ sagði Guðmundur Benediktsson. Jóhannes Karl trúði svo vart eigin augum þegar Skagamenn fengu ekki aukaspyrnu eftir það sem þjálfarinn taldi vera brot á Tryggva Hrafni við vítateig Stjörnunnar, og átti erfitt með að hemja sig eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan. Klippa: Pepsi Max stúkan - Jói Kalli og atvik á Akranesi
Pepsi Max-deild karla ÍA Íslenski boltinn Tengdar fréttir Eyjólfur: Sóttkvíin virðist hafa þjappað okkur enn meira saman Stjarnan vann ÍA 2-1 upp á Skaga í fyrsta leik dagsins í Pepsi Max deild karla. Stjarnan er á frábæru skriði og hefur ekki enn tapað leik. Annar af markaskorurum liðsins mætti í viðtal að leik loknum. 23. júlí 2020 20:50 Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Stjarnan 1-2 | Garðbæingar gerðu góða ferð upp á Skaga Stjarnan er enn taplaust í Pepsi Max deildinni. Liðið vann góðan 2-1 sigur á ÍA upp á Skipaskaga í fyrsta leik dagsins. 23. júlí 2020 20:30 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira
Eyjólfur: Sóttkvíin virðist hafa þjappað okkur enn meira saman Stjarnan vann ÍA 2-1 upp á Skaga í fyrsta leik dagsins í Pepsi Max deild karla. Stjarnan er á frábæru skriði og hefur ekki enn tapað leik. Annar af markaskorurum liðsins mætti í viðtal að leik loknum. 23. júlí 2020 20:50
Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Stjarnan 1-2 | Garðbæingar gerðu góða ferð upp á Skaga Stjarnan er enn taplaust í Pepsi Max deildinni. Liðið vann góðan 2-1 sigur á ÍA upp á Skipaskaga í fyrsta leik dagsins. 23. júlí 2020 20:30