„Eitt stærsta vandamálið er ennþá óleyst“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. júlí 2020 11:34 Isabel Alejandra Diaz, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Vísir/Vilhelm - Aðsend Heimilað hefur verið að fimmfalda frítekjumark námsmanna sem taka námslán hjá Menntasjóði námsmanna fyrir árið 2020 vegna sérstakra aðstæðna í þjóðfélaginu. Það á við námsmenn sem koma af atvinnumarkaði og hafa ekki verið í námi síðastliðna 6 mánuði. „Í fyrri heimildum hefur verið heimilt að þrefalda frítekjumarkið en núna vegna sérstakra aðstæðna, eins og stendur í úthlutunarreglunum, þá verður heimilt að fimmfalda það. Ég skil það þannig að það einskorðist við þetta ár því úthlutunarreglur eru bara til eins árs,“ segir Isabel Alejandra Diaz, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samtali við fréttastofu. „Þetta er ekki til frambúðar, sem við hefðum viljað sjá. En þetta er samt mjög gott, gott skref í rétta átt því það gæti náttúrulega verið að fleiri verði í vinnu samhliða námi,“ segir Isabel. Heimildin tekur til þeirra sem hafa ekki verið í námi síðastliðna sex mánuði en frítekjumarkið er nú 1.364.000 krónur fyrir árið. Áður hefur verið heimilt að þrefalda frítekjumarkið fyrir fólk sem ekki hefur verið í námi síðastliðna sex mánuði upp í 4.092.000 krónur, en nú eru það 6.820.000 krónur sem fólk má þéna. Sara Þöll Finnbogadóttir, lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands.Aðsend „Þetta er mjög gott og skref í rétta átt en við hefðum bara viljað að þetta væri til frambúðar. Við vitum samt sem áður að úthlutunarreglurnar eru endurskoðaðar á hverju ári þannig að við bara bindum vonir við að þetta haldist,“ segir Isabel. Óþarfa hindrun sem stúdentar vilja losna við Hún segir eina stærstu breytinguna sem stúdentar vilji sjá sé hækkun grunnframfærslu, en í dag er hún 112.312 krónur á mánuði fyrir námsmann í leiguhúsnæði. „Við hefðum viljað sjá grunnframfærsluna hækka og það hefði kannski verið ráð að gera það núna út af ástandinu.“ „Eitt stærsta vandamálið er ennþá óleyst,“ segir Isabel. Lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs tekur undir þetta. Hún segir leiðinlegt að grunnframfærslan hafi ekki verið hækkuð. „Við erum búin að tala mjög mikið um þessa grunnframfærslu og töluðum sérstaklega um það að það væri ekkert í lögunum sem krefði stjórnina um að leggja til að þetta verði endurskoðað. Við sjáum strax að það er ekki búið að endurskoða þetta,“ segir Sara Þöll Finnbogadóttir, lánasjóðsfulltrúi SHÍ, en ný lög um Menntasjóð námsmanna voru samþykkt á Alþingi í vor. „Hvað varðar þetta frítekjumark, við viljum að það sé varanlegt en ekki einungis til bráðabirgða. Þessi veira verður kannski til staðar áfram en þessar reglur eru bara til eins árs, kannski mun þetta gilda áfram en okkur finnst frekar leiðinlegt að einstaklingur sem hefur kannski hætt í námi á miðri önn út af veirunni en er búinn að vera í námi síðustu sex mánuði og þénaði þá meira en frítekjumarkið að hann fái ekki þessa heimild því hann var í námi,“ segir Sara. „Okkur þætti best að það væri ekki þessi hindrun að þurfa að hafa verið ekki í námi síðastliðna sex mánuði.“ Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Allir flokkar studdu frumvarp um Menntasjóð námsmanna fyrir utan Miðflokkinn Menntasjóður mun leysa af hólmi Lánasjóð íslenskra námsmanna en frumvarpið var samþykkt með atkvæðum 52 þingmanna en sjö þingmenn Miðflokksins greiddu ekki atkvæði. 9. júní 2020 14:39 Grundvallarbreytingar á námslánakerfi ná fram að ganga Frumvarp Lilju Alfreðsdóttir menntamálaráðherra um Menntasjóð var afgreitt úr nefnd á Alþingi í dag. Það felur í sér grundvallar breytingar eins og að 30 prósent námslána geti breyst í styrk miðað við ákveðna námsframvindu. Þá verða ábyrgðir ábyrgðarmanna á lánum að fullu felldar niður. 19. maí 2020 12:23 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Heimilað hefur verið að fimmfalda frítekjumark námsmanna sem taka námslán hjá Menntasjóði námsmanna fyrir árið 2020 vegna sérstakra aðstæðna í þjóðfélaginu. Það á við námsmenn sem koma af atvinnumarkaði og hafa ekki verið í námi síðastliðna 6 mánuði. „Í fyrri heimildum hefur verið heimilt að þrefalda frítekjumarkið en núna vegna sérstakra aðstæðna, eins og stendur í úthlutunarreglunum, þá verður heimilt að fimmfalda það. Ég skil það þannig að það einskorðist við þetta ár því úthlutunarreglur eru bara til eins árs,“ segir Isabel Alejandra Diaz, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samtali við fréttastofu. „Þetta er ekki til frambúðar, sem við hefðum viljað sjá. En þetta er samt mjög gott, gott skref í rétta átt því það gæti náttúrulega verið að fleiri verði í vinnu samhliða námi,“ segir Isabel. Heimildin tekur til þeirra sem hafa ekki verið í námi síðastliðna sex mánuði en frítekjumarkið er nú 1.364.000 krónur fyrir árið. Áður hefur verið heimilt að þrefalda frítekjumarkið fyrir fólk sem ekki hefur verið í námi síðastliðna sex mánuði upp í 4.092.000 krónur, en nú eru það 6.820.000 krónur sem fólk má þéna. Sara Þöll Finnbogadóttir, lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands.Aðsend „Þetta er mjög gott og skref í rétta átt en við hefðum bara viljað að þetta væri til frambúðar. Við vitum samt sem áður að úthlutunarreglurnar eru endurskoðaðar á hverju ári þannig að við bara bindum vonir við að þetta haldist,“ segir Isabel. Óþarfa hindrun sem stúdentar vilja losna við Hún segir eina stærstu breytinguna sem stúdentar vilji sjá sé hækkun grunnframfærslu, en í dag er hún 112.312 krónur á mánuði fyrir námsmann í leiguhúsnæði. „Við hefðum viljað sjá grunnframfærsluna hækka og það hefði kannski verið ráð að gera það núna út af ástandinu.“ „Eitt stærsta vandamálið er ennþá óleyst,“ segir Isabel. Lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs tekur undir þetta. Hún segir leiðinlegt að grunnframfærslan hafi ekki verið hækkuð. „Við erum búin að tala mjög mikið um þessa grunnframfærslu og töluðum sérstaklega um það að það væri ekkert í lögunum sem krefði stjórnina um að leggja til að þetta verði endurskoðað. Við sjáum strax að það er ekki búið að endurskoða þetta,“ segir Sara Þöll Finnbogadóttir, lánasjóðsfulltrúi SHÍ, en ný lög um Menntasjóð námsmanna voru samþykkt á Alþingi í vor. „Hvað varðar þetta frítekjumark, við viljum að það sé varanlegt en ekki einungis til bráðabirgða. Þessi veira verður kannski til staðar áfram en þessar reglur eru bara til eins árs, kannski mun þetta gilda áfram en okkur finnst frekar leiðinlegt að einstaklingur sem hefur kannski hætt í námi á miðri önn út af veirunni en er búinn að vera í námi síðustu sex mánuði og þénaði þá meira en frítekjumarkið að hann fái ekki þessa heimild því hann var í námi,“ segir Sara. „Okkur þætti best að það væri ekki þessi hindrun að þurfa að hafa verið ekki í námi síðastliðna sex mánuði.“
Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Allir flokkar studdu frumvarp um Menntasjóð námsmanna fyrir utan Miðflokkinn Menntasjóður mun leysa af hólmi Lánasjóð íslenskra námsmanna en frumvarpið var samþykkt með atkvæðum 52 þingmanna en sjö þingmenn Miðflokksins greiddu ekki atkvæði. 9. júní 2020 14:39 Grundvallarbreytingar á námslánakerfi ná fram að ganga Frumvarp Lilju Alfreðsdóttir menntamálaráðherra um Menntasjóð var afgreitt úr nefnd á Alþingi í dag. Það felur í sér grundvallar breytingar eins og að 30 prósent námslána geti breyst í styrk miðað við ákveðna námsframvindu. Þá verða ábyrgðir ábyrgðarmanna á lánum að fullu felldar niður. 19. maí 2020 12:23 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Allir flokkar studdu frumvarp um Menntasjóð námsmanna fyrir utan Miðflokkinn Menntasjóður mun leysa af hólmi Lánasjóð íslenskra námsmanna en frumvarpið var samþykkt með atkvæðum 52 þingmanna en sjö þingmenn Miðflokksins greiddu ekki atkvæði. 9. júní 2020 14:39
Grundvallarbreytingar á námslánakerfi ná fram að ganga Frumvarp Lilju Alfreðsdóttir menntamálaráðherra um Menntasjóð var afgreitt úr nefnd á Alþingi í dag. Það felur í sér grundvallar breytingar eins og að 30 prósent námslána geti breyst í styrk miðað við ákveðna námsframvindu. Þá verða ábyrgðir ábyrgðarmanna á lánum að fullu felldar niður. 19. maí 2020 12:23