Kostar ráðherra minnst 52 milljónir að losna við Ólaf Helga Jakob Bjarnar skrifar 24. júlí 2020 11:00 Eins og fram hefur komið hefur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra farið þess á leit við Ólaf Helga Kjartansson lögreglustjóra að hann láti af störfum. Sé litið til fordæma liggur fyrir að það mun kosta ríkissjóð sitt. vísir/vilhelm Laun lögreglustjórans á Suðurnesjum nema 1.450.000 kr. á mánuði og þar af skal greiðsla fyrir yfirvinnu og álag sem starfinu fylgir nema 290.000 kr. á mánuði. Þetta þýðir að ef gengið verður frá starfslokum Ólafs Helga Kjartanssonar lögreglustjóra frá og með að telja í haust fær hann greiðslu sem nemur 52.200.000 krónur. Eins og fram hefur komið hefur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra lagt það til við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, að hann víki úr starfi lögreglustjóra. Embættið vart starfhæft Innan embættisins hefur ástandinu verið lýst þannig að ekki verði við unað. Horft er til ráðherra með að höggva á hnútinn. Fjölmargir starfsmenn eru nú í veikindaleyfi, þeirra á meðal trúnaðarmaður starfsmanna, mannauðsstjóri og Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur embættisins því hefur verið haldið fram að hún leiði hóp fjórmenninga, sem í gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum, er kallaður „matarklúbburinn“, sem vinnur að því leynt og ljóst að koma lögreglustjóra frá. Auk Öldu Hrannar er um að ræða þau Helga Þ. Kristjánsson mannauðsstjóra, Bjarney Annelsdóttur yfirlögregluþjón og Pétur Ó. Jónsson fjármálastjóri. Þau hafa vísað þeim ásökunum alfarið á bug en ekki viljað tjá sig um málið umfram það. Um miðjan maí fór trúnaðarmaður embættisins með tvær kvartanir um meinta ósæmilega framkomu lögreglustjóra og lagði fram í dómsmálaráðuneytinu. Eftir það verður loft allt lævi blandið innan embættisins og ásakanir ganga á milli fylkinga. Ólafur Helgi á þrjú ár eftir í embætti Ólafur Helgi hefur sagt í samtali við fréttastofu að hann telji mikilvægt að friður ríki um starfsemi embættsins. Ólafur Helgi verður 67 ára í haust. Í fyrra var skipunartími hans sem lögreglustjóri á Suðurnesjum framlengdur. Skipunartími er til fimm ára en hins vegar verður Ólafur Helgi reglum samkvæmt að láta af störfum þegar hann verður sjötugur. Hér er því um að tefla þrjú ár og ef Áslaug Arna vill losna við hann þýðir það að öllum líkindum starfslokasamning sem kveður á um full laun til sjötugs nettó, aukreitis við það sem hann á rétt á. Við það bætast svo launatengd gjöld. Með einföldum útreikningi, sem eru mánaðarlaunin sinnum 12 mánuðir sinnum 3 ár nemur sú upphæð 52.200.000 krónur. Dómsmálaráðuneytið áætlar að kostnaðarmat starfslokasamnings Haraldar Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóra, hljóði upp á rúmar 47 milljónir króna án launatengdra gjalda. Með launatengdum gjöldum er kostnaðurinn 56,7 milljónir króna. Eins og áður sagði eru forsendurnar sem hér er lagt upp með þær að Ólafur Helgi haldi fullum launum út skipunartíma sinn. Ekki er þó loku fyrir það skotið að ef um verður að ræða að hann lætur af störfum verði komist að samkomulagi eins og gert var í tilfelli Haraldar. Full laun Haraldar út skipunartímann hefðu átt að vera um 105 milljónir króna með launatengdum gjöldum. Lögreglan Reykjanesbær Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra bað Ólaf um að láta af störfum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi það við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, um að hann léti af störfum en hann hefur ekki orðið við því. 23. júlí 2020 18:09 Lögreglumenn á Suðurnesjum segja ásakanir alrangar Fjórmenningarnir innan lögreglunnar á Suðurnesjum, sem sagðir hafa viljað grafa undan lögreglustjóra, vísa á bug þeim ásökunum sem fram hafa verið settar. 23. júlí 2020 10:47 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Sjá meira
Laun lögreglustjórans á Suðurnesjum nema 1.450.000 kr. á mánuði og þar af skal greiðsla fyrir yfirvinnu og álag sem starfinu fylgir nema 290.000 kr. á mánuði. Þetta þýðir að ef gengið verður frá starfslokum Ólafs Helga Kjartanssonar lögreglustjóra frá og með að telja í haust fær hann greiðslu sem nemur 52.200.000 krónur. Eins og fram hefur komið hefur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra lagt það til við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, að hann víki úr starfi lögreglustjóra. Embættið vart starfhæft Innan embættisins hefur ástandinu verið lýst þannig að ekki verði við unað. Horft er til ráðherra með að höggva á hnútinn. Fjölmargir starfsmenn eru nú í veikindaleyfi, þeirra á meðal trúnaðarmaður starfsmanna, mannauðsstjóri og Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur embættisins því hefur verið haldið fram að hún leiði hóp fjórmenninga, sem í gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum, er kallaður „matarklúbburinn“, sem vinnur að því leynt og ljóst að koma lögreglustjóra frá. Auk Öldu Hrannar er um að ræða þau Helga Þ. Kristjánsson mannauðsstjóra, Bjarney Annelsdóttur yfirlögregluþjón og Pétur Ó. Jónsson fjármálastjóri. Þau hafa vísað þeim ásökunum alfarið á bug en ekki viljað tjá sig um málið umfram það. Um miðjan maí fór trúnaðarmaður embættisins með tvær kvartanir um meinta ósæmilega framkomu lögreglustjóra og lagði fram í dómsmálaráðuneytinu. Eftir það verður loft allt lævi blandið innan embættisins og ásakanir ganga á milli fylkinga. Ólafur Helgi á þrjú ár eftir í embætti Ólafur Helgi hefur sagt í samtali við fréttastofu að hann telji mikilvægt að friður ríki um starfsemi embættsins. Ólafur Helgi verður 67 ára í haust. Í fyrra var skipunartími hans sem lögreglustjóri á Suðurnesjum framlengdur. Skipunartími er til fimm ára en hins vegar verður Ólafur Helgi reglum samkvæmt að láta af störfum þegar hann verður sjötugur. Hér er því um að tefla þrjú ár og ef Áslaug Arna vill losna við hann þýðir það að öllum líkindum starfslokasamning sem kveður á um full laun til sjötugs nettó, aukreitis við það sem hann á rétt á. Við það bætast svo launatengd gjöld. Með einföldum útreikningi, sem eru mánaðarlaunin sinnum 12 mánuðir sinnum 3 ár nemur sú upphæð 52.200.000 krónur. Dómsmálaráðuneytið áætlar að kostnaðarmat starfslokasamnings Haraldar Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóra, hljóði upp á rúmar 47 milljónir króna án launatengdra gjalda. Með launatengdum gjöldum er kostnaðurinn 56,7 milljónir króna. Eins og áður sagði eru forsendurnar sem hér er lagt upp með þær að Ólafur Helgi haldi fullum launum út skipunartíma sinn. Ekki er þó loku fyrir það skotið að ef um verður að ræða að hann lætur af störfum verði komist að samkomulagi eins og gert var í tilfelli Haraldar. Full laun Haraldar út skipunartímann hefðu átt að vera um 105 milljónir króna með launatengdum gjöldum.
Lögreglan Reykjanesbær Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra bað Ólaf um að láta af störfum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi það við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, um að hann léti af störfum en hann hefur ekki orðið við því. 23. júlí 2020 18:09 Lögreglumenn á Suðurnesjum segja ásakanir alrangar Fjórmenningarnir innan lögreglunnar á Suðurnesjum, sem sagðir hafa viljað grafa undan lögreglustjóra, vísa á bug þeim ásökunum sem fram hafa verið settar. 23. júlí 2020 10:47 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Sjá meira
Dómsmálaráðherra bað Ólaf um að láta af störfum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi það við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, um að hann léti af störfum en hann hefur ekki orðið við því. 23. júlí 2020 18:09
Lögreglumenn á Suðurnesjum segja ásakanir alrangar Fjórmenningarnir innan lögreglunnar á Suðurnesjum, sem sagðir hafa viljað grafa undan lögreglustjóra, vísa á bug þeim ásökunum sem fram hafa verið settar. 23. júlí 2020 10:47