Fékk gult spjald fyrir að fagna góðri tæklingu samherja Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júlí 2020 13:28 Sigurður fagnar Ívari eftir góðan varnarleik vinstri bakvarðarins. vísir/stöð 2 sport Það vantaði ekkert upp á baráttugleðina og samstöðuna hjá HK-ingum í leiknum gegn Blikum í Kórnum í gær. HK vann 1-0 sigur með marki Birnis Snæs Ingasonar. HK-ingar vörðust með kjafti og klóm og voru duglegir að fagna vel heppnuðum varnarleik, enginn þó meira en markvörðurinn Sigurður Hrannar Björnsson. Á 68. mínútu komst Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, í góða stöðu en Ívar Örn Jónsson, vinstri bakvörður HK, stöðvaði hann með góðri tæklingu. Hann var snöggur aftur á fætur og tæklaði boltann í Alexander Helga Sigurðarson og aftur fyrir. Sigurður var svo ánægður með varnarleik Ívars að hann hljóp úr markinu til að fagna honum. Agli Arnari Sigurþórssyni, dómara leiksins, fannst full vel í fagnaðarlætin lagt og gaf Sigurði gula spjaldið. „Mér finnst fáránlegt að hann fái gult spjald. Þegar við varnarhlunkarnir náum einni góðri tæklingu er það eins og skora mark fyrir okkur,“ sagði Reynir Leósson í Pepsi Max tilþrifunum í gær. „Gerðu það fyrir mig dómari að sleppa að spjalda fyrir svona.“ Klippa: Pepsi Max tilþrifin - Fékk gult fyrir að fagna tæklingu Sigurður hefur leikið alla leiki HK á þessu tímabili í fjarveru Arnars Freys Ólafssonar. Hann hefur gert sín mistök en haldið hreinu í sigrum á tveimur af bestu liðum landsins, KR og Breiðabliki. „Þetta er mikill sigur fyrir hann. Mér fannst hann njóta þess að spila þennan leik, svolítið keimlíkt því sem hann gerði gegn KR. Hann fær tækifæri upp í hendurnar sem hann hefur aldrei áður fengið, að spila stórleiki í efstu deild, og greip það svo sannarlega gegn KR,“ sagði Reynir um Sigurð. „Svo byggist upp einhver pressa og það er mikil umfjöllun um deildina og getur haft áhrif á menn. En mér fannst hann eins og hann hefði kastað því öllu út um gluggann, mætt og fundist hann ekki hafa neinu að tapa og notið þess að spila þennan grannaslag. Og hann var frábær í þessum leik.“ Klippa: Pepsi Max tilþrifin - Frammistaða Sigurðar gegn Breiðabliki Sigurður, sem er 26 ára, lék áður með Víkingi R., Tindastóli, Hetti, Fram og Aftureldingu. Hann hefur verið hjá HK síðan 2018. Næsti leikur HK er gegn Fylki í Árbænum á mánudaginn. Liðið mætir svo Aftureldingu í Kórnum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins á fimmtudaginn. Pepsi Max-deild karla HK Tengdar fréttir Sjáðu sigurmarkið í Kópavogsslagnum, mörkin sem skutu Val á toppinn og þrumufleygi Stjörnumanna Fjórir leikir fóru fram í Pepsi Max-deild karla í gærkvöldi. Meðal annars vann HK Kópavogsslaginn og Valur skaut sér á toppinn. 24. júlí 2020 08:01 Brynjólfur með nýja hárgreiðslu í Kórnum: „Bla Bla Bla“ Brynjólfur Andersen Willumsson vakti mikla athygli með hárgreiðslunni sem hann skartaði í leik HK og Breiðabliks í gærkvöld. 24. júlí 2020 07:30 „Ekki til betri leikur til að rífa sig í gang“ „Ég var aldrei stressaður,“ sagði Ásgeir Börkur Ásgeirsson laufléttur í bragði eftir 1-0 sigur HK gegn Breiðabliki í Kópavogsslagnum í Kórnum í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. 24. júlí 2020 06:30 Óskar segir Blika ekkert hafa átt skilið: „Engu minni karakterar en aðrir í þessari deild“ „Við áttum ekkert skilið í þessum leik,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 tapið gegn HK í Kópavogsslagnum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. 23. júlí 2020 22:50 Umfjöllun og viðtöl: HK - Breiðablik 1-0 | HK-ingar héldu montréttinum HK vann 1-0 sigur á Breiðabliki er liðin mættust í Kópavogsslagnum í Pepsi Max deild karla inn í Kórnum í kvöld. Er þetta fimmti leikur Blika í röð án sigurs. 23. júlí 2020 23:15 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Fleiri fréttir Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira
Það vantaði ekkert upp á baráttugleðina og samstöðuna hjá HK-ingum í leiknum gegn Blikum í Kórnum í gær. HK vann 1-0 sigur með marki Birnis Snæs Ingasonar. HK-ingar vörðust með kjafti og klóm og voru duglegir að fagna vel heppnuðum varnarleik, enginn þó meira en markvörðurinn Sigurður Hrannar Björnsson. Á 68. mínútu komst Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, í góða stöðu en Ívar Örn Jónsson, vinstri bakvörður HK, stöðvaði hann með góðri tæklingu. Hann var snöggur aftur á fætur og tæklaði boltann í Alexander Helga Sigurðarson og aftur fyrir. Sigurður var svo ánægður með varnarleik Ívars að hann hljóp úr markinu til að fagna honum. Agli Arnari Sigurþórssyni, dómara leiksins, fannst full vel í fagnaðarlætin lagt og gaf Sigurði gula spjaldið. „Mér finnst fáránlegt að hann fái gult spjald. Þegar við varnarhlunkarnir náum einni góðri tæklingu er það eins og skora mark fyrir okkur,“ sagði Reynir Leósson í Pepsi Max tilþrifunum í gær. „Gerðu það fyrir mig dómari að sleppa að spjalda fyrir svona.“ Klippa: Pepsi Max tilþrifin - Fékk gult fyrir að fagna tæklingu Sigurður hefur leikið alla leiki HK á þessu tímabili í fjarveru Arnars Freys Ólafssonar. Hann hefur gert sín mistök en haldið hreinu í sigrum á tveimur af bestu liðum landsins, KR og Breiðabliki. „Þetta er mikill sigur fyrir hann. Mér fannst hann njóta þess að spila þennan leik, svolítið keimlíkt því sem hann gerði gegn KR. Hann fær tækifæri upp í hendurnar sem hann hefur aldrei áður fengið, að spila stórleiki í efstu deild, og greip það svo sannarlega gegn KR,“ sagði Reynir um Sigurð. „Svo byggist upp einhver pressa og það er mikil umfjöllun um deildina og getur haft áhrif á menn. En mér fannst hann eins og hann hefði kastað því öllu út um gluggann, mætt og fundist hann ekki hafa neinu að tapa og notið þess að spila þennan grannaslag. Og hann var frábær í þessum leik.“ Klippa: Pepsi Max tilþrifin - Frammistaða Sigurðar gegn Breiðabliki Sigurður, sem er 26 ára, lék áður með Víkingi R., Tindastóli, Hetti, Fram og Aftureldingu. Hann hefur verið hjá HK síðan 2018. Næsti leikur HK er gegn Fylki í Árbænum á mánudaginn. Liðið mætir svo Aftureldingu í Kórnum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins á fimmtudaginn.
Pepsi Max-deild karla HK Tengdar fréttir Sjáðu sigurmarkið í Kópavogsslagnum, mörkin sem skutu Val á toppinn og þrumufleygi Stjörnumanna Fjórir leikir fóru fram í Pepsi Max-deild karla í gærkvöldi. Meðal annars vann HK Kópavogsslaginn og Valur skaut sér á toppinn. 24. júlí 2020 08:01 Brynjólfur með nýja hárgreiðslu í Kórnum: „Bla Bla Bla“ Brynjólfur Andersen Willumsson vakti mikla athygli með hárgreiðslunni sem hann skartaði í leik HK og Breiðabliks í gærkvöld. 24. júlí 2020 07:30 „Ekki til betri leikur til að rífa sig í gang“ „Ég var aldrei stressaður,“ sagði Ásgeir Börkur Ásgeirsson laufléttur í bragði eftir 1-0 sigur HK gegn Breiðabliki í Kópavogsslagnum í Kórnum í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. 24. júlí 2020 06:30 Óskar segir Blika ekkert hafa átt skilið: „Engu minni karakterar en aðrir í þessari deild“ „Við áttum ekkert skilið í þessum leik,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 tapið gegn HK í Kópavogsslagnum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. 23. júlí 2020 22:50 Umfjöllun og viðtöl: HK - Breiðablik 1-0 | HK-ingar héldu montréttinum HK vann 1-0 sigur á Breiðabliki er liðin mættust í Kópavogsslagnum í Pepsi Max deild karla inn í Kórnum í kvöld. Er þetta fimmti leikur Blika í röð án sigurs. 23. júlí 2020 23:15 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Fleiri fréttir Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira
Sjáðu sigurmarkið í Kópavogsslagnum, mörkin sem skutu Val á toppinn og þrumufleygi Stjörnumanna Fjórir leikir fóru fram í Pepsi Max-deild karla í gærkvöldi. Meðal annars vann HK Kópavogsslaginn og Valur skaut sér á toppinn. 24. júlí 2020 08:01
Brynjólfur með nýja hárgreiðslu í Kórnum: „Bla Bla Bla“ Brynjólfur Andersen Willumsson vakti mikla athygli með hárgreiðslunni sem hann skartaði í leik HK og Breiðabliks í gærkvöld. 24. júlí 2020 07:30
„Ekki til betri leikur til að rífa sig í gang“ „Ég var aldrei stressaður,“ sagði Ásgeir Börkur Ásgeirsson laufléttur í bragði eftir 1-0 sigur HK gegn Breiðabliki í Kópavogsslagnum í Kórnum í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. 24. júlí 2020 06:30
Óskar segir Blika ekkert hafa átt skilið: „Engu minni karakterar en aðrir í þessari deild“ „Við áttum ekkert skilið í þessum leik,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 tapið gegn HK í Kópavogsslagnum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. 23. júlí 2020 22:50
Umfjöllun og viðtöl: HK - Breiðablik 1-0 | HK-ingar héldu montréttinum HK vann 1-0 sigur á Breiðabliki er liðin mættust í Kópavogsslagnum í Pepsi Max deild karla inn í Kórnum í kvöld. Er þetta fimmti leikur Blika í röð án sigurs. 23. júlí 2020 23:15
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn