Brynjólfur með nýja hárgreiðslu í Kórnum: „Bla Bla Bla“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júlí 2020 07:30 Brynjólfur Andersen Willumsson var með áhugaverðar hárgreiðslu í leik HK og Breiðabliks í gærkvöld. Mynd/Stöð 2 Sport Í gærkvöld mættust nágrannaliðin HK og Breiðablik í 8. umferð Pepsi Max deildar karla. Það var hart barist í leiknum en gott gengi HK gegn Breiðablik hélt hins vegar áfram þar sem liðið landaði 1-0 sigri. Var það aðeins annar sigur HK í deildinni í sumar á meðan Breiðablik hefur nú ekki unnið í síðustu fimm leikjum sínum. Brynjólfur Andersen Willumsson, leikmaður Breiðabliks, hefur skartað nokkrum skrautlegum hárgreiðslum í sumar en sú í gær er eflaust sú skrautlegasta. Sjá má greiðsluna á myndinni hér að ofan. Eftir síðasta leik Breiðabliks - þar sem liðið tapaði 2-1 gegn Val á heimavelli - þá mætti Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari liðsins, í viðtal. Brynjólfur Andersen langbesti maðurinn á vellinum og það er kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann,“ sagði Óskar í viðtalinu eftir þann leik og hélt áfram. „Það er dæmt í hvert skipti hann snertir mann en hann fær ekkert hjá einum né neinum. Með þessu áframhaldi gerum við lítið annað en að hrekja besta leikmanninn í deildinni úr landi. Bið bara til dómarastéttarinnar að sýna sanngirni.“ Mikið hefur verið rætt og ritað síðan um hárgreiðslur Brynjólfs sem og getu hans á fótboltavellinum. Þó flestir telji hann með efnilegri leikmönnum deildarinnar þá eru ekki allir á eitt sammála að hann sé besti leikmaður hennar. Eflaust er Brynjólfur að senda þeim aðilum skilaboð með greiðslunni sem hann skartaði í gær. Það er spurning hvaða greiðslu leikmaðurinn skartar næst en hárskeri hans ku hafa viðbeinsbrotnað í fótboltaleik á dögunum og því óvíst hvort Brynjólfur geti mætt með nýja greiðslu til leiks er Blikar mæta ÍA eftir þrjá daga. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: HK - Breiðablik 1-0 | HK-ingar héldu montréttinum HK vann 1-0 sigur á Breiðabliki er liðin mættust í Kópavogsslagnum í Pepsi Max deild karla inn í Kórnum í kvöld. Er þetta fimmti leikur Blika í röð án sigurs. 23. júlí 2020 23:15 Sjáðu öll mörkin úr leikjum Breiðabliks og HK í efstu deild Breiðablik og HK mætast í sjöunda sinn í efstu deild í fótbolta karla í kvöld. Mikið hefur gengið á í leikjum þessara grannliða í gegnum tíðina. 23. júlí 2020 13:36 Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 19. júlí 2020 22:40 Óskar segir Blika ekkert hafa átt skilið: „Engu minni karakterar en aðrir í þessari deild“ „Við áttum ekkert skilið í þessum leik,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 tapið gegn HK í Kópavogsslagnum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. 23. júlí 2020 22:50 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
Í gærkvöld mættust nágrannaliðin HK og Breiðablik í 8. umferð Pepsi Max deildar karla. Það var hart barist í leiknum en gott gengi HK gegn Breiðablik hélt hins vegar áfram þar sem liðið landaði 1-0 sigri. Var það aðeins annar sigur HK í deildinni í sumar á meðan Breiðablik hefur nú ekki unnið í síðustu fimm leikjum sínum. Brynjólfur Andersen Willumsson, leikmaður Breiðabliks, hefur skartað nokkrum skrautlegum hárgreiðslum í sumar en sú í gær er eflaust sú skrautlegasta. Sjá má greiðsluna á myndinni hér að ofan. Eftir síðasta leik Breiðabliks - þar sem liðið tapaði 2-1 gegn Val á heimavelli - þá mætti Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari liðsins, í viðtal. Brynjólfur Andersen langbesti maðurinn á vellinum og það er kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann,“ sagði Óskar í viðtalinu eftir þann leik og hélt áfram. „Það er dæmt í hvert skipti hann snertir mann en hann fær ekkert hjá einum né neinum. Með þessu áframhaldi gerum við lítið annað en að hrekja besta leikmanninn í deildinni úr landi. Bið bara til dómarastéttarinnar að sýna sanngirni.“ Mikið hefur verið rætt og ritað síðan um hárgreiðslur Brynjólfs sem og getu hans á fótboltavellinum. Þó flestir telji hann með efnilegri leikmönnum deildarinnar þá eru ekki allir á eitt sammála að hann sé besti leikmaður hennar. Eflaust er Brynjólfur að senda þeim aðilum skilaboð með greiðslunni sem hann skartaði í gær. Það er spurning hvaða greiðslu leikmaðurinn skartar næst en hárskeri hans ku hafa viðbeinsbrotnað í fótboltaleik á dögunum og því óvíst hvort Brynjólfur geti mætt með nýja greiðslu til leiks er Blikar mæta ÍA eftir þrjá daga.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: HK - Breiðablik 1-0 | HK-ingar héldu montréttinum HK vann 1-0 sigur á Breiðabliki er liðin mættust í Kópavogsslagnum í Pepsi Max deild karla inn í Kórnum í kvöld. Er þetta fimmti leikur Blika í röð án sigurs. 23. júlí 2020 23:15 Sjáðu öll mörkin úr leikjum Breiðabliks og HK í efstu deild Breiðablik og HK mætast í sjöunda sinn í efstu deild í fótbolta karla í kvöld. Mikið hefur gengið á í leikjum þessara grannliða í gegnum tíðina. 23. júlí 2020 13:36 Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 19. júlí 2020 22:40 Óskar segir Blika ekkert hafa átt skilið: „Engu minni karakterar en aðrir í þessari deild“ „Við áttum ekkert skilið í þessum leik,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 tapið gegn HK í Kópavogsslagnum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. 23. júlí 2020 22:50 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
Leik lokið: HK - Breiðablik 1-0 | HK-ingar héldu montréttinum HK vann 1-0 sigur á Breiðabliki er liðin mættust í Kópavogsslagnum í Pepsi Max deild karla inn í Kórnum í kvöld. Er þetta fimmti leikur Blika í röð án sigurs. 23. júlí 2020 23:15
Sjáðu öll mörkin úr leikjum Breiðabliks og HK í efstu deild Breiðablik og HK mætast í sjöunda sinn í efstu deild í fótbolta karla í kvöld. Mikið hefur gengið á í leikjum þessara grannliða í gegnum tíðina. 23. júlí 2020 13:36
Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 19. júlí 2020 22:40
Óskar segir Blika ekkert hafa átt skilið: „Engu minni karakterar en aðrir í þessari deild“ „Við áttum ekkert skilið í þessum leik,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 tapið gegn HK í Kópavogsslagnum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. 23. júlí 2020 22:50