Ekki sagt vera lán heldur hlutdeild í sameiginlegum kostnaði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2020 22:25 Það er mikill hiti í FH-hluta Hafnafjarðar. Vísir/HAG Það sem var upprunalega fimm milljón króna lán frá barna- og unglingastarfi FH til knattspyrnudeildar félagsins er nú sagt vera hlutdeild í sameiginlegum kostnaði. Þetta kemur fram í ársreikningi knattspyrnudeildarinnar. Í desember á síðasta ári fékk stjórn knattspyrnudeildar FH fimm milljón króna lán frá barna og unglingastarfi félagsins. Kom lánið til vegna fjárhagsvandræða í kringum meistaraflokk karla. Samkvæmt frétt Fjarðarfrétta var skuldabréf gefið út fyrir láninu. Átti að greiða það í maí á þessu ári. Það var þó aldrei greitt og verður ekki greitt að því virðist. Málið var tekið fyrir á fundi eftirlitsnefndar um fjármál íþrótta- og æskulýðsfélaga þann 20. maí á þessu ári. Þar staðfesti Viðar Halldórsson, formaður aðalstjórnar FH, að um hlutdeild barna- og unglingastarfs FH í sameiginlegum stjórnarkostnaði knattspyrnudeildar hefði verið að ræða frekar en lán. Sjá einnig: Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Stjórn barna- og unglingastarfs sagði af sér efir að atvikið kom upp, ef frá er talinn einn meðlimur. Samkvæmt heimildum RÚV þá sinnir sá aðili einn öllum störfum ráðsins í dag. „Stjórn barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar FH sagði sig frá störfum fyrir deildina sl. vetur og var ástæðan sögð, í tilkynningu til foreldra, skoðanaágreiningur við formann og framkvæmdastjórn knattspyrnudeildar og formann FH, trúnaðarbrestur og óásættanleg vinnubrögð þeirra undangengnar vikur. Undanfarin ár hafa foreldrar þurft að greiða sérstakt gjald sem er leiga fyrir afnot af minnsta knatthúsinu, Dvergnum og hefur verið mikil óánægja með það meðal foreldra,“ segir í frétt Fjarðarfrétta um málið. Einnig fór fimm milljón króna styrkur knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, sem ætlaður var barna- og unglingastarfi félagsins inn í aðalsjóð FH. Ástæðan var uppbygging á æfingasvæði félagsins en FH-ingar byggðu knatthúsið Skessuna á síðasta ári. Formaðurinn segir marga misskilja UEFA-styrkinn „Margir túlka styrkinn þannig að hann eigi alfarið að fara í barna- og unglingaráð. Það vill þannig til að þessi styrkur er hugsaður fyrir aldursflokkinn 18 ára og niður en hann er ekki eingöngu til að borga beinan kostnað barna- og unglingaráðs, þ.e.a.s. launakostnað sem er langstærsti hlutinn. Hann er einnig fyrir aðstöðusköpun og slíkt.“ Sjá einnig: Sportpakkinn: „Aldrei gaman að geta ekki greitt fólki“ „Ég held að þó að árið 2019 hafi styrkurinn farið í aðalsjóðinn þá er það, ef maður lítur á síðustu 10 árin, um 10% af þessum styrk. 90% hefur farið beint í barna- og unglingaráðið. Í mínum huga er þetta mjög eðlilegt og vel innan þess ramma sem UEFA setur og hefur sett. Svo ég sé akkúrat ekkert að þessu.“ sagði Viðar Halldórsson í samtali við íþróttadeild RÚV í dag. Samkvæmt heimildum RÚV er málinu ekki lokið af hálfu fyrrum stjórnar barna- og unglingaráðs. Vænta má yfirlýsingar á næstu dögum. Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn FH Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
Það sem var upprunalega fimm milljón króna lán frá barna- og unglingastarfi FH til knattspyrnudeildar félagsins er nú sagt vera hlutdeild í sameiginlegum kostnaði. Þetta kemur fram í ársreikningi knattspyrnudeildarinnar. Í desember á síðasta ári fékk stjórn knattspyrnudeildar FH fimm milljón króna lán frá barna og unglingastarfi félagsins. Kom lánið til vegna fjárhagsvandræða í kringum meistaraflokk karla. Samkvæmt frétt Fjarðarfrétta var skuldabréf gefið út fyrir láninu. Átti að greiða það í maí á þessu ári. Það var þó aldrei greitt og verður ekki greitt að því virðist. Málið var tekið fyrir á fundi eftirlitsnefndar um fjármál íþrótta- og æskulýðsfélaga þann 20. maí á þessu ári. Þar staðfesti Viðar Halldórsson, formaður aðalstjórnar FH, að um hlutdeild barna- og unglingastarfs FH í sameiginlegum stjórnarkostnaði knattspyrnudeildar hefði verið að ræða frekar en lán. Sjá einnig: Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Stjórn barna- og unglingastarfs sagði af sér efir að atvikið kom upp, ef frá er talinn einn meðlimur. Samkvæmt heimildum RÚV þá sinnir sá aðili einn öllum störfum ráðsins í dag. „Stjórn barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar FH sagði sig frá störfum fyrir deildina sl. vetur og var ástæðan sögð, í tilkynningu til foreldra, skoðanaágreiningur við formann og framkvæmdastjórn knattspyrnudeildar og formann FH, trúnaðarbrestur og óásættanleg vinnubrögð þeirra undangengnar vikur. Undanfarin ár hafa foreldrar þurft að greiða sérstakt gjald sem er leiga fyrir afnot af minnsta knatthúsinu, Dvergnum og hefur verið mikil óánægja með það meðal foreldra,“ segir í frétt Fjarðarfrétta um málið. Einnig fór fimm milljón króna styrkur knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, sem ætlaður var barna- og unglingastarfi félagsins inn í aðalsjóð FH. Ástæðan var uppbygging á æfingasvæði félagsins en FH-ingar byggðu knatthúsið Skessuna á síðasta ári. Formaðurinn segir marga misskilja UEFA-styrkinn „Margir túlka styrkinn þannig að hann eigi alfarið að fara í barna- og unglingaráð. Það vill þannig til að þessi styrkur er hugsaður fyrir aldursflokkinn 18 ára og niður en hann er ekki eingöngu til að borga beinan kostnað barna- og unglingaráðs, þ.e.a.s. launakostnað sem er langstærsti hlutinn. Hann er einnig fyrir aðstöðusköpun og slíkt.“ Sjá einnig: Sportpakkinn: „Aldrei gaman að geta ekki greitt fólki“ „Ég held að þó að árið 2019 hafi styrkurinn farið í aðalsjóðinn þá er það, ef maður lítur á síðustu 10 árin, um 10% af þessum styrk. 90% hefur farið beint í barna- og unglingaráðið. Í mínum huga er þetta mjög eðlilegt og vel innan þess ramma sem UEFA setur og hefur sett. Svo ég sé akkúrat ekkert að þessu.“ sagði Viðar Halldórsson í samtali við íþróttadeild RÚV í dag. Samkvæmt heimildum RÚV er málinu ekki lokið af hálfu fyrrum stjórnar barna- og unglingaráðs. Vænta má yfirlýsingar á næstu dögum.
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn FH Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira