Ráðleggingar nútímans svipaðar sóttvörnum fyrri tíma Vésteinn Örn Pétursson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 22. júlí 2020 20:09 Frá fimmtándu öld hafa sex skæðar farsóttir geisað hér á landi en í þeirri verstu er talið að helmingur þjóðarinnar hafi fallið. Íslendingar byrjuðu þó ekki að stunda sóttvarnir fyrr en í byrjun tuttugustu aldar þegar þeim var sagt að hætta að mynnast við, eða kyssast á munninn. Til eru heimildir um áhrif farsótta hér á landi frá árinu 1402, þegar svarti dauði reið fyrst yfir og svo aftur á seinni hluta 15. aldar. Samtals er talið að allt að helmingur þjóðarinnar hafi fallið. Bólusótt gekk svo yfir landið í byrjun 18. aldar og mislingar á þeirri 19. Berklar voru skæðir og féllu um 150 manns árlega hér á landi þar til bóluefni fannst og þá féllu um 500 manns þegar spænka veikin kom til landsins fyrir hartnær hundrað árum. Sérfræðingur á Þjóðminjasafninu segir að oft hafi farsóttir komið eftir miklar náttúruhamfarir. Þó nokkrar farsóttir hafa gengið yfir þjóðina.Stöð 2 „Þegar það er skortur á næringu þá virðist vera að ónæmiskerfi fólks sé veikara fyrir. Þá fellur það frekar úr þessum farsóttum,“ segir Karólína Ósk Þórsdóttir, sérfræðingur hjá Þjóðminjasafninu. Sóttvarnir voru lítt þekktar. „Hérna höfum við lítið rúnakefli,“ segir Karólína og bendir fréttamanni á safnmun. „Á því er rist með rúnastafrófi latnesk töfraþula.“ Á keflinu stendur Sator Apora Tenet opera Rotas sem er merkingaleysa en það er sama hvort hún snýr fram eða aftur upp eða niður alltaf er hún eins. Það er svo farið að hugsa út í sóttvarnir þegar spænska veikin ríður yfir og fólk er beðið um að hætta að kyssast á munninn þegar það hittist. „Þá var brýnt fyrir fólki að hafa meira hreinlæti og fólki var sagt að hrækja ekki á gólf, eins og var algengt þá. Fólk var líka beðið um að minnka að kyssa hvort annað, þá var landlæg hefð að fólk kysstist þegar það hittist og það var kallað að mynnast við.“ Þá hafi líka verið farið fram á ferðatakmarkanir milli landsvæða eins og í dag og fleira sé líkt. „Halda meiri fjarlægð á milli fólks. Fyrirmælin sem við höfum fengið um að halda tveggja metra fjarlægð og að taka ekki í höndina á hvort öðru. Þetta er svona svipað og fyrirmælin sem fólk fékk þegar spænska veikin herjaði á Íslendinga,“ segir Karólína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Frá fimmtándu öld hafa sex skæðar farsóttir geisað hér á landi en í þeirri verstu er talið að helmingur þjóðarinnar hafi fallið. Íslendingar byrjuðu þó ekki að stunda sóttvarnir fyrr en í byrjun tuttugustu aldar þegar þeim var sagt að hætta að mynnast við, eða kyssast á munninn. Til eru heimildir um áhrif farsótta hér á landi frá árinu 1402, þegar svarti dauði reið fyrst yfir og svo aftur á seinni hluta 15. aldar. Samtals er talið að allt að helmingur þjóðarinnar hafi fallið. Bólusótt gekk svo yfir landið í byrjun 18. aldar og mislingar á þeirri 19. Berklar voru skæðir og féllu um 150 manns árlega hér á landi þar til bóluefni fannst og þá féllu um 500 manns þegar spænka veikin kom til landsins fyrir hartnær hundrað árum. Sérfræðingur á Þjóðminjasafninu segir að oft hafi farsóttir komið eftir miklar náttúruhamfarir. Þó nokkrar farsóttir hafa gengið yfir þjóðina.Stöð 2 „Þegar það er skortur á næringu þá virðist vera að ónæmiskerfi fólks sé veikara fyrir. Þá fellur það frekar úr þessum farsóttum,“ segir Karólína Ósk Þórsdóttir, sérfræðingur hjá Þjóðminjasafninu. Sóttvarnir voru lítt þekktar. „Hérna höfum við lítið rúnakefli,“ segir Karólína og bendir fréttamanni á safnmun. „Á því er rist með rúnastafrófi latnesk töfraþula.“ Á keflinu stendur Sator Apora Tenet opera Rotas sem er merkingaleysa en það er sama hvort hún snýr fram eða aftur upp eða niður alltaf er hún eins. Það er svo farið að hugsa út í sóttvarnir þegar spænska veikin ríður yfir og fólk er beðið um að hætta að kyssast á munninn þegar það hittist. „Þá var brýnt fyrir fólki að hafa meira hreinlæti og fólki var sagt að hrækja ekki á gólf, eins og var algengt þá. Fólk var líka beðið um að minnka að kyssa hvort annað, þá var landlæg hefð að fólk kysstist þegar það hittist og það var kallað að mynnast við.“ Þá hafi líka verið farið fram á ferðatakmarkanir milli landsvæða eins og í dag og fleira sé líkt. „Halda meiri fjarlægð á milli fólks. Fyrirmælin sem við höfum fengið um að halda tveggja metra fjarlægð og að taka ekki í höndina á hvort öðru. Þetta er svona svipað og fyrirmælin sem fólk fékk þegar spænska veikin herjaði á Íslendinga,“ segir Karólína
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira