Lag Ölmu og Klöru á plötu eins vinsælasta tónlistarmanns heims Stefán Árni Pálsson skrifar 23. júlí 2020 10:00 Baekhyun (t.h.) er lygilega vinsæll tónlistarmaður í Asíu og Alma og Klara (t.v.) sömdu handa honum lag. Myndir/instagram-síða Ölmu/Getty/Gabriel Olsen Lag eftir íslensku tónlistarkonurnar Ölmu Guðmundsdóttur og Klöru Ósk Elíasdóttur má finna á nýjustu plötu Baekhyun, eins vinsælasta tónlistarmanns í Asíu - og þótt víðar væri leitað. Alma segir að lagið hafi næstum því komið út nokkrum sinnum, þar af einu sinni í meðförum kanadísku hljómsveitarinnar Chromeo, en að endingu hafnað í herbúðum Baekhyun. Baekhyun er frá Suður-Kóreu og er einn vinsælasti tónlistamaðurinn í Asíu - og jafnvel í heiminum. Hann kom fyrst fram á sjónvarsviðið árið 2012 með hinni gríðarvinsælu hljómsveit Exo en fyrir ekki svo löngu fór hann að gefa út sólóefni. Á þessu ári kom út platan Delight - The 2nd Mini Album og hefur sú plata selst í yfir milljón eintaka í Suður-Kóreu. Baekhyun er fyrsti sólólistamaðurinn í Suður-Kóreu til að selja plötu í yfir milljón eintökum síðan árið 2001. Hulda Hólmkelsdóttir, upplýsingafulltrúi þingflokks VG, bendir á það á Twitter að þær Klara Ósk Elíasdóttir og Alma Guðmundsdóttir, oft kenndar við sveitina Nylon, hafi samið lag á plötunni, sem ber heitið Ghost. Þetta er Baekhyun vinur minn. Hann er fæddur árið 1992 og er ein vinsælasta poppstjarna Kóreu og víðar í Asíu. Hann var að gefa út EP plötu um daginn sem hefur selst í yfir milljón eintökum í SK. Sem er merkilegt ekki síst vegna þess að Alma og Klara í Nylon eiga lag á henni. pic.twitter.com/AgkoPpjfzB— Hulda Hólmkelsdóttir (@huldaholm) July 21, 2020 Lífið heyrði í Klöru sem búsett er í Los Angeles. Hún segir að verkefnið hafi komið til í gegnum umboðsmann þeirra Ölmu, Tyler Johnson. Hann sjái um að koma tónlistinni sem þær semja inn á borð útgáfufyrirtækja og tónlistarfólks. „Við sömdum lagið með Lárusi Erni Arnarsyni og Tony Ferrari fyrir 4 árum og lagið er búið að vera „næstum“ því gefið út svo oft. Bandið Chromeo og tónlistarmaðurinn Max Schneider til að mynda gerðu útgáfur en gáfu svo önnur lög út í staðinn. Síðan fékk Tyler þá hugmynd að senda þetta til Kóreu og þeir hikuðu ekki. Stuttu seinna var lagið komið á kóresku hjá einum stærsta „artista“ í Suður-Kóreu. Við notum þetta lag og þau fjögur ár sem það tók fyrir það að koma út sem dæmi um að góðir hlutir gerast hægt,“ segir Klara. Þetta er risastór stjarna. Hvernig var að vinna með honum? „Já, hann er risastór og það er náttúrulega út af bandinu sem hann er í, EXO, sem er næststærsta strákaband í heimi,“ segir Klara. „Þegar hann fékk lagið í hendurnar var okkar hlutverki eiginlega lokið sem lagahöfundar, fyrir utan nokkrar minniháttar breytingar sem þeir vildu gera á síðustu mínútu, sem við þurftum að gera yfir FaceTime því við Alma vorum staddar í Nashville að semja og Tony i LA. Mjög alþjóðlegt lag!“ Þá telur Klara ekki ólíklegt að þær Alma muni vinna meira með Baekhyun. „Þeir sækja lög meira og meira núorðið til LA og við förum oft í „session“ þar sem er verið að semja eingöngu fyrir kóreskan markað. Okkur hefur nokkrum sinnum verið boðið í svokallaðar lagasmíðabúðir þar sem stærsta plötufyrirtækið býður nokkrum lagahöfunum og „pródúserum“ í LA að koma saman í nokkra daga og vinna í stórum og flottum stúdióum, nokkrir saman í herbergi og svo er skipst á, þar sem tilgangurinn er að gera lög fyrir artistana þeirra. Mjög skemmtilegt. Ég á svo annað lag sem kemur út í haust sem smáskífa frá stórum kóreskum artista, svo velgengni „Ghost“ gerir mann enn þá spenntari fyrir því að lög komi út í Suður-Kóreu,“ segir Klara. Lagið Ghost með Baekhyun, tónsmíð þeirra Ölmu og Klöru, má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Tónlist Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
Lag eftir íslensku tónlistarkonurnar Ölmu Guðmundsdóttur og Klöru Ósk Elíasdóttur má finna á nýjustu plötu Baekhyun, eins vinsælasta tónlistarmanns í Asíu - og þótt víðar væri leitað. Alma segir að lagið hafi næstum því komið út nokkrum sinnum, þar af einu sinni í meðförum kanadísku hljómsveitarinnar Chromeo, en að endingu hafnað í herbúðum Baekhyun. Baekhyun er frá Suður-Kóreu og er einn vinsælasti tónlistamaðurinn í Asíu - og jafnvel í heiminum. Hann kom fyrst fram á sjónvarsviðið árið 2012 með hinni gríðarvinsælu hljómsveit Exo en fyrir ekki svo löngu fór hann að gefa út sólóefni. Á þessu ári kom út platan Delight - The 2nd Mini Album og hefur sú plata selst í yfir milljón eintaka í Suður-Kóreu. Baekhyun er fyrsti sólólistamaðurinn í Suður-Kóreu til að selja plötu í yfir milljón eintökum síðan árið 2001. Hulda Hólmkelsdóttir, upplýsingafulltrúi þingflokks VG, bendir á það á Twitter að þær Klara Ósk Elíasdóttir og Alma Guðmundsdóttir, oft kenndar við sveitina Nylon, hafi samið lag á plötunni, sem ber heitið Ghost. Þetta er Baekhyun vinur minn. Hann er fæddur árið 1992 og er ein vinsælasta poppstjarna Kóreu og víðar í Asíu. Hann var að gefa út EP plötu um daginn sem hefur selst í yfir milljón eintökum í SK. Sem er merkilegt ekki síst vegna þess að Alma og Klara í Nylon eiga lag á henni. pic.twitter.com/AgkoPpjfzB— Hulda Hólmkelsdóttir (@huldaholm) July 21, 2020 Lífið heyrði í Klöru sem búsett er í Los Angeles. Hún segir að verkefnið hafi komið til í gegnum umboðsmann þeirra Ölmu, Tyler Johnson. Hann sjái um að koma tónlistinni sem þær semja inn á borð útgáfufyrirtækja og tónlistarfólks. „Við sömdum lagið með Lárusi Erni Arnarsyni og Tony Ferrari fyrir 4 árum og lagið er búið að vera „næstum“ því gefið út svo oft. Bandið Chromeo og tónlistarmaðurinn Max Schneider til að mynda gerðu útgáfur en gáfu svo önnur lög út í staðinn. Síðan fékk Tyler þá hugmynd að senda þetta til Kóreu og þeir hikuðu ekki. Stuttu seinna var lagið komið á kóresku hjá einum stærsta „artista“ í Suður-Kóreu. Við notum þetta lag og þau fjögur ár sem það tók fyrir það að koma út sem dæmi um að góðir hlutir gerast hægt,“ segir Klara. Þetta er risastór stjarna. Hvernig var að vinna með honum? „Já, hann er risastór og það er náttúrulega út af bandinu sem hann er í, EXO, sem er næststærsta strákaband í heimi,“ segir Klara. „Þegar hann fékk lagið í hendurnar var okkar hlutverki eiginlega lokið sem lagahöfundar, fyrir utan nokkrar minniháttar breytingar sem þeir vildu gera á síðustu mínútu, sem við þurftum að gera yfir FaceTime því við Alma vorum staddar í Nashville að semja og Tony i LA. Mjög alþjóðlegt lag!“ Þá telur Klara ekki ólíklegt að þær Alma muni vinna meira með Baekhyun. „Þeir sækja lög meira og meira núorðið til LA og við förum oft í „session“ þar sem er verið að semja eingöngu fyrir kóreskan markað. Okkur hefur nokkrum sinnum verið boðið í svokallaðar lagasmíðabúðir þar sem stærsta plötufyrirtækið býður nokkrum lagahöfunum og „pródúserum“ í LA að koma saman í nokkra daga og vinna í stórum og flottum stúdióum, nokkrir saman í herbergi og svo er skipst á, þar sem tilgangurinn er að gera lög fyrir artistana þeirra. Mjög skemmtilegt. Ég á svo annað lag sem kemur út í haust sem smáskífa frá stórum kóreskum artista, svo velgengni „Ghost“ gerir mann enn þá spenntari fyrir því að lög komi út í Suður-Kóreu,“ segir Klara. Lagið Ghost með Baekhyun, tónsmíð þeirra Ölmu og Klöru, má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Tónlist Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira