Dagskráin í dag: Pepsi Max, Lengjudeildin, enska B-deildin og Evrópumótaröðin í golfi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2020 06:00 Íslandsmeistarar KR fá nýliða Fjölnis í heimsókn á Meistaravelli í kvöld. Vísir/Bára Það er nóg um að vera á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag. Það er sannkölluð fótbolta-veisla en alls eru fjórir leikir á dagskrá hjá okkur í dag. Tveir leikir eru á dagskrá í Pepsi Max deild karla, einn í Lengjudeild karla. Svo sýnum við einn leik úr lokaumferð ensku B-deildarinnar en hart er barist um annað sæti deildarinnar sem gefur sæti í ensku úrvalsdeildinni. Þá sýnum við einnig beint frá Evrópumótaröðinni í golfi. Á Stöð 2 Sport eru tveir leikir í Pepsi Max deild karla á dagskrá. Í fyrri leik dagsins mætir Arnar Grétarsson með sína menn í KA í Kaplakrika. Arnar tók við KA á dögunum og vann liðið sinn fyrsta leik í sumar í síðustu umferð. Þeirra bíður nú ærið verkefni en FH skartar einnig nýjum þjálfurum. Gamla brýnið Logi Ólafsson og einn besti knattspyrnu-maður Íslandssögunnar - Eiður Smári Guðjohnsen - hafa tekið við FH-skútunni. Þeir stýrðu henni til sigurs í síðustu umferð gegn Fjölni og ættu ef allt gengur eftir að landa öðrum þremur stigum í dag. Fjölnis bíður erfiðasta verkefni dagsins en þeir heimsækja Íslandsmeistara KR sem hafa farið mikinn síðan þeir töpuðu óvænt fyrir HK í 2. umferð. Íslandsmeistararnir eru á toppnum á meðan Fjölnir situr sem fastast á botni deildarinnar. Stöð 2 Sport 2 Við sýnum leik West Bromwich Albion og Queen Park Rangers í beinni útsendingu. Síðasta umferð deildarinnar fer fram í kvöld og þurfa heimamenn í West Bromwich á sigri að halda til að tryggja sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Brentford og Fulham geta bæði náð West Brom og því þurfa lærisveinar Slaven Bilić á öllum þremur stigunum að halda. Brentford mætir Barsnsley og Fulham heimsækir Wigan Athletic. Stöð 2 Sport 3 Við sýnum leik Leiknir Reykjavíkur og Víkings Ólafsvíkur beint. Guðjón Þórðarson er snúinn aftur í þjálfun og mætir með sína drengi frá Ólafsvík í Breiðholtið. Golfstöðin Við sýnum beint frá Betfred British Masters á Evrópumótaröðinni 2020. Hér má sjá það sem er framundan í beinni hjá Stöð 2 Sport. Hér má svo sjá dagskrá Stöðvar 2 Sport í dag sem og aðra daga vikunnar. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fótbolti Lengjudeildin Golf Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sjá meira
Það er nóg um að vera á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag. Það er sannkölluð fótbolta-veisla en alls eru fjórir leikir á dagskrá hjá okkur í dag. Tveir leikir eru á dagskrá í Pepsi Max deild karla, einn í Lengjudeild karla. Svo sýnum við einn leik úr lokaumferð ensku B-deildarinnar en hart er barist um annað sæti deildarinnar sem gefur sæti í ensku úrvalsdeildinni. Þá sýnum við einnig beint frá Evrópumótaröðinni í golfi. Á Stöð 2 Sport eru tveir leikir í Pepsi Max deild karla á dagskrá. Í fyrri leik dagsins mætir Arnar Grétarsson með sína menn í KA í Kaplakrika. Arnar tók við KA á dögunum og vann liðið sinn fyrsta leik í sumar í síðustu umferð. Þeirra bíður nú ærið verkefni en FH skartar einnig nýjum þjálfurum. Gamla brýnið Logi Ólafsson og einn besti knattspyrnu-maður Íslandssögunnar - Eiður Smári Guðjohnsen - hafa tekið við FH-skútunni. Þeir stýrðu henni til sigurs í síðustu umferð gegn Fjölni og ættu ef allt gengur eftir að landa öðrum þremur stigum í dag. Fjölnis bíður erfiðasta verkefni dagsins en þeir heimsækja Íslandsmeistara KR sem hafa farið mikinn síðan þeir töpuðu óvænt fyrir HK í 2. umferð. Íslandsmeistararnir eru á toppnum á meðan Fjölnir situr sem fastast á botni deildarinnar. Stöð 2 Sport 2 Við sýnum leik West Bromwich Albion og Queen Park Rangers í beinni útsendingu. Síðasta umferð deildarinnar fer fram í kvöld og þurfa heimamenn í West Bromwich á sigri að halda til að tryggja sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Brentford og Fulham geta bæði náð West Brom og því þurfa lærisveinar Slaven Bilić á öllum þremur stigunum að halda. Brentford mætir Barsnsley og Fulham heimsækir Wigan Athletic. Stöð 2 Sport 3 Við sýnum leik Leiknir Reykjavíkur og Víkings Ólafsvíkur beint. Guðjón Þórðarson er snúinn aftur í þjálfun og mætir með sína drengi frá Ólafsvík í Breiðholtið. Golfstöðin Við sýnum beint frá Betfred British Masters á Evrópumótaröðinni 2020. Hér má sjá það sem er framundan í beinni hjá Stöð 2 Sport. Hér má svo sjá dagskrá Stöðvar 2 Sport í dag sem og aðra daga vikunnar.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fótbolti Lengjudeildin Golf Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sjá meira