Ferðamenn á tveimur þyrlum lentu í friðlandi Hornstranda Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2020 15:59 Þyrlur passa illa inn í friðsældina á Hornströndum, segir Kristín Ósk Jónasdóttir, sérræðingur hjá Umhverfisstofnun. Vísir Hóp bandarískra ferðamanna var flogið til Hornstranda á tveimur þyrlum í byrjun síðustu viku. Þyrluflug og –lendingar eru bannaðar í friðlandinu og hefur Umhverfisstofnun kært málið til lögreglu. Atviksins er getið í færslu lögreglunnar á Vestfjörðum nú síðdegis, þar sem verkefni liðinnar viku eru gerð upp. Þar segir að kæra hafi borist frá Umhverfisstofnun vegna þyrluflugsins og að lögregla sé með málið til skoðunar. Kristín Ósk Jónasdóttir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir í samtali við Vísi að eftir því sem stofnunin komist næst hafi þarna verið á ferðinni bandarískir ferðamenn sem flogið var á tveimur þyrlum frá Reykjavík til Ísafjarðar. Þaðan fóru þeir með þyrlunum á Hornstrandir og lentu í Fljótavík, þar sem þeir voru sóttir á bát. Eftir bátsferðina hafi þeim verið siglt aftur í Fljótavík og flogið til baka með þyrlunum. „Landvörður sem var á svæðinu heyrir í þyrlum og þegar hún kemur í Fljótavík, þar sem hún átti annað erindi, hún gerði sér ekki ferð þangað enda klukkustundaganga, og þegar hún kemur á staðinn fær hún upplýsingar um þyrlurnar,“ segir Kristín Ósk. Hún segir að atvik af þessu tagi gerist nær aldrei. Þeim lykti venjulega með því að landverðir geri skýrslu og málið svo kært til lögreglu, líkt og nú. Það sé svo lögreglunnar að rannsaka málið. Þá leggur hún áherslu á að það sé við þyrlufyrirtækið að sakast, ekki ferðamennina. „En þetta gerist rosalega sjaldan. Við höfum verið í samskiptum við þyrlufyrirtæki um hvað má og hvað má ekki í þessum efnum. Til þess að mega koma með þyrluna inn í friðlandið þarftu að sækja um leyfi, og það er bara veitt í undantekningartilvikum. Við myndum til dæmis ekki veita leyfi fyrir almennum ferðamanni af því að hann nennir ekki að taka bát. Við erum að vernda umhverfið, ekki bara náttúruna og fuglalífið, heldur líka kyrrðina. Og þyrlur passa illa inn í það.“ Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Lögreglumál Ísafjarðarbær Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Hóp bandarískra ferðamanna var flogið til Hornstranda á tveimur þyrlum í byrjun síðustu viku. Þyrluflug og –lendingar eru bannaðar í friðlandinu og hefur Umhverfisstofnun kært málið til lögreglu. Atviksins er getið í færslu lögreglunnar á Vestfjörðum nú síðdegis, þar sem verkefni liðinnar viku eru gerð upp. Þar segir að kæra hafi borist frá Umhverfisstofnun vegna þyrluflugsins og að lögregla sé með málið til skoðunar. Kristín Ósk Jónasdóttir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir í samtali við Vísi að eftir því sem stofnunin komist næst hafi þarna verið á ferðinni bandarískir ferðamenn sem flogið var á tveimur þyrlum frá Reykjavík til Ísafjarðar. Þaðan fóru þeir með þyrlunum á Hornstrandir og lentu í Fljótavík, þar sem þeir voru sóttir á bát. Eftir bátsferðina hafi þeim verið siglt aftur í Fljótavík og flogið til baka með þyrlunum. „Landvörður sem var á svæðinu heyrir í þyrlum og þegar hún kemur í Fljótavík, þar sem hún átti annað erindi, hún gerði sér ekki ferð þangað enda klukkustundaganga, og þegar hún kemur á staðinn fær hún upplýsingar um þyrlurnar,“ segir Kristín Ósk. Hún segir að atvik af þessu tagi gerist nær aldrei. Þeim lykti venjulega með því að landverðir geri skýrslu og málið svo kært til lögreglu, líkt og nú. Það sé svo lögreglunnar að rannsaka málið. Þá leggur hún áherslu á að það sé við þyrlufyrirtækið að sakast, ekki ferðamennina. „En þetta gerist rosalega sjaldan. Við höfum verið í samskiptum við þyrlufyrirtæki um hvað má og hvað má ekki í þessum efnum. Til þess að mega koma með þyrluna inn í friðlandið þarftu að sækja um leyfi, og það er bara veitt í undantekningartilvikum. Við myndum til dæmis ekki veita leyfi fyrir almennum ferðamanni af því að hann nennir ekki að taka bát. Við erum að vernda umhverfið, ekki bara náttúruna og fuglalífið, heldur líka kyrrðina. Og þyrlur passa illa inn í það.“
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Lögreglumál Ísafjarðarbær Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira