Ferðamenn á tveimur þyrlum lentu í friðlandi Hornstranda Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2020 15:59 Þyrlur passa illa inn í friðsældina á Hornströndum, segir Kristín Ósk Jónasdóttir, sérræðingur hjá Umhverfisstofnun. Vísir Hóp bandarískra ferðamanna var flogið til Hornstranda á tveimur þyrlum í byrjun síðustu viku. Þyrluflug og –lendingar eru bannaðar í friðlandinu og hefur Umhverfisstofnun kært málið til lögreglu. Atviksins er getið í færslu lögreglunnar á Vestfjörðum nú síðdegis, þar sem verkefni liðinnar viku eru gerð upp. Þar segir að kæra hafi borist frá Umhverfisstofnun vegna þyrluflugsins og að lögregla sé með málið til skoðunar. Kristín Ósk Jónasdóttir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir í samtali við Vísi að eftir því sem stofnunin komist næst hafi þarna verið á ferðinni bandarískir ferðamenn sem flogið var á tveimur þyrlum frá Reykjavík til Ísafjarðar. Þaðan fóru þeir með þyrlunum á Hornstrandir og lentu í Fljótavík, þar sem þeir voru sóttir á bát. Eftir bátsferðina hafi þeim verið siglt aftur í Fljótavík og flogið til baka með þyrlunum. „Landvörður sem var á svæðinu heyrir í þyrlum og þegar hún kemur í Fljótavík, þar sem hún átti annað erindi, hún gerði sér ekki ferð þangað enda klukkustundaganga, og þegar hún kemur á staðinn fær hún upplýsingar um þyrlurnar,“ segir Kristín Ósk. Hún segir að atvik af þessu tagi gerist nær aldrei. Þeim lykti venjulega með því að landverðir geri skýrslu og málið svo kært til lögreglu, líkt og nú. Það sé svo lögreglunnar að rannsaka málið. Þá leggur hún áherslu á að það sé við þyrlufyrirtækið að sakast, ekki ferðamennina. „En þetta gerist rosalega sjaldan. Við höfum verið í samskiptum við þyrlufyrirtæki um hvað má og hvað má ekki í þessum efnum. Til þess að mega koma með þyrluna inn í friðlandið þarftu að sækja um leyfi, og það er bara veitt í undantekningartilvikum. Við myndum til dæmis ekki veita leyfi fyrir almennum ferðamanni af því að hann nennir ekki að taka bát. Við erum að vernda umhverfið, ekki bara náttúruna og fuglalífið, heldur líka kyrrðina. Og þyrlur passa illa inn í það.“ Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Lögreglumál Ísafjarðarbær Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Hóp bandarískra ferðamanna var flogið til Hornstranda á tveimur þyrlum í byrjun síðustu viku. Þyrluflug og –lendingar eru bannaðar í friðlandinu og hefur Umhverfisstofnun kært málið til lögreglu. Atviksins er getið í færslu lögreglunnar á Vestfjörðum nú síðdegis, þar sem verkefni liðinnar viku eru gerð upp. Þar segir að kæra hafi borist frá Umhverfisstofnun vegna þyrluflugsins og að lögregla sé með málið til skoðunar. Kristín Ósk Jónasdóttir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir í samtali við Vísi að eftir því sem stofnunin komist næst hafi þarna verið á ferðinni bandarískir ferðamenn sem flogið var á tveimur þyrlum frá Reykjavík til Ísafjarðar. Þaðan fóru þeir með þyrlunum á Hornstrandir og lentu í Fljótavík, þar sem þeir voru sóttir á bát. Eftir bátsferðina hafi þeim verið siglt aftur í Fljótavík og flogið til baka með þyrlunum. „Landvörður sem var á svæðinu heyrir í þyrlum og þegar hún kemur í Fljótavík, þar sem hún átti annað erindi, hún gerði sér ekki ferð þangað enda klukkustundaganga, og þegar hún kemur á staðinn fær hún upplýsingar um þyrlurnar,“ segir Kristín Ósk. Hún segir að atvik af þessu tagi gerist nær aldrei. Þeim lykti venjulega með því að landverðir geri skýrslu og málið svo kært til lögreglu, líkt og nú. Það sé svo lögreglunnar að rannsaka málið. Þá leggur hún áherslu á að það sé við þyrlufyrirtækið að sakast, ekki ferðamennina. „En þetta gerist rosalega sjaldan. Við höfum verið í samskiptum við þyrlufyrirtæki um hvað má og hvað má ekki í þessum efnum. Til þess að mega koma með þyrluna inn í friðlandið þarftu að sækja um leyfi, og það er bara veitt í undantekningartilvikum. Við myndum til dæmis ekki veita leyfi fyrir almennum ferðamanni af því að hann nennir ekki að taka bát. Við erum að vernda umhverfið, ekki bara náttúruna og fuglalífið, heldur líka kyrrðina. Og þyrlur passa illa inn í það.“
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Lögreglumál Ísafjarðarbær Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira