400 tilkynningar vegna skjálftanna í morgun Sylvía Hall skrifar 20. júlí 2020 06:27 Íbúar í Grindavík hafa fundið vel fyrir skjálftunum. Vísir/Vilhelm Um 1.400 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesi síðasta sólarhring og þar af um sjö hundruð eftir miðnætti. Á tólfta tímanum í gærkvöld varð snarpur jarðskjálfti við Fagradalsfjall og fannst hann mjög víða á suðvesturhorninu að því er segir í athugasemdum jarðvísindamanns hjá Veðurstofu Íslands. Margir eftirskjálftar urðu í kjölfarið, þeir stærstu 3,4 og 3,5 að stærð eftir miðnætti og annar klukkan 05:46 sem var 4,6 að stærð. Eftirskjálftarnir fundust víða á suðvesturhorninu ef marka má tilkynningar til Veðurstofunnar. Um 400 tilkynningar bárust Veðurstofunni frá klukkan fjögur til sex í morgun. Þá var tilkynnt um grjóthrun í Festarfjalli um sex kílómetra suðvestur af upptökum skjálftans en náttúruvársérfræðingur sagði í samtali við Vísi í gærkvöld að það væri viðbúið. Smári Jökull Jónsson, íbúi í Grindavík, sagðist hafa fundið vel fyrir skjálftanum og hann hafi jafnframt varað lengur en margir aðrir skjálftar á svæðinu undanfarið. Skjálftinn hafi „klárlega verið einn af þeim stærri“. „Það er búið að vera mikið af skjálftum hérna síðustu mánuðina en þessi var klárlega einn af þeim stærri. Það hristist allt vel hérna í húsinu. Svo þegar maður heyrir hluti hristast, þá veit maður að skjálftinn er stærri en venjulega,“ sagði Smári í samtali við Vísi eftir skjálftann. Miklar jarðhræringar hafa verið á svæðinu undanfarið en á laugardagsmorgun mældist skjálfti af stærðinni 4,1 um fjóra kílómetra norður af Grindavík. Annar skjálfti varð tveimur mínútum áður og mældist sá 3,2. Skjálftavirknin hefur verið viðvarandi á svæðinu í kringum Grindavík eftir að landris hófst á Reykjanesskaganum í janúar og var lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna þess. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Jörð skalf við Grindavík í morgun Rétt fyrir klukkan sex í morgun varð skjálfti af stærðinni 4,1 um fjóra kílómetra norður af Grindavík. 18. júlí 2020 07:21 Jarðskjálfti á Reykjanesi Jarðskjálfti sem var fimm að stærð varð á Reykjanesi nú á tólfta tímanum, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 19. júlí 2020 23:47 Stærsti skjálftinn á svæðinu síðan 21. júní Skjálfti að stærð 4,7 mældist tíu kílómetra norðvestur af Gjögurtá klukkan 03:07 í nótt. 19. júlí 2020 07:17 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Um 1.400 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesi síðasta sólarhring og þar af um sjö hundruð eftir miðnætti. Á tólfta tímanum í gærkvöld varð snarpur jarðskjálfti við Fagradalsfjall og fannst hann mjög víða á suðvesturhorninu að því er segir í athugasemdum jarðvísindamanns hjá Veðurstofu Íslands. Margir eftirskjálftar urðu í kjölfarið, þeir stærstu 3,4 og 3,5 að stærð eftir miðnætti og annar klukkan 05:46 sem var 4,6 að stærð. Eftirskjálftarnir fundust víða á suðvesturhorninu ef marka má tilkynningar til Veðurstofunnar. Um 400 tilkynningar bárust Veðurstofunni frá klukkan fjögur til sex í morgun. Þá var tilkynnt um grjóthrun í Festarfjalli um sex kílómetra suðvestur af upptökum skjálftans en náttúruvársérfræðingur sagði í samtali við Vísi í gærkvöld að það væri viðbúið. Smári Jökull Jónsson, íbúi í Grindavík, sagðist hafa fundið vel fyrir skjálftanum og hann hafi jafnframt varað lengur en margir aðrir skjálftar á svæðinu undanfarið. Skjálftinn hafi „klárlega verið einn af þeim stærri“. „Það er búið að vera mikið af skjálftum hérna síðustu mánuðina en þessi var klárlega einn af þeim stærri. Það hristist allt vel hérna í húsinu. Svo þegar maður heyrir hluti hristast, þá veit maður að skjálftinn er stærri en venjulega,“ sagði Smári í samtali við Vísi eftir skjálftann. Miklar jarðhræringar hafa verið á svæðinu undanfarið en á laugardagsmorgun mældist skjálfti af stærðinni 4,1 um fjóra kílómetra norður af Grindavík. Annar skjálfti varð tveimur mínútum áður og mældist sá 3,2. Skjálftavirknin hefur verið viðvarandi á svæðinu í kringum Grindavík eftir að landris hófst á Reykjanesskaganum í janúar og var lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna þess.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Jörð skalf við Grindavík í morgun Rétt fyrir klukkan sex í morgun varð skjálfti af stærðinni 4,1 um fjóra kílómetra norður af Grindavík. 18. júlí 2020 07:21 Jarðskjálfti á Reykjanesi Jarðskjálfti sem var fimm að stærð varð á Reykjanesi nú á tólfta tímanum, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 19. júlí 2020 23:47 Stærsti skjálftinn á svæðinu síðan 21. júní Skjálfti að stærð 4,7 mældist tíu kílómetra norðvestur af Gjögurtá klukkan 03:07 í nótt. 19. júlí 2020 07:17 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Jörð skalf við Grindavík í morgun Rétt fyrir klukkan sex í morgun varð skjálfti af stærðinni 4,1 um fjóra kílómetra norður af Grindavík. 18. júlí 2020 07:21
Jarðskjálfti á Reykjanesi Jarðskjálfti sem var fimm að stærð varð á Reykjanesi nú á tólfta tímanum, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 19. júlí 2020 23:47
Stærsti skjálftinn á svæðinu síðan 21. júní Skjálfti að stærð 4,7 mældist tíu kílómetra norðvestur af Gjögurtá klukkan 03:07 í nótt. 19. júlí 2020 07:17