„Hálfvitaleg leið til að bjarga flugsamgöngum“ Sylvía Hall skrifar 19. júlí 2020 11:14 Gunnar Smári Egilsson sér ekki mikla ástæðu til þess að fagna þeim samningum sem náðust í nótt. Vísir/Vilhelm Gunnar Smári Egilsson, einn stofnenda Sósíalistaflokksins, spyr hvort það sé eitthvað fagnaðarefni að samningar hafi náðst milli Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair í nótt. Samningarnir hafi verið gerðir með þá von í huga að tilvonandi fjárfestar geti reiknað arðsemi af fjárfestingu sinni í félaginu. „Á maður að fagna því að einhverjum gaurum hefur tekist að beygja niður flugstéttirnar í von um að það dugi svo svokallaðir fjárfestar (sem fæstir hugsa lengur en til nokkurra mánaða eða missera og ættu því að kallast fjárlosarar, fólk sem reynir að losa sem mest fé út úr rekstri á sem skemmstum tíma) geti reiknað gríðarlega arðsemi af tilleggi sínu, svo ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur verðlauni þetta grimma ferli með 10-20 milljarða króna gjöf úr ríkissjóði til nýrra eigenda?“ spyr Gunnar Smári í Facebook-hópi Sósíalistaflokksins í tilefni samningana. Hann segir þessa leið vera litaða af „dauðum kennisetningum nýfrjálshyggjunnar“. Verkalýðurinn eigi að beygja sig undir kröfur fjármagnseigenda og gefa frá sér ávinninginn af „aldalangri baráttu alþýðunnar“ sem hafi gengið út á mannsæmandi líf af launavinnu. „Mér finnst þetta hálfvitaleg leið til að bjarga flugsamgöngum til og frá landinu,“ skrifar Gunnar Smári. Hann segir tilraunir Icelandair til að bjarga félaginu vera byggðar á vitleysu. Flugfélagið verði endurreist með framlagi frá almannasjóðum og því verði að taka fleiri hagsmuni inn en „kröfur hrægammasjóða og eigenda þeirra“. „Gaurarnir sem reka áfram svokallaða endurreisn Icelandair gera ekkert af þessu, brjóta þvert á móti niður inneign félagsins hjá samfélaginu, starfsfólkinu og viðskiptavinunum; sannfærðir um að þeir séu að vinna fyrir heilagra sjónarmið sem allt annað verður að lúta; kröfur fjárfesta um aukna arðsemi; að þeir geti dregið meira fé upp úr rekstrinum.“ Þá er Gunnar Smári harðorður undir lokinn og kveðst ekki bjartsýnn á framhaldið. „Þetta getur því ekki endað nema illa. Það sem byggt er á hreinni heimsku verður aldrei gáfulegt. Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Uppsagnir verða dregnar til baka Uppsagnir sem Icelandair tilkynnti um á föstudaginn, og náðu til allra flugfreyja og flugliða sem starfa hjá félaginu, verða dregnar til baka eftir að nýr kjarasamningur var undirritaður í nótt. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segist ganga sátt frá borði. 19. júlí 2020 02:42 Flugfreyjur og Icelandair undirrita nýjan kjarasamning Samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur skrifað undir nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair sem gildir til 30. september 2025. 19. júlí 2020 02:09 Telur að sameiginleg ástríða fyrir Icelandair hafi verið lykillinn að nýjum samningi Ríkissáttasemjari segist alltaf hafa vonað að viðræðum FFÍ og Icelandair myndi ljúka með samningi, þó gengið hafi á ýmsu í viðræðum þeirra á milli. 19. júlí 2020 03:06 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fleiri fréttir Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Sjá meira
Gunnar Smári Egilsson, einn stofnenda Sósíalistaflokksins, spyr hvort það sé eitthvað fagnaðarefni að samningar hafi náðst milli Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair í nótt. Samningarnir hafi verið gerðir með þá von í huga að tilvonandi fjárfestar geti reiknað arðsemi af fjárfestingu sinni í félaginu. „Á maður að fagna því að einhverjum gaurum hefur tekist að beygja niður flugstéttirnar í von um að það dugi svo svokallaðir fjárfestar (sem fæstir hugsa lengur en til nokkurra mánaða eða missera og ættu því að kallast fjárlosarar, fólk sem reynir að losa sem mest fé út úr rekstri á sem skemmstum tíma) geti reiknað gríðarlega arðsemi af tilleggi sínu, svo ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur verðlauni þetta grimma ferli með 10-20 milljarða króna gjöf úr ríkissjóði til nýrra eigenda?“ spyr Gunnar Smári í Facebook-hópi Sósíalistaflokksins í tilefni samningana. Hann segir þessa leið vera litaða af „dauðum kennisetningum nýfrjálshyggjunnar“. Verkalýðurinn eigi að beygja sig undir kröfur fjármagnseigenda og gefa frá sér ávinninginn af „aldalangri baráttu alþýðunnar“ sem hafi gengið út á mannsæmandi líf af launavinnu. „Mér finnst þetta hálfvitaleg leið til að bjarga flugsamgöngum til og frá landinu,“ skrifar Gunnar Smári. Hann segir tilraunir Icelandair til að bjarga félaginu vera byggðar á vitleysu. Flugfélagið verði endurreist með framlagi frá almannasjóðum og því verði að taka fleiri hagsmuni inn en „kröfur hrægammasjóða og eigenda þeirra“. „Gaurarnir sem reka áfram svokallaða endurreisn Icelandair gera ekkert af þessu, brjóta þvert á móti niður inneign félagsins hjá samfélaginu, starfsfólkinu og viðskiptavinunum; sannfærðir um að þeir séu að vinna fyrir heilagra sjónarmið sem allt annað verður að lúta; kröfur fjárfesta um aukna arðsemi; að þeir geti dregið meira fé upp úr rekstrinum.“ Þá er Gunnar Smári harðorður undir lokinn og kveðst ekki bjartsýnn á framhaldið. „Þetta getur því ekki endað nema illa. Það sem byggt er á hreinni heimsku verður aldrei gáfulegt.
Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Uppsagnir verða dregnar til baka Uppsagnir sem Icelandair tilkynnti um á föstudaginn, og náðu til allra flugfreyja og flugliða sem starfa hjá félaginu, verða dregnar til baka eftir að nýr kjarasamningur var undirritaður í nótt. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segist ganga sátt frá borði. 19. júlí 2020 02:42 Flugfreyjur og Icelandair undirrita nýjan kjarasamning Samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur skrifað undir nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair sem gildir til 30. september 2025. 19. júlí 2020 02:09 Telur að sameiginleg ástríða fyrir Icelandair hafi verið lykillinn að nýjum samningi Ríkissáttasemjari segist alltaf hafa vonað að viðræðum FFÍ og Icelandair myndi ljúka með samningi, þó gengið hafi á ýmsu í viðræðum þeirra á milli. 19. júlí 2020 03:06 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fleiri fréttir Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Sjá meira
Uppsagnir verða dregnar til baka Uppsagnir sem Icelandair tilkynnti um á föstudaginn, og náðu til allra flugfreyja og flugliða sem starfa hjá félaginu, verða dregnar til baka eftir að nýr kjarasamningur var undirritaður í nótt. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segist ganga sátt frá borði. 19. júlí 2020 02:42
Flugfreyjur og Icelandair undirrita nýjan kjarasamning Samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur skrifað undir nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair sem gildir til 30. september 2025. 19. júlí 2020 02:09
Telur að sameiginleg ástríða fyrir Icelandair hafi verið lykillinn að nýjum samningi Ríkissáttasemjari segist alltaf hafa vonað að viðræðum FFÍ og Icelandair myndi ljúka með samningi, þó gengið hafi á ýmsu í viðræðum þeirra á milli. 19. júlí 2020 03:06
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent