„Ákveðin viðbótarhagræðing fyrir fyrirtækið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2020 03:18 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, kveðst að svo stöddu ekki geta tjáð sig mikið um smáatriði nýs kjarasamnings FFÍ og Icelandair sem undirritaður var í nótt, eða í hverju helstu breytingar frá síðasta samningi eru fólgnar. „Það eru ákveðin atriði sem eru gerðar áherslubreytingar á og skýrð betur og síðan er ákveðin viðbótarhagræðing fyrir fyrirtækið í þessum nýja samning,“ segir Bogi í samtali við fréttastofu í Karphúsinu í nótt. Hann ítrekar að enn eigi eftir að kynna samninginn fyrir félagsmönnum FFÍ. Spurður hvort það hafi verið fljótfærni af hálfu félagsins að grípa til uppsagna á föstudaginn, sem vöktu mikil og hörð viðbrögð, segir Bogi svo ekki vera. „Nei alls ekki, við fórum í þær aðgerðir sem voru mjög erfiðar að sjálfsögðu, erfið ákvörðunartaka í þeirri stöðu sem við vorum í í gær [föstudag] og það var staðan sem var á borðinu í gær en nú er komin ný staða á borðið,“ segir Bogi. Var samningsstaða aðila að einhverju leyti frábrugðin því sem að var fyrir uppsagnirnar, var Icelandair í betri stöðu til að semja eftir þá ákvörðun? „Nei ég held ekki. Við vorum bara að bregðast við aðstæðum í gær [föstudag] og svo síðan halda áfram einhverjar þreifingar í dag og þetta endar svona, með samningi sem betur fer,“ svarar Bogi. Hann kveðst bjartsýnn á að flugfreyjur samþykki samninginn. Og þessi samningur, heldur þú að þetta sé stór liður í því að koma Icelandair út úr þeirri stöðu sem að hefur verið uppi síðustu vikur og mánuði? „Já þetta er mjög mikilvægur þáttur í því að ganga frá samningum við Flugfreyjufélag Íslands alveg eins og við erum búin að semja við Félag íslenskra atvinnuflugmanna og Flugvirkjafélagið. Þannig að við höfum sagt það, að semja við allar flugstéttirnar til lengri tíma er gríðarlega mikilvægur þáttur í þessu verkefni sem við erum í,“ segir Bogi. Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, kveðst að svo stöddu ekki geta tjáð sig mikið um smáatriði nýs kjarasamnings FFÍ og Icelandair sem undirritaður var í nótt, eða í hverju helstu breytingar frá síðasta samningi eru fólgnar. „Það eru ákveðin atriði sem eru gerðar áherslubreytingar á og skýrð betur og síðan er ákveðin viðbótarhagræðing fyrir fyrirtækið í þessum nýja samning,“ segir Bogi í samtali við fréttastofu í Karphúsinu í nótt. Hann ítrekar að enn eigi eftir að kynna samninginn fyrir félagsmönnum FFÍ. Spurður hvort það hafi verið fljótfærni af hálfu félagsins að grípa til uppsagna á föstudaginn, sem vöktu mikil og hörð viðbrögð, segir Bogi svo ekki vera. „Nei alls ekki, við fórum í þær aðgerðir sem voru mjög erfiðar að sjálfsögðu, erfið ákvörðunartaka í þeirri stöðu sem við vorum í í gær [föstudag] og það var staðan sem var á borðinu í gær en nú er komin ný staða á borðið,“ segir Bogi. Var samningsstaða aðila að einhverju leyti frábrugðin því sem að var fyrir uppsagnirnar, var Icelandair í betri stöðu til að semja eftir þá ákvörðun? „Nei ég held ekki. Við vorum bara að bregðast við aðstæðum í gær [föstudag] og svo síðan halda áfram einhverjar þreifingar í dag og þetta endar svona, með samningi sem betur fer,“ svarar Bogi. Hann kveðst bjartsýnn á að flugfreyjur samþykki samninginn. Og þessi samningur, heldur þú að þetta sé stór liður í því að koma Icelandair út úr þeirri stöðu sem að hefur verið uppi síðustu vikur og mánuði? „Já þetta er mjög mikilvægur þáttur í því að ganga frá samningum við Flugfreyjufélag Íslands alveg eins og við erum búin að semja við Félag íslenskra atvinnuflugmanna og Flugvirkjafélagið. Þannig að við höfum sagt það, að semja við allar flugstéttirnar til lengri tíma er gríðarlega mikilvægur þáttur í þessu verkefni sem við erum í,“ segir Bogi.
Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira