Telur að sameiginleg ástríða fyrir Icelandair hafi verið lykillinn að nýjum samningi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2020 03:06 Aðalsteinn var að vonum ánægður með niðurstöðu fundarins, sem lauk með undirritun kjarasamnings. Vísir/Vésteinn Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segist telja að sameiginleg ástríða Flugfreyjufélags Íslands og stjórnenda Icelandair fyrir félaginu hafi verið lykillinn að því að samningar milli aðila næðust. Kjarasamningur milli FFÍ og Icelandair var undirritaður í Karphúsinu í nótt, en í gær tilkynnti Icelandair um viðræðuslit og uppsagnir á öllum flugfreyjum og þjónum félagsins. Uppsagnirnar voru dregnar til baka samhliða undirritun samningsins. Í samtali við fréttastofu í nótt sagðist Aðalsteinn alltaf hafa borið með sér þá von að aðilar myndu ná saman og undirrita samning. Samningur milli FFÍ og Icelandair var undirritaður 25. júní síðastliðinn, en félagsmenn Flugfreyjufélagsins kolfelldu þann samning. „Þetta hafa verið erfiðar og þungar viðræður í langan tíma og mikið gengið á, en að sama skapi hafa líka verið hreinskiptin og opin samskipti og sem betur fer tókst okkur að setjast niður aftur og klára þetta,“ sagði Aðalsteinn og bætti við að fundurinn hefði verið mjög góður. „Viðfangsefnin eru flókin en að sama skapi fann ég mjög sterkt í þessum viðræðum, jafnvel þó þær væru erfiðar, að það var mikil sameiginleg ástríða, beggja megin borðsins fyrir þessu félagi og mikill vilji til þess að standa við bakið á því. Það var það sem var driffjöðrin í þessum samningaviðræðum.“ Aðalsteinn vildi ekki tjá sig um hvort hann teldi að tilkynning Icelandair um viðræðuslit og uppsagnir hefðu þrýst enn frekar á að aðilar settust að samningaborðinu og kláruðu viðræðurnar með samningi. „Eins og ég segi þá gekk á ýmsu en undir niðri voru alltaf þessu sameiginlegu hagsmunir af því að ljúka þessu með samkomulagi og þessi sameiginlegi vilji til að standa að baki félaginu. Það skiptir mestu.“ Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Líkamsárás, hótanir og umferðarslys Innlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Sjá meira
Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segist telja að sameiginleg ástríða Flugfreyjufélags Íslands og stjórnenda Icelandair fyrir félaginu hafi verið lykillinn að því að samningar milli aðila næðust. Kjarasamningur milli FFÍ og Icelandair var undirritaður í Karphúsinu í nótt, en í gær tilkynnti Icelandair um viðræðuslit og uppsagnir á öllum flugfreyjum og þjónum félagsins. Uppsagnirnar voru dregnar til baka samhliða undirritun samningsins. Í samtali við fréttastofu í nótt sagðist Aðalsteinn alltaf hafa borið með sér þá von að aðilar myndu ná saman og undirrita samning. Samningur milli FFÍ og Icelandair var undirritaður 25. júní síðastliðinn, en félagsmenn Flugfreyjufélagsins kolfelldu þann samning. „Þetta hafa verið erfiðar og þungar viðræður í langan tíma og mikið gengið á, en að sama skapi hafa líka verið hreinskiptin og opin samskipti og sem betur fer tókst okkur að setjast niður aftur og klára þetta,“ sagði Aðalsteinn og bætti við að fundurinn hefði verið mjög góður. „Viðfangsefnin eru flókin en að sama skapi fann ég mjög sterkt í þessum viðræðum, jafnvel þó þær væru erfiðar, að það var mikil sameiginleg ástríða, beggja megin borðsins fyrir þessu félagi og mikill vilji til þess að standa við bakið á því. Það var það sem var driffjöðrin í þessum samningaviðræðum.“ Aðalsteinn vildi ekki tjá sig um hvort hann teldi að tilkynning Icelandair um viðræðuslit og uppsagnir hefðu þrýst enn frekar á að aðilar settust að samningaborðinu og kláruðu viðræðurnar með samningi. „Eins og ég segi þá gekk á ýmsu en undir niðri voru alltaf þessu sameiginlegu hagsmunir af því að ljúka þessu með samkomulagi og þessi sameiginlegi vilji til að standa að baki félaginu. Það skiptir mestu.“
Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Líkamsárás, hótanir og umferðarslys Innlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Sjá meira