Fótbolti

Messi í öðru sæti og Gri­ezmann í því á­tjánda er stuðnings­mennirnir kusu leik­mann ársins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lionel Messi skoraði fyrir Barcelona í síðustu umferðinni en það dugði skammt. Hann lét svo gamminn geisa eftir leikinn.
Lionel Messi skoraði fyrir Barcelona í síðustu umferðinni en það dugði skammt. Hann lét svo gamminn geisa eftir leikinn. VÍSIR/GETTY

Það kom mörgum á óvart að Lionel Messi var ekki kosinn besti leikmaður ársins hjá Barcelona að mati stuðningsmanna. Það má með sanni segja að Antoine Griezmann eigi ekki upp á palborðið hjá þeim.

Marca stóð fyrir kosningu þar sem stuðningsmenn liðsins kusu besta leikmann tímabilsins en þrátt fyrir 28 mörk í 41 leik á þessu tímabili varð Messi að láta sér það nægja að vera í öðru sætinu.

Marc-Andre ter Stegen hafnaði í efsta sætinu en 22 leikmenn voru með í valinu. Antoine Griezmann, sem var keyptur á rúmlega hundrað milljónir punda, endaði í átjánda sæti.

Ansu Fati endaði í 3. sætinu og annað ungstirni, Riqui Puig, endaði í fjórða sætinu en Barcelona missti af titlinum í ár eftir mikil vandræði eftir kórónuveiruhléið á meðan erkifjendurnir í Real unnu alla leiki eftir hléið.


Tengdar fréttir

Barcelona þarf að sætta sig við silfrið

Eftir að hafa unnið spænska meistaratitilinn tvö síðustu ár verður Barcelona að sætta sig við silfur í ár en liðið tapaði í kvöld gegn Osasuna í næstsíðustu umferð, 2-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×