Eiður Smári: Það mega allir dagar vera eins og í dag, þá verður þetta fínt Árni Jóhannsson skrifar 18. júlí 2020 18:48 Eiður Smári Guðjohnsen með sigur í fyrsta leik sínum sem þjálfari FH. mynd/stöð 2 Annar þjálfari FH var skiljanlega ánægður með það að hafa landað sigri í móti Fjölni í dag í 7. umferð Pepsi Max deildinni í knattspyrnu ásamt því að vera ánægður með að hafa haldið hreinu. Hann var ekki sammála því að þetta hafi verið þægilegt fyrir sína menn þrátt fyrir að það hafi litið þannig út úr blaðamannastúkunni. „Við þurftum að hafa fyrir þessu og það virkilega en 3-0 er sannfærandi sigur ef svo má segja og okkur leið ágætlega komandi út í seinni hálfleikinn. Það er samt fullt sem má bæta í okkar leik líka“. Eiður og Logi gerðu engar breytingar á byrjunarliði FH frá því í seinasta leik og var hann spurður að því hvort tíminn hafi verið of naumur til þess. Þeir félagar tóku við liðinu á fimmtudaginn síðastliðinn. „Við sáum ekki ástæður til þess að breyta byrjunarliðinu sem slíku. Við sáum ástæður til að koma með nokkrar áherslubreytingar sem við vorum virkilega ánægðir að sjá gerast í leiknum. Það að hafa haldið hreinu var eitt af okkar aðalmarkmiðum í dag en á köflum í leiknum þá fannst okkur við ekki alveg nógu yfirvegaðir á boltann og við hefðum getað haldið honum aðeins betur. Vorum værukærir í fyrri hálfleik og úr því fengu Fjölnismenn sín færi. Það var bara út af okkar klaufaskap og mistökum en eftir tvo daga með liðið og frammistöðuna sem við sýndum þá er ekki hægt að setja út á neitt. Ekki viljann og ekki neitt nema bara að þjálfarinn vill alltaf meira“. Það er einn ljóður á annars fínum sigri FH-inga í dag en Guðmann Þórisson fékk reisupassann í blálokin í unnum leik fyrir tvö gul spjöld sem hefði verið hægt að sleppa við. Eiður var spurður hvort það væri ekki dýrt og erfitt að missa svona reynslubolta í bann fyrir pínu heimskuleg spjöld. „Fyrir það fyrsta var Guðmann frábær í dag eins og öll varnarlínan plús markvörður. Þessi spjöld eru eitthvað sem ég bara tek fyrir inn í klefa“. Að lokum var Eiður beðinn um að reyna að sjá fyrir sér hvernig framhaldið yrði eftir þennan fyrsta dag á skrifstofunni. „Það mega allir dagar vera eins og í dag, þá verður þetta fínt. Við vorum bara virkilega ánægðir með að sjá áherslubreytingarnar okkar koma inn í liðið en þær virkuðu oft á tíðum mjög vel. Það á enn eftir að fínpússa ýmislegt og það á eftir að bæta upplýsingum við á leikmennina þegar líður á hvernig við spilum og eftir því hvaða mótherji er. Fyrsti leikur, þrjú stig og 3-0 á útivelli. Við getum ekki beðið um mikið meira“. Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn FH Tengdar fréttir Leik lokið: Fjölnir - FH 0-3 | Öruggur sigur í fyrsta leik Loga og Eiðs FH vann öruggan sigur á Fjölni í fyrsta leiknum undir stjórn Loga Ólafssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. júlí 2020 18:00 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Annar þjálfari FH var skiljanlega ánægður með það að hafa landað sigri í móti Fjölni í dag í 7. umferð Pepsi Max deildinni í knattspyrnu ásamt því að vera ánægður með að hafa haldið hreinu. Hann var ekki sammála því að þetta hafi verið þægilegt fyrir sína menn þrátt fyrir að það hafi litið þannig út úr blaðamannastúkunni. „Við þurftum að hafa fyrir þessu og það virkilega en 3-0 er sannfærandi sigur ef svo má segja og okkur leið ágætlega komandi út í seinni hálfleikinn. Það er samt fullt sem má bæta í okkar leik líka“. Eiður og Logi gerðu engar breytingar á byrjunarliði FH frá því í seinasta leik og var hann spurður að því hvort tíminn hafi verið of naumur til þess. Þeir félagar tóku við liðinu á fimmtudaginn síðastliðinn. „Við sáum ekki ástæður til þess að breyta byrjunarliðinu sem slíku. Við sáum ástæður til að koma með nokkrar áherslubreytingar sem við vorum virkilega ánægðir að sjá gerast í leiknum. Það að hafa haldið hreinu var eitt af okkar aðalmarkmiðum í dag en á köflum í leiknum þá fannst okkur við ekki alveg nógu yfirvegaðir á boltann og við hefðum getað haldið honum aðeins betur. Vorum værukærir í fyrri hálfleik og úr því fengu Fjölnismenn sín færi. Það var bara út af okkar klaufaskap og mistökum en eftir tvo daga með liðið og frammistöðuna sem við sýndum þá er ekki hægt að setja út á neitt. Ekki viljann og ekki neitt nema bara að þjálfarinn vill alltaf meira“. Það er einn ljóður á annars fínum sigri FH-inga í dag en Guðmann Þórisson fékk reisupassann í blálokin í unnum leik fyrir tvö gul spjöld sem hefði verið hægt að sleppa við. Eiður var spurður hvort það væri ekki dýrt og erfitt að missa svona reynslubolta í bann fyrir pínu heimskuleg spjöld. „Fyrir það fyrsta var Guðmann frábær í dag eins og öll varnarlínan plús markvörður. Þessi spjöld eru eitthvað sem ég bara tek fyrir inn í klefa“. Að lokum var Eiður beðinn um að reyna að sjá fyrir sér hvernig framhaldið yrði eftir þennan fyrsta dag á skrifstofunni. „Það mega allir dagar vera eins og í dag, þá verður þetta fínt. Við vorum bara virkilega ánægðir með að sjá áherslubreytingarnar okkar koma inn í liðið en þær virkuðu oft á tíðum mjög vel. Það á enn eftir að fínpússa ýmislegt og það á eftir að bæta upplýsingum við á leikmennina þegar líður á hvernig við spilum og eftir því hvaða mótherji er. Fyrsti leikur, þrjú stig og 3-0 á útivelli. Við getum ekki beðið um mikið meira“.
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn FH Tengdar fréttir Leik lokið: Fjölnir - FH 0-3 | Öruggur sigur í fyrsta leik Loga og Eiðs FH vann öruggan sigur á Fjölni í fyrsta leiknum undir stjórn Loga Ólafssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. júlí 2020 18:00 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Leik lokið: Fjölnir - FH 0-3 | Öruggur sigur í fyrsta leik Loga og Eiðs FH vann öruggan sigur á Fjölni í fyrsta leiknum undir stjórn Loga Ólafssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. júlí 2020 18:00