Icelandair hafi skipulega brotið upp FFÍ til að ganga í augun á fjárfestum Sylvía Hall skrifar 18. júlí 2020 11:41 Halla Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri ASÍ. Vísir/Vilhelm Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, fer hörðum orðum um stjórnendur Icelandair á Facebook-síðu sinni í gær. Hún segir félagið aldrei hafa viljað semja við Flugfreyjufélag Íslands heldur hafi markmiðið alltaf verið að „brjóta stéttarfélag flugfreyja á bak aftur“ til þess að ganga í augun á fjárfestum. „Það sem er hræðilegast við aðgerðir Icelandair er að þær voru þaulskipulagðar,“ skrifar Halla um málið. Hún segir það oft gleymast í umræðunni að þjóðin sé stærsti bakhjarl félagsins í gegnum lífeyrissjóði og ofan á það bætist ríkisstuðningur. Hún segir upplýsingar frá Icelandair benda til þess að launakostnaður flugfreyja sé um sjö prósent af rekstrarkostnaði. Það hafi því verið pólitísk ákvörðun að slíta viðræðunum sem snúist minna um kostnað. „Það er því pólitísk, ekki peningaleg, ákvörðun að ráðast gegn þeim af slíku offorsi. Niðurbrotstilraunum verður svarað af fullri hörku,“ skrifar Halla og bætir við að réttindi launafólks séu grunnur að allri almennri velferð á Íslandi. Munu beina því til lífeyrissjóða að taka ekki þátt í hlutafjárútboðinu Drífa Snædal, forseti ASÍ, sagði ákvörðun Icelandair að slíta viðræðunum vera ótrúlega ósvífni og vanvirðingu gagnvart starfsfólki. Í samtali við fréttastofu í gær sagðist hún ekki vita dæmi þess að slíkt hefði komið upp á íslenskum vinnumarkaði. „Ég veit ekki fordæmi þess að félag ætli að fara svona gegn eigin starfsfólki og í rauninni að þrýsta niður launum einhliða,“ sagði Drífa. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Vísir/Vilhelm Hún sagði ASÍ gera þá kröfu að hvorki lífeyrissjóðir né stjórnvöld taki þátt í fyrirhuguðu hlutafjárútboði félagsins. Það væri ábyrgð þeirra að styðja ekki við fyrirtæki sem færu svo „freklega gegn starfsfólki og vinnumarkaðnum“. „Ég get ekki séð annað en að félagið sé þarna að fara mjög illa að ráði sínu ef að þeir ætla að njóta trausts og trúnaðar fólks til þess að fara í hlutafjárútboð.“ Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Segir Icelandair sýna af sér „ótrúlega ósvífni“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. 17. júlí 2020 14:54 „Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. 17. júlí 2020 15:39 Telur að VR sé komið út á hála braut með orðum formannsins um lífeyrissjóðina Snorri Jakobsson hjá greiningarfyrirtækinu Jakobsson Capital telur að Ragnar Þór Ingólfsson formaður sé kominn út á hála braut ef VR beitir sér fyrir því að fjárfestingarsjóðir Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna séu nýttir í pólitískum tilgangi. 17. júlí 2020 19:45 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Erlent Fleiri fréttir Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Sjá meira
Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, fer hörðum orðum um stjórnendur Icelandair á Facebook-síðu sinni í gær. Hún segir félagið aldrei hafa viljað semja við Flugfreyjufélag Íslands heldur hafi markmiðið alltaf verið að „brjóta stéttarfélag flugfreyja á bak aftur“ til þess að ganga í augun á fjárfestum. „Það sem er hræðilegast við aðgerðir Icelandair er að þær voru þaulskipulagðar,“ skrifar Halla um málið. Hún segir það oft gleymast í umræðunni að þjóðin sé stærsti bakhjarl félagsins í gegnum lífeyrissjóði og ofan á það bætist ríkisstuðningur. Hún segir upplýsingar frá Icelandair benda til þess að launakostnaður flugfreyja sé um sjö prósent af rekstrarkostnaði. Það hafi því verið pólitísk ákvörðun að slíta viðræðunum sem snúist minna um kostnað. „Það er því pólitísk, ekki peningaleg, ákvörðun að ráðast gegn þeim af slíku offorsi. Niðurbrotstilraunum verður svarað af fullri hörku,“ skrifar Halla og bætir við að réttindi launafólks séu grunnur að allri almennri velferð á Íslandi. Munu beina því til lífeyrissjóða að taka ekki þátt í hlutafjárútboðinu Drífa Snædal, forseti ASÍ, sagði ákvörðun Icelandair að slíta viðræðunum vera ótrúlega ósvífni og vanvirðingu gagnvart starfsfólki. Í samtali við fréttastofu í gær sagðist hún ekki vita dæmi þess að slíkt hefði komið upp á íslenskum vinnumarkaði. „Ég veit ekki fordæmi þess að félag ætli að fara svona gegn eigin starfsfólki og í rauninni að þrýsta niður launum einhliða,“ sagði Drífa. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Vísir/Vilhelm Hún sagði ASÍ gera þá kröfu að hvorki lífeyrissjóðir né stjórnvöld taki þátt í fyrirhuguðu hlutafjárútboði félagsins. Það væri ábyrgð þeirra að styðja ekki við fyrirtæki sem færu svo „freklega gegn starfsfólki og vinnumarkaðnum“. „Ég get ekki séð annað en að félagið sé þarna að fara mjög illa að ráði sínu ef að þeir ætla að njóta trausts og trúnaðar fólks til þess að fara í hlutafjárútboð.“
Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Segir Icelandair sýna af sér „ótrúlega ósvífni“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. 17. júlí 2020 14:54 „Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. 17. júlí 2020 15:39 Telur að VR sé komið út á hála braut með orðum formannsins um lífeyrissjóðina Snorri Jakobsson hjá greiningarfyrirtækinu Jakobsson Capital telur að Ragnar Þór Ingólfsson formaður sé kominn út á hála braut ef VR beitir sér fyrir því að fjárfestingarsjóðir Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna séu nýttir í pólitískum tilgangi. 17. júlí 2020 19:45 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Erlent Fleiri fréttir Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Sjá meira
Segir Icelandair sýna af sér „ótrúlega ósvífni“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. 17. júlí 2020 14:54
„Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. 17. júlí 2020 15:39
Telur að VR sé komið út á hála braut með orðum formannsins um lífeyrissjóðina Snorri Jakobsson hjá greiningarfyrirtækinu Jakobsson Capital telur að Ragnar Þór Ingólfsson formaður sé kominn út á hála braut ef VR beitir sér fyrir því að fjárfestingarsjóðir Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna séu nýttir í pólitískum tilgangi. 17. júlí 2020 19:45