Dregur úr úrkomu á Vestfjörðum um hádegi á morgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júlí 2020 23:41 Mikil úrkoma hefur verið á Vestfjörðum síðasta sólarhringinn. Vísir/Páll Appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum fellur úr gildi á miðnættin en hún hefur verið í gildi frá hádegi vegna mikillar úrkomu á svæðinu. Að sögn vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands hefur eitthvað dregið úr úrkomu en enn á töluvert magn úrkomu eftir að falla. „Það er ekki fyrr en um og eftir hádegi á morgun sem þetta er almennilega í rénun. Það er búið að rigna heil ósköp og úrkomuákefðin var mest hérna í nótt og í morgun,“ segir vakthafandi veðurfræðingur í samtali við fréttastofu. Draga á úr úrkomu upp úr hádegi á morgun. Enn eigi þó eftir að falla um 25 mm af úrkomu á Flateyri og sömu sögu er að segja um Ísafjörð. Á Súðavík eigi að draga úr úrkomu í kvöld en hún hefjist þar aftur í nótt og gera megi ráð fyrir að enn eigi eftir að rigna um 10 mm. Á Suðureyri verði töluverð úrkoma inn í nóttina en úr henni muni líklegast draga í fyrramálið. „Þetta mun ekki almennilega lagast fyrr en í fyrramálið og fram að hádegi, þá er þetta að lagast töluvert. En þetta getur verið slæmt í nótt.“ Engar tilkynningar hafi þó borist um frekara grjóthrun eða aurskriður í kvöld eins og gerði fyrr í dag. Tengdar fréttir Ræsin hafa ekki undan á Suðureyri „Það var hviðótt og það rigndi helvíti hraustlega,“ segir íbúi á svæðinu. 17. júlí 2020 12:54 Grjót féll úr hlíðum með miklum drunum á Ísafirði vegna úrkomunnar og kindur leituðu skjóls í göngum Mikil rigningarspá gékk eftir í gærkvöldi og í nótt á Vestfjörðum. Grjót féll úr hlíðum með miklum drunum á Ísafirði síðdegis vegna úrkomunnar og kindur leituðu skjóls í Vestfjarðargöngum. 17. júlí 2020 19:30 Móttaka Rauða krossins á Suðureyri opin áfram í kvöld og nótt Rauði krossinn á Ísafirði opnaði fyrr í dag móttöku á Suðureyri vegna mikilla aurskriða og grjóthruns úr hlíðum fyrir ofan bæinn. Miðstöðin verður opin áfram í kvöld og í nótt vegna veðurs. 17. júlí 2020 18:33 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Hiti getur farið yfir 20 stig „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Ekkert lát á sumarveðrinu Nýtt hitamet slegið á Egilsstöðum Gæti náð 24 stigum þar sem best lætur „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Hiti á bilinu tíu til 18 stig í dag Allt að tuttugu stiga hiti á Norðausturlandi Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Vindur, skúrir og kólnandi veður Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Sólríkt og fremur hlýtt í dag Skýjað og rigning af og til Hiti gæti náð fimmtán stigum Styttir víða upp og kólnar Von á allhvössum vindi og rigningu Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Útlit fyrir þokkalegt veður Hægfara lægð yfir landinu Víða væta með köflum en rigningin samfelld á Suðausturlandi Bjart veður víðast hvar en víða frost í nótt Bjart suðvestantil en skýjað fyrir norðan og austan Víða bjart yfir landinu í dag Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Sjá meira
Appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum fellur úr gildi á miðnættin en hún hefur verið í gildi frá hádegi vegna mikillar úrkomu á svæðinu. Að sögn vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands hefur eitthvað dregið úr úrkomu en enn á töluvert magn úrkomu eftir að falla. „Það er ekki fyrr en um og eftir hádegi á morgun sem þetta er almennilega í rénun. Það er búið að rigna heil ósköp og úrkomuákefðin var mest hérna í nótt og í morgun,“ segir vakthafandi veðurfræðingur í samtali við fréttastofu. Draga á úr úrkomu upp úr hádegi á morgun. Enn eigi þó eftir að falla um 25 mm af úrkomu á Flateyri og sömu sögu er að segja um Ísafjörð. Á Súðavík eigi að draga úr úrkomu í kvöld en hún hefjist þar aftur í nótt og gera megi ráð fyrir að enn eigi eftir að rigna um 10 mm. Á Suðureyri verði töluverð úrkoma inn í nóttina en úr henni muni líklegast draga í fyrramálið. „Þetta mun ekki almennilega lagast fyrr en í fyrramálið og fram að hádegi, þá er þetta að lagast töluvert. En þetta getur verið slæmt í nótt.“ Engar tilkynningar hafi þó borist um frekara grjóthrun eða aurskriður í kvöld eins og gerði fyrr í dag.
Tengdar fréttir Ræsin hafa ekki undan á Suðureyri „Það var hviðótt og það rigndi helvíti hraustlega,“ segir íbúi á svæðinu. 17. júlí 2020 12:54 Grjót féll úr hlíðum með miklum drunum á Ísafirði vegna úrkomunnar og kindur leituðu skjóls í göngum Mikil rigningarspá gékk eftir í gærkvöldi og í nótt á Vestfjörðum. Grjót féll úr hlíðum með miklum drunum á Ísafirði síðdegis vegna úrkomunnar og kindur leituðu skjóls í Vestfjarðargöngum. 17. júlí 2020 19:30 Móttaka Rauða krossins á Suðureyri opin áfram í kvöld og nótt Rauði krossinn á Ísafirði opnaði fyrr í dag móttöku á Suðureyri vegna mikilla aurskriða og grjóthruns úr hlíðum fyrir ofan bæinn. Miðstöðin verður opin áfram í kvöld og í nótt vegna veðurs. 17. júlí 2020 18:33 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Hiti getur farið yfir 20 stig „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Ekkert lát á sumarveðrinu Nýtt hitamet slegið á Egilsstöðum Gæti náð 24 stigum þar sem best lætur „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Hiti á bilinu tíu til 18 stig í dag Allt að tuttugu stiga hiti á Norðausturlandi Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Vindur, skúrir og kólnandi veður Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Sólríkt og fremur hlýtt í dag Skýjað og rigning af og til Hiti gæti náð fimmtán stigum Styttir víða upp og kólnar Von á allhvössum vindi og rigningu Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Útlit fyrir þokkalegt veður Hægfara lægð yfir landinu Víða væta með köflum en rigningin samfelld á Suðausturlandi Bjart veður víðast hvar en víða frost í nótt Bjart suðvestantil en skýjað fyrir norðan og austan Víða bjart yfir landinu í dag Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Sjá meira
Ræsin hafa ekki undan á Suðureyri „Það var hviðótt og það rigndi helvíti hraustlega,“ segir íbúi á svæðinu. 17. júlí 2020 12:54
Grjót féll úr hlíðum með miklum drunum á Ísafirði vegna úrkomunnar og kindur leituðu skjóls í göngum Mikil rigningarspá gékk eftir í gærkvöldi og í nótt á Vestfjörðum. Grjót féll úr hlíðum með miklum drunum á Ísafirði síðdegis vegna úrkomunnar og kindur leituðu skjóls í Vestfjarðargöngum. 17. júlí 2020 19:30
Móttaka Rauða krossins á Suðureyri opin áfram í kvöld og nótt Rauði krossinn á Ísafirði opnaði fyrr í dag móttöku á Suðureyri vegna mikilla aurskriða og grjóthruns úr hlíðum fyrir ofan bæinn. Miðstöðin verður opin áfram í kvöld og í nótt vegna veðurs. 17. júlí 2020 18:33