„Tileinkað bestu vinkonu minni Elísabetu sem tók líf sitt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 17. júlí 2020 12:29 Brynhildur samdi textann til heiðurs vinkonu sinnar. Hljómsveitin Kvikindi gefur í dag út lagið Beta og frumsýnir af því tilefni myndband við lagið á Vísi. Kvikindi samanstendur af Brynhildi Karlsdóttur og Friðriki Margrétar-Guðmundssyni. Brynhildi þekkja flestar sem söngkonu Hórmóna. Hórmónar unnu Músíktilraunir árið 2016 og Brynhildur vann söngkona ársins sama ár. 2018 voru þau einnig tilnefnd til íslensku tónlistar verðlaunanna. Hórmónar eru nú í ótímabundinni pásu. „Hórmónar eru eins og fyrsta ástin mín og ég sakna þess að koma fram með þeim og þau eru fjölskyldan mín. Við erum öll bestu vinir og öll á okkar eigin leið sem gerði það að verkum að við ákváðum að gefa Hórmónum frí og sinna öðrum hlutum. Ég og Friðrik höfum unnið saman í gegnum árin og á einhverjum tímapunkti stakk vinur okkar (Stefán Ingvar) upp á því að við mundum gera popptónlist saman. Okkur fannst það frekar áhugaverð pæling ég komandi úr pönkinu og Friðrik úr klassíkinni, að hittast í miðjunni og semja popp. Við ákváðum í kjölfarið að láta á það reyna. Eftir örfáar æfingar vorum við komin með fullt af lögum og bæði orðin popparar,“ segir Brynhildur. Friðrik er klassískt menntað tónskáld, sem hefur tekið að sér tónsmíðar fyrir kóra, sjálfstæða hljóðfærahópa og óperuna Ekkert er sorglegra en manneskjan sem frumsýnd verður í Tjarnarbíó í haust. Þá hefur hann tekið að sér útsetningar fyrir Hatara og fyrsta plata hans, Skipholt, kom út fyrr á árinu. Lagið sömdu Brynhildur og Friðrik saman. Textann samdi Brynhildur, en hann er henni afar persónulegur. Tileinkað bestu vinkonunni „Þetta lag er tileinkað bestu vinkonu minni Elísabetu sem tók líf sitt í ágúst í fyrra. Ég hugsa stanslaust um hana, hugsa hvað hún mundi segja í ákveðnum aðstæðum, heyri hana hlægja, sé einhver blóm sem ég veit að hún mundi dást að og gríp mig oft við að horfa á eftir konum sem mér finnst í smá stund gætu verið hún. Ég sakna hennar svo ótrúlega mikið og ég óttast mest að hún gleymist. Þetta lag er því einhver tilraun til að fólk fái að þekkja hana og halda minning hennar á lífi. Þetta er fyrir þig elsku Beta,“ segir Brynhildur. Myndbandinu leikstýrði Birnir Jón Sigurðsson. „Mér fannst nokkuð flókið að koma að svona persónulegu lagi. Það var mikilvægt að myndheimurinn yrði ekki of dramatískur á sama tíma og tilfinningin fyrir missinum þurfti að skína í gegn. Niðurstaðan varð að snúa upp á raunsæið, að myndgera það þegar manni líður eins og maður sé annarsstaðar, tengir ekki við raunveruleikann, sem getur gerst í kjölfarið af því að missa ástvin. Brynhildur er stödd í raunheiminum á einum stað en í hugarheiminum er hún annarsstaðar. Mjög skýrar aðstæður mæta öðrum. Hún er í sundi á kaffihúsi, á skíðum í jóga og svo framvegis. Við notumst líka við þekkt listaverk, þar sem ég átti við upprunalegu málverkin í fótósjopp og strokaði út mikilvægar persónur. Um leið og lykilmanneskja er strokuð út verður verkið ekki samt,“ segir Birnir. Hér að neðan má sjá myndbandið sjálft. Klippa: Kvikindi - Beta Tónlist Mest lesið Hræddur við að deyja aftur í svefni Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Hræddur við að deyja aftur í svefni „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Sjá meira
Hljómsveitin Kvikindi gefur í dag út lagið Beta og frumsýnir af því tilefni myndband við lagið á Vísi. Kvikindi samanstendur af Brynhildi Karlsdóttur og Friðriki Margrétar-Guðmundssyni. Brynhildi þekkja flestar sem söngkonu Hórmóna. Hórmónar unnu Músíktilraunir árið 2016 og Brynhildur vann söngkona ársins sama ár. 2018 voru þau einnig tilnefnd til íslensku tónlistar verðlaunanna. Hórmónar eru nú í ótímabundinni pásu. „Hórmónar eru eins og fyrsta ástin mín og ég sakna þess að koma fram með þeim og þau eru fjölskyldan mín. Við erum öll bestu vinir og öll á okkar eigin leið sem gerði það að verkum að við ákváðum að gefa Hórmónum frí og sinna öðrum hlutum. Ég og Friðrik höfum unnið saman í gegnum árin og á einhverjum tímapunkti stakk vinur okkar (Stefán Ingvar) upp á því að við mundum gera popptónlist saman. Okkur fannst það frekar áhugaverð pæling ég komandi úr pönkinu og Friðrik úr klassíkinni, að hittast í miðjunni og semja popp. Við ákváðum í kjölfarið að láta á það reyna. Eftir örfáar æfingar vorum við komin með fullt af lögum og bæði orðin popparar,“ segir Brynhildur. Friðrik er klassískt menntað tónskáld, sem hefur tekið að sér tónsmíðar fyrir kóra, sjálfstæða hljóðfærahópa og óperuna Ekkert er sorglegra en manneskjan sem frumsýnd verður í Tjarnarbíó í haust. Þá hefur hann tekið að sér útsetningar fyrir Hatara og fyrsta plata hans, Skipholt, kom út fyrr á árinu. Lagið sömdu Brynhildur og Friðrik saman. Textann samdi Brynhildur, en hann er henni afar persónulegur. Tileinkað bestu vinkonunni „Þetta lag er tileinkað bestu vinkonu minni Elísabetu sem tók líf sitt í ágúst í fyrra. Ég hugsa stanslaust um hana, hugsa hvað hún mundi segja í ákveðnum aðstæðum, heyri hana hlægja, sé einhver blóm sem ég veit að hún mundi dást að og gríp mig oft við að horfa á eftir konum sem mér finnst í smá stund gætu verið hún. Ég sakna hennar svo ótrúlega mikið og ég óttast mest að hún gleymist. Þetta lag er því einhver tilraun til að fólk fái að þekkja hana og halda minning hennar á lífi. Þetta er fyrir þig elsku Beta,“ segir Brynhildur. Myndbandinu leikstýrði Birnir Jón Sigurðsson. „Mér fannst nokkuð flókið að koma að svona persónulegu lagi. Það var mikilvægt að myndheimurinn yrði ekki of dramatískur á sama tíma og tilfinningin fyrir missinum þurfti að skína í gegn. Niðurstaðan varð að snúa upp á raunsæið, að myndgera það þegar manni líður eins og maður sé annarsstaðar, tengir ekki við raunveruleikann, sem getur gerst í kjölfarið af því að missa ástvin. Brynhildur er stödd í raunheiminum á einum stað en í hugarheiminum er hún annarsstaðar. Mjög skýrar aðstæður mæta öðrum. Hún er í sundi á kaffihúsi, á skíðum í jóga og svo framvegis. Við notumst líka við þekkt listaverk, þar sem ég átti við upprunalegu málverkin í fótósjopp og strokaði út mikilvægar persónur. Um leið og lykilmanneskja er strokuð út verður verkið ekki samt,“ segir Birnir. Hér að neðan má sjá myndbandið sjálft. Klippa: Kvikindi - Beta
Tónlist Mest lesið Hræddur við að deyja aftur í svefni Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Hræddur við að deyja aftur í svefni „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Sjá meira