Það hefur þurft þrjú hólf að meðaltali í Pepsi Max deild karla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2020 13:30 Grótta er í fyrsta sinn í efstu deild og hér má sjá stuðningsmenn liðsins á leik á Seltjarnarnesinu. Vísir/HAG Yfir þúsund áhorfendur hafa komið að meðaltali á leik í fyrstu sex umferðum Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu. Knattspyrnusamband Íslands hefur tekið saman tölur yfir aðsókn á fyrstu sex umferðir Pepsi Max deildar karla. Alls hafa mætt 33.929 áhorfendur á leikina eða 1.028 að meðaltali á hvern leik. Átta af tólf liðum deildarinnar eru með yfir eitt þúsund áhorfendur að meðaltali á sínum heimaleikjum. Þessu hafa liðin hafa náð þrátt fyrir að það hafi verið í gangi takmarkanir á fjölda áhorfenda. Frá og með 15. júní hafa mátt vera 500 áhorfendur á viðburðum og ef áhorfendasvæði er skipt í sóttvarnarhólf er heimilt að allt að 500 áhorfendur geti verið í hverju hólfi. Flestir áhorfendur að meðaltali sækja leiki Breiðabliks á Kópavogsvellinum, eða 1.644, og ef meðalaðsókn á útileiki liða er skoðuð má sjá að flestir mæta einnig á útileiki Breiðabliks, eða 1.535. KR-ingar fylgja Blikum fast á eftir í báðum flokkum. Best sótti leikurinn hingað til er einmitt viðureign þessara tveggja liða á Meistaravöllum, þar sem áhorfendur voru 2.352 talsins. Í næstu sætum eru síðan lið FH (1264 áhorfendur að meðaltali), Vals (1259) og Stjarnan (1184). Lið Víkings (1080), Fylkis (1056) og HK (1050) hafa einnig fengið yfir þúsund áhorfendur á sína leiki. Tveir leikir hingað til hafa farið yfir tvö þúsund í áhorfendafjölda - fyrrgreindur leikur KR og Breiðabliks, og svo heimaleikur Breiðabliks gegn nýliðum Gróttu, en 2.114 áhorfendur sóttu þann leik. Fjögur félög af tólf hafa fengið minna en þúsund áhorfendur að meðaltali á heimaleiki sína en það eru Grótta (723 áhorfendur að meðaltali), KA (784), Fjölnir (806) og ÍA (868). Sjöunda umferðin hefst með leik Stjörnunnar og HK í kvöld sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Á morgun fara síðan tveir leikir fram klukkan 16.00 (Fjölnir-FH og KA-Grótta) en síðustu þrír leikir umferðarinnar fara fram á sunnudaginn og verða þá leikur Fylkis og KR (klukkan 17.30) og leikur Breiðabliks og Vals (klukkan 20.00) sýndir beint á Stöð 2 Sport. Leikur Víkings og Skagamanna fer fram klukkan 19.15 á sunnudagskvöldið. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Sjá meira
Yfir þúsund áhorfendur hafa komið að meðaltali á leik í fyrstu sex umferðum Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu. Knattspyrnusamband Íslands hefur tekið saman tölur yfir aðsókn á fyrstu sex umferðir Pepsi Max deildar karla. Alls hafa mætt 33.929 áhorfendur á leikina eða 1.028 að meðaltali á hvern leik. Átta af tólf liðum deildarinnar eru með yfir eitt þúsund áhorfendur að meðaltali á sínum heimaleikjum. Þessu hafa liðin hafa náð þrátt fyrir að það hafi verið í gangi takmarkanir á fjölda áhorfenda. Frá og með 15. júní hafa mátt vera 500 áhorfendur á viðburðum og ef áhorfendasvæði er skipt í sóttvarnarhólf er heimilt að allt að 500 áhorfendur geti verið í hverju hólfi. Flestir áhorfendur að meðaltali sækja leiki Breiðabliks á Kópavogsvellinum, eða 1.644, og ef meðalaðsókn á útileiki liða er skoðuð má sjá að flestir mæta einnig á útileiki Breiðabliks, eða 1.535. KR-ingar fylgja Blikum fast á eftir í báðum flokkum. Best sótti leikurinn hingað til er einmitt viðureign þessara tveggja liða á Meistaravöllum, þar sem áhorfendur voru 2.352 talsins. Í næstu sætum eru síðan lið FH (1264 áhorfendur að meðaltali), Vals (1259) og Stjarnan (1184). Lið Víkings (1080), Fylkis (1056) og HK (1050) hafa einnig fengið yfir þúsund áhorfendur á sína leiki. Tveir leikir hingað til hafa farið yfir tvö þúsund í áhorfendafjölda - fyrrgreindur leikur KR og Breiðabliks, og svo heimaleikur Breiðabliks gegn nýliðum Gróttu, en 2.114 áhorfendur sóttu þann leik. Fjögur félög af tólf hafa fengið minna en þúsund áhorfendur að meðaltali á heimaleiki sína en það eru Grótta (723 áhorfendur að meðaltali), KA (784), Fjölnir (806) og ÍA (868). Sjöunda umferðin hefst með leik Stjörnunnar og HK í kvöld sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Á morgun fara síðan tveir leikir fram klukkan 16.00 (Fjölnir-FH og KA-Grótta) en síðustu þrír leikir umferðarinnar fara fram á sunnudaginn og verða þá leikur Fylkis og KR (klukkan 17.30) og leikur Breiðabliks og Vals (klukkan 20.00) sýndir beint á Stöð 2 Sport. Leikur Víkings og Skagamanna fer fram klukkan 19.15 á sunnudagskvöldið.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Sjá meira