Hefur æft eins og skepna og hlakkar til að keppa: „Þetta er það sem við lifum fyrir“ Sindri Sverrisson skrifar 16. júlí 2020 20:30 Anton Sveinn McKee keppir í Laugardalnum um helgina. mynd/stöð 2 Anton Sveinn McKee, eini Íslendingurinn sem tryggt hefur sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó, verður meðal keppenda á Íslandsmeistaramótinu í sundi í Laugardalslaug um helgina. Anton hefur ekki getað keppt síðustu mánuði vegna kórónuveirufaraldursins og því er eftirvæntingin eftir mótinu um helgina enn meiri en ella. Anton væri nú kominn, eða á leiðinni, til Tókýó á Ólympíuleikana en þeim var frestað um ár vegna faraldursins. Hann hefur verið við æfingar hér heima undanfarið. „Þetta er bara búið að ganga ágætlega. Æfingaáætlunin er allt öðruvísi en maður var búinn að undirbúa sig fyrir. Það er kannski fínt að fá smáhvíld bráðum en í staðinn er maður búinn að æfa eins og skepna til að nýta tækifærið. Eins skrýtið og það er að segja það þá getur maður snúið því í jákvæðan hlut að vera ekki að fara að keppa á Ólympíuleikunum eftir rúma viku. Maður getur unnið í sínum veikleikum og bætt sig til að koma sterkari til baka eftir eitt ár,“ segir Anton við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Væri við undirbúning í Asíu ef allt væri eðlilegt Eins og fyrr segir áttu Ólympíuleikarnir að hefjast á föstudaginn eftir viku en þeim var frestað til 23. júlí á næsta ári. „Ég væri ekki á Íslandi ef allt væri eðlilegt, heldur í Asíu í góðum undirbúningi og mjög spenntur fyrir því að toppa þarna. En að sama skapi snýst þetta um að gera eins gott úr þessu og hægt er,“ segir Anton, sem hlakkar mikið til að keppa í Laugardalnum um helgina: „Það eru nokkrir sterkir erlendir keppendur komnir; tveir frá Danmörku og einn frá Tyrklandi, og það verður gaman að fá að keppa með þeim. Þau hafa keppt á Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum. Svo er feiknalega sterkt sundfólk á Íslandi í dag sem mun verða þarna og synda hratt. Ég hlakka til að fá að vera aftur í keppnisumhverfi. Þetta er það sem við lifum fyrir. Ástæðan fyrir því að við nennum að mæta snemma á morgunæfingar og busla í þessari laugu. Það skemmtilegast sem ég geri er að keppa – vera þarna með vinum mínum og sjá hvað í mér býr. Ég er mjög spenntur að sjá hvað ég get gert um helgina.“ Anton mun svo taka sér stutt sumarfrí áður en hann byrjar æfingar að nýju. Hann vonast til að geta byrjað að keppa í nýju atvinnumannadeildinni, ISL, í október ef faraldurinn hindrar það ekki en allar æfinga- og keppnisáætlanir Antons munu taka mið af stóru stundinni í Tókýó að ári liðnu. Klippa: Sportpakkinn - Anton Sveinn keppir um helgina Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Anton telur að það sé hægt að koma út úr þessum aðstæðum á góðum stað Íslenski sundkappinn Anton Sveinn McKee hefur tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum sem fram áttu að fara í Tókýó í Japan í sumar. Hann segir að frestun leikanna hafi haft mikil áhrif á sálarlífið. 19. apríl 2020 09:00 Anton skilur lítið í IOC | Ánægður með nýja atvinnumannadeild Anton Sveinn McKee, eini íslenski íþróttamaðurinn sem tryggt hefur sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó, segist ekki skilja af hverju enn hafi ekki verið tekin ákvörðun um frestun leikanna. 22. mars 2020 20:00 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Sjá meira
Anton Sveinn McKee, eini Íslendingurinn sem tryggt hefur sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó, verður meðal keppenda á Íslandsmeistaramótinu í sundi í Laugardalslaug um helgina. Anton hefur ekki getað keppt síðustu mánuði vegna kórónuveirufaraldursins og því er eftirvæntingin eftir mótinu um helgina enn meiri en ella. Anton væri nú kominn, eða á leiðinni, til Tókýó á Ólympíuleikana en þeim var frestað um ár vegna faraldursins. Hann hefur verið við æfingar hér heima undanfarið. „Þetta er bara búið að ganga ágætlega. Æfingaáætlunin er allt öðruvísi en maður var búinn að undirbúa sig fyrir. Það er kannski fínt að fá smáhvíld bráðum en í staðinn er maður búinn að æfa eins og skepna til að nýta tækifærið. Eins skrýtið og það er að segja það þá getur maður snúið því í jákvæðan hlut að vera ekki að fara að keppa á Ólympíuleikunum eftir rúma viku. Maður getur unnið í sínum veikleikum og bætt sig til að koma sterkari til baka eftir eitt ár,“ segir Anton við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Væri við undirbúning í Asíu ef allt væri eðlilegt Eins og fyrr segir áttu Ólympíuleikarnir að hefjast á föstudaginn eftir viku en þeim var frestað til 23. júlí á næsta ári. „Ég væri ekki á Íslandi ef allt væri eðlilegt, heldur í Asíu í góðum undirbúningi og mjög spenntur fyrir því að toppa þarna. En að sama skapi snýst þetta um að gera eins gott úr þessu og hægt er,“ segir Anton, sem hlakkar mikið til að keppa í Laugardalnum um helgina: „Það eru nokkrir sterkir erlendir keppendur komnir; tveir frá Danmörku og einn frá Tyrklandi, og það verður gaman að fá að keppa með þeim. Þau hafa keppt á Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum. Svo er feiknalega sterkt sundfólk á Íslandi í dag sem mun verða þarna og synda hratt. Ég hlakka til að fá að vera aftur í keppnisumhverfi. Þetta er það sem við lifum fyrir. Ástæðan fyrir því að við nennum að mæta snemma á morgunæfingar og busla í þessari laugu. Það skemmtilegast sem ég geri er að keppa – vera þarna með vinum mínum og sjá hvað í mér býr. Ég er mjög spenntur að sjá hvað ég get gert um helgina.“ Anton mun svo taka sér stutt sumarfrí áður en hann byrjar æfingar að nýju. Hann vonast til að geta byrjað að keppa í nýju atvinnumannadeildinni, ISL, í október ef faraldurinn hindrar það ekki en allar æfinga- og keppnisáætlanir Antons munu taka mið af stóru stundinni í Tókýó að ári liðnu. Klippa: Sportpakkinn - Anton Sveinn keppir um helgina
Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Anton telur að það sé hægt að koma út úr þessum aðstæðum á góðum stað Íslenski sundkappinn Anton Sveinn McKee hefur tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum sem fram áttu að fara í Tókýó í Japan í sumar. Hann segir að frestun leikanna hafi haft mikil áhrif á sálarlífið. 19. apríl 2020 09:00 Anton skilur lítið í IOC | Ánægður með nýja atvinnumannadeild Anton Sveinn McKee, eini íslenski íþróttamaðurinn sem tryggt hefur sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó, segist ekki skilja af hverju enn hafi ekki verið tekin ákvörðun um frestun leikanna. 22. mars 2020 20:00 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Sjá meira
Anton telur að það sé hægt að koma út úr þessum aðstæðum á góðum stað Íslenski sundkappinn Anton Sveinn McKee hefur tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum sem fram áttu að fara í Tókýó í Japan í sumar. Hann segir að frestun leikanna hafi haft mikil áhrif á sálarlífið. 19. apríl 2020 09:00
Anton skilur lítið í IOC | Ánægður með nýja atvinnumannadeild Anton Sveinn McKee, eini íslenski íþróttamaðurinn sem tryggt hefur sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó, segist ekki skilja af hverju enn hafi ekki verið tekin ákvörðun um frestun leikanna. 22. mars 2020 20:00