Kemst hjá verðhækkun á salati með nýjum tækjabúnaði Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. júlí 2020 20:23 Hafberg Þórisson er eigandi Lambhaga. BALDUR HRAFNKELL Í nýrri gróðrastöð Lambhaga í Mosfellsdal er allri ræktun stjórnað úr einni tölvu. Með nýjum tækjabúnaði segist eigandinn geta haldið kostnaði niðri við framleiðslu og þar með komist fyrirtækið hjá verðhækkun á salati til neytenda. Gróðrarstöðin í Lundi er búin sjálfvirkum tækjabúnaði en með hjálp tækninnar er sáningu, vökvun, ræktun og allri færslu salatsins stjórnað úr tölvu. Hér sést þegar sáð var fyrir salati með nýja búnaðinum í morgun. Vélin býr m.a. til potta undir moldina úr pappír en ekkert plast er notað við framleiðsluna sjálfa. „Við byrjum á þessum þrem vélum hér en síðan er reiknað með að geta sett upp 18 vélar, þannig er uppleggið hjá mér. Hvort ég geri það einhvern tímann. Það veit ég ekkert,“ sagði Hafberg Þórisson, eigandi Lambhaga. Gróðrastöð Lambhaga í Grafarholti er ekki eins tæknileg, þar starfa um 20-30 starfsmenn en í nýju stöðinni í Lundi þurfa einungis tveir starfsmenn að vera á vakt til eftirlits. „Í því á enginn garðyrkjumaður að þurfa að vera. En frammi í vélarsalnum þar sem við klippum salatið þar verða tveir til þrír menn,“ sagði Hafberg. Eigndi Lambhaga átti sjálfur hugmyndina að uppfærðri tækni og hóf hann undirbúning fyrir tólf árum síðan. Hann vildi einfalda framleiðsluna og gera ferlið hagkvæmara með aukinni sjálfvirkni. Tæknin er einstök á heimsvísu. „Það hefur enginn prófað þetta áður. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta er gert á þennan hátt,“ sagði Hafberg. Hafberg vonast til að nú geti hann ræktað og sett á markað nýjar tegundir salats. Kostnaður tækjabúnaðs og húsnæðis er um 1,1 milljarður króna. Í ljósi þess að vélinni verður sjálfvirkni beitt er hægt að halda niðri kostnaði við framleiðsluna og þar með kemst fyrirtækið hjá verðhækkun á salati til neytenda, en fyrirtækið hefur ekki hækkað verð síðan árið 2011 að sögn Hafbergs. Matvælaframleiðsla Salat Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Í nýrri gróðrastöð Lambhaga í Mosfellsdal er allri ræktun stjórnað úr einni tölvu. Með nýjum tækjabúnaði segist eigandinn geta haldið kostnaði niðri við framleiðslu og þar með komist fyrirtækið hjá verðhækkun á salati til neytenda. Gróðrarstöðin í Lundi er búin sjálfvirkum tækjabúnaði en með hjálp tækninnar er sáningu, vökvun, ræktun og allri færslu salatsins stjórnað úr tölvu. Hér sést þegar sáð var fyrir salati með nýja búnaðinum í morgun. Vélin býr m.a. til potta undir moldina úr pappír en ekkert plast er notað við framleiðsluna sjálfa. „Við byrjum á þessum þrem vélum hér en síðan er reiknað með að geta sett upp 18 vélar, þannig er uppleggið hjá mér. Hvort ég geri það einhvern tímann. Það veit ég ekkert,“ sagði Hafberg Þórisson, eigandi Lambhaga. Gróðrastöð Lambhaga í Grafarholti er ekki eins tæknileg, þar starfa um 20-30 starfsmenn en í nýju stöðinni í Lundi þurfa einungis tveir starfsmenn að vera á vakt til eftirlits. „Í því á enginn garðyrkjumaður að þurfa að vera. En frammi í vélarsalnum þar sem við klippum salatið þar verða tveir til þrír menn,“ sagði Hafberg. Eigndi Lambhaga átti sjálfur hugmyndina að uppfærðri tækni og hóf hann undirbúning fyrir tólf árum síðan. Hann vildi einfalda framleiðsluna og gera ferlið hagkvæmara með aukinni sjálfvirkni. Tæknin er einstök á heimsvísu. „Það hefur enginn prófað þetta áður. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta er gert á þennan hátt,“ sagði Hafberg. Hafberg vonast til að nú geti hann ræktað og sett á markað nýjar tegundir salats. Kostnaður tækjabúnaðs og húsnæðis er um 1,1 milljarður króna. Í ljósi þess að vélinni verður sjálfvirkni beitt er hægt að halda niðri kostnaði við framleiðsluna og þar með kemst fyrirtækið hjá verðhækkun á salati til neytenda, en fyrirtækið hefur ekki hækkað verð síðan árið 2011 að sögn Hafbergs.
Matvælaframleiðsla Salat Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira