Nýtt bóluefni gefur tilefni til að fagna þó langt sé í land Birgir Olgeirsson skrifar 15. júlí 2020 18:52 Bandarískur lyfjaframleiðandi hefur tekið forystuna í þróun bóluefnis við kórónuveirunni. Þeir sem hafa fengið mótefnið hafa sýnt kröftugt mótefnasvar. Smitsjúkdómalæknir segir þetta tilefni til fögnuðar en enn sé langt í land. „Mér lýst vel á þetta. En þetta eru bara fyrstu fréttir og við erum náttúrlega að bíða eftir frekari niðurstöðum,“ segir Bryndís Sigurðardóttir, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, aðspurð um bóluefni bandaríska lyfjaframleiðandans Moderna. Bóluefnið var prófað á 45 einstaklinga sem allir eru ungir og hraustir og höfðu ekki fengið kórónuveiruna áður. „Þeir fengu tvær sprautur, eina og aftur mánuði síðar. Góðu fréttirnar eru þær að þeir náðu að sýna fram á hjá öllum einstaklingunum að eftir tvær vikur var komið mjög kröftugt mótefnasvar í blóðinu, sem er nákvæmlega það sem við viljum,“ segir Bryndís og bætir við að bóluefnagjöfin hafi verið endurtekin og þá hafi myndast enn kröftugra mótefnasvar. „Niðurstaðan er sú að bóluefnið er öruggt og einstaklingar sem fá það í þessum tveimur skömmtum mynda mótefni,“ segir Bryndís. Nú hefst hins vegar biðstaða. Meta þarf og sjá hversu lengi þessi mótefni endast í blóðinu og hvort þau eru verndandi. „Þeir eru búnir að bera þetta saman við einstaklinga sem fengu sannarlega Covid-veirusýkingu. Þeir báru þessi mótefni saman við mótefnin sem einstaklingar sem veiktust mynduðu, og þetta er alveg sambærilegt,“ segir Bryndís. Moderna ætlar nú að hefja rannsóknir á tugum þúsunda manna. 194 bóluefni eru í þróun en 17 þeirra hafa verið prófuð á mönnum. Það getur tekið allt að tíu ár að þróa bóluefni en vísindamenn vonast til að geta framleitt bóluefni við kórónuveirunni á 12 til 18 mánuðum. Vísindamenn náðu að kortleggja erfðamengi kórónuveirunnar í janúar síðastliðnum. Ef sá tímarammi ætti að standast, miðað við bjartsýnustu spár vísindamanna, gæti það litið dagsins ljós í janúar á næsta ári. „Hugsanlega næsta vor ef allt gengur eins og það á að ganga,“ segir Bryndís spurð hvenær hún telur að bóluefnið geti komist í almenna notkun miðað við þann árangur sem bandaríski lyfjaframleiðandinn Moderna hefur sýnt. „Við þurfum að hafa í huga að þetta bóluefni við Covid-19 þá þarf 500 milljónir til milljarð skammt ef þetta á að duga fyrir heiminn. Það er eitthvað sem mun taka lengri tíma.“ Einnig verði áhugavert að fylgjast með hvernig einstaklingunum vegnar sem tóku þátt í þessari rannsókn. „Hversu langvirk eru þessi verndandi mótefni, er þetta viðvarandi, er þetta eitthvað sem verður í sex mánuði eða tólf mánuði? Við vitum það í raun og veru ekki. Það eru svo margar spurningar sem eru ósvaraðar. Almennt séð eru þetta mjög jákvæðar fréttir og ég held að það verði fleiri fréttir í sumar af fyrirtækjum sem eru að vinna í bóluefnarannsóknum,“ segir Bryndís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Bandarískur lyfjaframleiðandi hefur tekið forystuna í þróun bóluefnis við kórónuveirunni. Þeir sem hafa fengið mótefnið hafa sýnt kröftugt mótefnasvar. Smitsjúkdómalæknir segir þetta tilefni til fögnuðar en enn sé langt í land. „Mér lýst vel á þetta. En þetta eru bara fyrstu fréttir og við erum náttúrlega að bíða eftir frekari niðurstöðum,“ segir Bryndís Sigurðardóttir, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, aðspurð um bóluefni bandaríska lyfjaframleiðandans Moderna. Bóluefnið var prófað á 45 einstaklinga sem allir eru ungir og hraustir og höfðu ekki fengið kórónuveiruna áður. „Þeir fengu tvær sprautur, eina og aftur mánuði síðar. Góðu fréttirnar eru þær að þeir náðu að sýna fram á hjá öllum einstaklingunum að eftir tvær vikur var komið mjög kröftugt mótefnasvar í blóðinu, sem er nákvæmlega það sem við viljum,“ segir Bryndís og bætir við að bóluefnagjöfin hafi verið endurtekin og þá hafi myndast enn kröftugra mótefnasvar. „Niðurstaðan er sú að bóluefnið er öruggt og einstaklingar sem fá það í þessum tveimur skömmtum mynda mótefni,“ segir Bryndís. Nú hefst hins vegar biðstaða. Meta þarf og sjá hversu lengi þessi mótefni endast í blóðinu og hvort þau eru verndandi. „Þeir eru búnir að bera þetta saman við einstaklinga sem fengu sannarlega Covid-veirusýkingu. Þeir báru þessi mótefni saman við mótefnin sem einstaklingar sem veiktust mynduðu, og þetta er alveg sambærilegt,“ segir Bryndís. Moderna ætlar nú að hefja rannsóknir á tugum þúsunda manna. 194 bóluefni eru í þróun en 17 þeirra hafa verið prófuð á mönnum. Það getur tekið allt að tíu ár að þróa bóluefni en vísindamenn vonast til að geta framleitt bóluefni við kórónuveirunni á 12 til 18 mánuðum. Vísindamenn náðu að kortleggja erfðamengi kórónuveirunnar í janúar síðastliðnum. Ef sá tímarammi ætti að standast, miðað við bjartsýnustu spár vísindamanna, gæti það litið dagsins ljós í janúar á næsta ári. „Hugsanlega næsta vor ef allt gengur eins og það á að ganga,“ segir Bryndís spurð hvenær hún telur að bóluefnið geti komist í almenna notkun miðað við þann árangur sem bandaríski lyfjaframleiðandinn Moderna hefur sýnt. „Við þurfum að hafa í huga að þetta bóluefni við Covid-19 þá þarf 500 milljónir til milljarð skammt ef þetta á að duga fyrir heiminn. Það er eitthvað sem mun taka lengri tíma.“ Einnig verði áhugavert að fylgjast með hvernig einstaklingunum vegnar sem tóku þátt í þessari rannsókn. „Hversu langvirk eru þessi verndandi mótefni, er þetta viðvarandi, er þetta eitthvað sem verður í sex mánuði eða tólf mánuði? Við vitum það í raun og veru ekki. Það eru svo margar spurningar sem eru ósvaraðar. Almennt séð eru þetta mjög jákvæðar fréttir og ég held að það verði fleiri fréttir í sumar af fyrirtækjum sem eru að vinna í bóluefnarannsóknum,“ segir Bryndís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira