Jón Páll segir vegið að starfsheiðri sínum og telur uppsögnina ólögmæta Sindri Sverrisson skrifar 15. júlí 2020 16:36 Jón Páll Pálmason gerði samning til þriggja ára við Víking Ólafsvík en var svo rekinn eftir að hafa stýrt liðinu í fimm deildarleikjum. vísir/ólafsvík Jón Páll Pálmason hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að hann var rekinn frá Víkingi Ólafsvík í vikunni. Hann var ráðinn til að stýra karlaliði félagsins í fótbolta næstu þrjú árin en látinn fara eftir fimm deildarleiki. Jón Páll segist í yfirlýsingu telja brottvísun sína ólögmæta og hefur hann falið lögmanni að gæta hagsmuna sinna. Hann kveðst ekki hafa fengið uppsagnarbréf fyrr en 21 klukkustund eftir að félagið tilkynnti fjölmiðlum um uppsögnina. Ástæðan sem honum var gefin fyrir uppsögninni er sú að hann hafi ekki sinnt skyldum sínum nægilega vel sem yfirþjálfari yngri flokka en því hafnar Jón Páll alfarið. Hann telji gróflega vegið að sínum starfsheiðri og hafi því ákveðið að hafna því að skrifa undir starfslokasamning. Víkingur er með sex stig eftir fyrstu fimm leiki sína í Lengjudeildinni en liðið var auk þess hársbreidd frá því að slá Víking Reykjavík út úr Mjólkurbikarnum. Í tilkynningu frá stjórn Víkings Ó. sagði að stjórninni hefði einfaldlega ekki þótt samstarfið hafa gengið upp og því hefði verið ákveðið að segja Jóni Páli upp. Félagið hefur ekki tjáð sig frekar um málið. Yfirlýsing Jóns Páls Kæru vinir, Á snörpum fundi síðastliðið mánudagskvöld, þann 13 júlí var mér sagt upp störfum hjá Knattspyrnudeild Víkings Ólafsvík. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir af minni hálfu um að fá uppsagnarbréf og ástæðu uppsagnar skriflega frá félaginu fékk ég þær ekki fyrr en 21 klukkustund eftir að félagið hafði tilkynnt fjölmiðlum um uppsögnina. Á sunnudag sendi ég stjórn knattspyrnudeildar bréf. Þar legg ég fram tillögur um nauðsynlegar breytingar til að auka öryggi og heilsu leikmanna félagsins þegar kom að búsetuskilyrðum og ferðalögum liðsins í útileiki. Félagið segir í bréfi til mín að ástæða uppsagnarinnar sé mikil óánægja með störf mín sem yfirþjálfari yngri flokka þar sem til að mynda viðvera mín hafi ekki verið næg. Ég hafna þessum ásökunum alfarið og tel gróflega vegið að heiðri mínum sem fagmanni í starfi, sem ég hef lagt líf og sál í undanfarna tæpa tvo áratugi. Þar af leiðandi hef ég ákveðið að hafna því að skrifa undir starfslokasamning við félagið. Ég tel brottvísun mína ólögmæta og hef falið lögmanni að gæta hagsmuna minna vegna þess. Ég vil þakka stuðningsmönnum, leikmönnum meistaraflokks karla, leikmönnum yngri flokka Víkings/Reynis og Snæfellsnessamstarfsins, aðstoðarþjálfurum mínum í mfl. og yngri flokkum og foreldrum fyrir gott samstarf. Starfsfólki íþróttahússins vil ég þakka sérstaklega fyrir að hafa tekið frábærlega á móti mér og fjölskyldu minni. Mbk, Jón Páll Pálmason Íslenski boltinn Lengjudeildin Víkingur Ólafsvík Tengdar fréttir Jón Páll rekinn frá Víkingi Ólafsvík Jón Páll Pálmason hefur verið rekinn úr starfi þjálfara hjá Víkingi Ólafsvík en þetta staðfesti félagið í kvöld. 13. júlí 2020 19:42 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Íslenski boltinn Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sjá meira
Jón Páll Pálmason hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að hann var rekinn frá Víkingi Ólafsvík í vikunni. Hann var ráðinn til að stýra karlaliði félagsins í fótbolta næstu þrjú árin en látinn fara eftir fimm deildarleiki. Jón Páll segist í yfirlýsingu telja brottvísun sína ólögmæta og hefur hann falið lögmanni að gæta hagsmuna sinna. Hann kveðst ekki hafa fengið uppsagnarbréf fyrr en 21 klukkustund eftir að félagið tilkynnti fjölmiðlum um uppsögnina. Ástæðan sem honum var gefin fyrir uppsögninni er sú að hann hafi ekki sinnt skyldum sínum nægilega vel sem yfirþjálfari yngri flokka en því hafnar Jón Páll alfarið. Hann telji gróflega vegið að sínum starfsheiðri og hafi því ákveðið að hafna því að skrifa undir starfslokasamning. Víkingur er með sex stig eftir fyrstu fimm leiki sína í Lengjudeildinni en liðið var auk þess hársbreidd frá því að slá Víking Reykjavík út úr Mjólkurbikarnum. Í tilkynningu frá stjórn Víkings Ó. sagði að stjórninni hefði einfaldlega ekki þótt samstarfið hafa gengið upp og því hefði verið ákveðið að segja Jóni Páli upp. Félagið hefur ekki tjáð sig frekar um málið. Yfirlýsing Jóns Páls Kæru vinir, Á snörpum fundi síðastliðið mánudagskvöld, þann 13 júlí var mér sagt upp störfum hjá Knattspyrnudeild Víkings Ólafsvík. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir af minni hálfu um að fá uppsagnarbréf og ástæðu uppsagnar skriflega frá félaginu fékk ég þær ekki fyrr en 21 klukkustund eftir að félagið hafði tilkynnt fjölmiðlum um uppsögnina. Á sunnudag sendi ég stjórn knattspyrnudeildar bréf. Þar legg ég fram tillögur um nauðsynlegar breytingar til að auka öryggi og heilsu leikmanna félagsins þegar kom að búsetuskilyrðum og ferðalögum liðsins í útileiki. Félagið segir í bréfi til mín að ástæða uppsagnarinnar sé mikil óánægja með störf mín sem yfirþjálfari yngri flokka þar sem til að mynda viðvera mín hafi ekki verið næg. Ég hafna þessum ásökunum alfarið og tel gróflega vegið að heiðri mínum sem fagmanni í starfi, sem ég hef lagt líf og sál í undanfarna tæpa tvo áratugi. Þar af leiðandi hef ég ákveðið að hafna því að skrifa undir starfslokasamning við félagið. Ég tel brottvísun mína ólögmæta og hef falið lögmanni að gæta hagsmuna minna vegna þess. Ég vil þakka stuðningsmönnum, leikmönnum meistaraflokks karla, leikmönnum yngri flokka Víkings/Reynis og Snæfellsnessamstarfsins, aðstoðarþjálfurum mínum í mfl. og yngri flokkum og foreldrum fyrir gott samstarf. Starfsfólki íþróttahússins vil ég þakka sérstaklega fyrir að hafa tekið frábærlega á móti mér og fjölskyldu minni. Mbk, Jón Páll Pálmason
Yfirlýsing Jóns Páls Kæru vinir, Á snörpum fundi síðastliðið mánudagskvöld, þann 13 júlí var mér sagt upp störfum hjá Knattspyrnudeild Víkings Ólafsvík. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir af minni hálfu um að fá uppsagnarbréf og ástæðu uppsagnar skriflega frá félaginu fékk ég þær ekki fyrr en 21 klukkustund eftir að félagið hafði tilkynnt fjölmiðlum um uppsögnina. Á sunnudag sendi ég stjórn knattspyrnudeildar bréf. Þar legg ég fram tillögur um nauðsynlegar breytingar til að auka öryggi og heilsu leikmanna félagsins þegar kom að búsetuskilyrðum og ferðalögum liðsins í útileiki. Félagið segir í bréfi til mín að ástæða uppsagnarinnar sé mikil óánægja með störf mín sem yfirþjálfari yngri flokka þar sem til að mynda viðvera mín hafi ekki verið næg. Ég hafna þessum ásökunum alfarið og tel gróflega vegið að heiðri mínum sem fagmanni í starfi, sem ég hef lagt líf og sál í undanfarna tæpa tvo áratugi. Þar af leiðandi hef ég ákveðið að hafna því að skrifa undir starfslokasamning við félagið. Ég tel brottvísun mína ólögmæta og hef falið lögmanni að gæta hagsmuna minna vegna þess. Ég vil þakka stuðningsmönnum, leikmönnum meistaraflokks karla, leikmönnum yngri flokka Víkings/Reynis og Snæfellsnessamstarfsins, aðstoðarþjálfurum mínum í mfl. og yngri flokkum og foreldrum fyrir gott samstarf. Starfsfólki íþróttahússins vil ég þakka sérstaklega fyrir að hafa tekið frábærlega á móti mér og fjölskyldu minni. Mbk, Jón Páll Pálmason
Íslenski boltinn Lengjudeildin Víkingur Ólafsvík Tengdar fréttir Jón Páll rekinn frá Víkingi Ólafsvík Jón Páll Pálmason hefur verið rekinn úr starfi þjálfara hjá Víkingi Ólafsvík en þetta staðfesti félagið í kvöld. 13. júlí 2020 19:42 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Íslenski boltinn Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sjá meira
Jón Páll rekinn frá Víkingi Ólafsvík Jón Páll Pálmason hefur verið rekinn úr starfi þjálfara hjá Víkingi Ólafsvík en þetta staðfesti félagið í kvöld. 13. júlí 2020 19:42