Segir hæpið oft ansi mikið um Guðjón Pétur: „Er hann einhver „bully“ í bekknum?“ Sindri Sverrisson skrifar 15. júlí 2020 13:00 Guðjón Pétur Lýðsson hóf tímabilið með Breiðabliki en var svo lánaður til Stjörnunnar. VÍSIR/VILHELM „Ég ætla ekki að gera lítið úr Guðjóni Pétri en stundum finnst mér „hæpið“ ansi mikið um hann,“ segir Sigurvin Ólafsson, en miðjumaðurinn Guðjón Pétur Lýðsson var til umræðu í Pepsi Max-stúkunni í gærkvöld. Guðjón Pétur fór að láni til Stjörnunnar frá Breiðabliki á dögunum og þar með er hann með 12 félagaskipti skráð á árunum 2007 til 2020. Hann kom inn á sem varamaður gegn Val á sunnudag. „Maður hlýtur að velta fyrir sér; af hverju þrífst hann ekki lengur en eitt ár að meðaltali í liði?“ spurði Sigurvin þá Þorkel Mána Pétursson og Guðmund Benediktsson. „Guðjón Pétur er þeirrar skoðunar að ef hann er kominn á varamannabekkinn þá er þjálfarinn bara vitleysingur. Þá er hann bara farinn,“ sagði Máni léttur í bragði. Sigurvin sagði stundum fullmikið gert úr hæfileikum þessa 32 ára gamla leikmanns: „Af hverju er það alltaf þannig þegar hann fer á milli liða að það er talað um að einn besti miðjumaður landsins sé að skipta um lið? Ég missti pínulítið mögulega af öllum hans bestu leikjum,“ sagði Sigurvin, og bætti við: „Ég ætla ekki að gera lítið úr Guðjóni Pétri Lýðssyni. Mér finnst hann góður leikmaður. En stundum finnst mér „hæpið“ ansi mikið um hann.“ Klippa: Pepsi Max-stúkan - Umræða um Guðjón Pétur Guðmundur sagðist telja að Óskar Hrafn Þorvaldsson hefði alveg viljað hafa Guðjón Pétur áfram í leikmannahópi Breiðabliks, þó á þeim forsendum að hann væri ekki fyrsti maður inn á miðjuna hjá liðinu. „En er hann bara eins og einhver „bully“ í bekknum? Í hverju einasta liði er alltaf einhver ósáttur við að vera á bekknum, það er bara eðlilegt. Vonandi er það þannig í öllum liðum. Er það bara óþolandi að hafa hann á bekknum í liðinu hjá sér? Verður bara allt ómögulegt?“ spurði Sigurvin. „Ég held að það verði ekkert ómögulegt í leikmannahópnum en þjálfararnir eiga kannski mjög erfitt með það margir hverjir að þola það að einhverju leyti,“ svaraði Máni. Sigurvin furðaði sig einnig á því að Guðjón Pétur skyldi fara til Stjörnunnar fyrst hann vildi eiga greiðari leið í byrjunarlið. „Ég næ ekki alveg þessum skiptum. Í fyrsta lagi því að Óskar Hrafn ætli að lána leikmann í lið sem hefur ekki tapað leik. Það finnst mér mjög sérstakt,“ sagði Sigurvin og benti jafnframt á að Guðjón Pétur virtist nú koma í leikmannahóp þar sem að miðjan væri fullskipuð. „Það er augljóst finnst mér að Guðjón Pétur hefur ekki viljað fara í neitt annað lið en Stjörnuna og Óskar Hrafn hefur viljað losna við hann úr leikmannahópnum,“ sagði Máni, og Guðmundur benti á að Guðjón Pétur hefði sagt nei við því að fara til Víkings eða Fjölnis, og jafnvel HK einnig. Máni sagði komu Guðjóns Péturs í Garðabæinn kærkomna fyrir Stjörnuna, eftir margar misheppnaðar tilraunir félagsins til að fá hann í gegnum árin: „Guðjón er með gott hugarfar. Hann er „winner“ inni á vellinum, nennir engu kjaftæði og hækkar tempóið á æfingum. Ég held að þetta hafi verið algjörlega málið fyrir Stjörnuna. Ef það er eitthvað sem vantaði hjá Stjörnunni er það einhverjir dólgar. Þeir hafa ekki verið þarna síðan að Garðar Jó fór – menn sem geta hækkað tempóið, gert aðra í kringum sig betri og gargað aðeins á þá.“ Pepsi Max stúkan Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir „Eins gott að Guðjón komist í liðið því annars biður hann bara um að fá að fara eitthvað annað“ Reynir Leósson, einn spekingur Pepsi Max-deildarinnar, segir að það sé mikilvægt að Guðjón Pétur Lýðsson fái að spila hjá Stjörnunni því annars skipti hann brátt um lið á nýjan leik. 6. júlí 2020 09:30 „Skýr skilaboð að minna krafta væri ekki óskað“ „Ég er með mín gæði og er ákveðinn karakter sem ég held að nýtist flestum liðum og legg allt mitt í hendur á liðinu og geri allt sem er hægt til að liðið vinni, vonandi hjálpar það,“ sagði hann aðspurður út í hvað hann kæmi með inn í lið Stjörnunnar. 1. júlí 2020 19:20 Guðjón Pétur aftur í Stjörnuna Guðjón Pétur Lýðsson er genginn til liðs við Stjörnuna. Hann kemur á láni út tímabilið frá Breiðabliki. 30. júní 2020 23:57 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Sjá meira
„Ég ætla ekki að gera lítið úr Guðjóni Pétri en stundum finnst mér „hæpið“ ansi mikið um hann,“ segir Sigurvin Ólafsson, en miðjumaðurinn Guðjón Pétur Lýðsson var til umræðu í Pepsi Max-stúkunni í gærkvöld. Guðjón Pétur fór að láni til Stjörnunnar frá Breiðabliki á dögunum og þar með er hann með 12 félagaskipti skráð á árunum 2007 til 2020. Hann kom inn á sem varamaður gegn Val á sunnudag. „Maður hlýtur að velta fyrir sér; af hverju þrífst hann ekki lengur en eitt ár að meðaltali í liði?“ spurði Sigurvin þá Þorkel Mána Pétursson og Guðmund Benediktsson. „Guðjón Pétur er þeirrar skoðunar að ef hann er kominn á varamannabekkinn þá er þjálfarinn bara vitleysingur. Þá er hann bara farinn,“ sagði Máni léttur í bragði. Sigurvin sagði stundum fullmikið gert úr hæfileikum þessa 32 ára gamla leikmanns: „Af hverju er það alltaf þannig þegar hann fer á milli liða að það er talað um að einn besti miðjumaður landsins sé að skipta um lið? Ég missti pínulítið mögulega af öllum hans bestu leikjum,“ sagði Sigurvin, og bætti við: „Ég ætla ekki að gera lítið úr Guðjóni Pétri Lýðssyni. Mér finnst hann góður leikmaður. En stundum finnst mér „hæpið“ ansi mikið um hann.“ Klippa: Pepsi Max-stúkan - Umræða um Guðjón Pétur Guðmundur sagðist telja að Óskar Hrafn Þorvaldsson hefði alveg viljað hafa Guðjón Pétur áfram í leikmannahópi Breiðabliks, þó á þeim forsendum að hann væri ekki fyrsti maður inn á miðjuna hjá liðinu. „En er hann bara eins og einhver „bully“ í bekknum? Í hverju einasta liði er alltaf einhver ósáttur við að vera á bekknum, það er bara eðlilegt. Vonandi er það þannig í öllum liðum. Er það bara óþolandi að hafa hann á bekknum í liðinu hjá sér? Verður bara allt ómögulegt?“ spurði Sigurvin. „Ég held að það verði ekkert ómögulegt í leikmannahópnum en þjálfararnir eiga kannski mjög erfitt með það margir hverjir að þola það að einhverju leyti,“ svaraði Máni. Sigurvin furðaði sig einnig á því að Guðjón Pétur skyldi fara til Stjörnunnar fyrst hann vildi eiga greiðari leið í byrjunarlið. „Ég næ ekki alveg þessum skiptum. Í fyrsta lagi því að Óskar Hrafn ætli að lána leikmann í lið sem hefur ekki tapað leik. Það finnst mér mjög sérstakt,“ sagði Sigurvin og benti jafnframt á að Guðjón Pétur virtist nú koma í leikmannahóp þar sem að miðjan væri fullskipuð. „Það er augljóst finnst mér að Guðjón Pétur hefur ekki viljað fara í neitt annað lið en Stjörnuna og Óskar Hrafn hefur viljað losna við hann úr leikmannahópnum,“ sagði Máni, og Guðmundur benti á að Guðjón Pétur hefði sagt nei við því að fara til Víkings eða Fjölnis, og jafnvel HK einnig. Máni sagði komu Guðjóns Péturs í Garðabæinn kærkomna fyrir Stjörnuna, eftir margar misheppnaðar tilraunir félagsins til að fá hann í gegnum árin: „Guðjón er með gott hugarfar. Hann er „winner“ inni á vellinum, nennir engu kjaftæði og hækkar tempóið á æfingum. Ég held að þetta hafi verið algjörlega málið fyrir Stjörnuna. Ef það er eitthvað sem vantaði hjá Stjörnunni er það einhverjir dólgar. Þeir hafa ekki verið þarna síðan að Garðar Jó fór – menn sem geta hækkað tempóið, gert aðra í kringum sig betri og gargað aðeins á þá.“
Pepsi Max stúkan Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir „Eins gott að Guðjón komist í liðið því annars biður hann bara um að fá að fara eitthvað annað“ Reynir Leósson, einn spekingur Pepsi Max-deildarinnar, segir að það sé mikilvægt að Guðjón Pétur Lýðsson fái að spila hjá Stjörnunni því annars skipti hann brátt um lið á nýjan leik. 6. júlí 2020 09:30 „Skýr skilaboð að minna krafta væri ekki óskað“ „Ég er með mín gæði og er ákveðinn karakter sem ég held að nýtist flestum liðum og legg allt mitt í hendur á liðinu og geri allt sem er hægt til að liðið vinni, vonandi hjálpar það,“ sagði hann aðspurður út í hvað hann kæmi með inn í lið Stjörnunnar. 1. júlí 2020 19:20 Guðjón Pétur aftur í Stjörnuna Guðjón Pétur Lýðsson er genginn til liðs við Stjörnuna. Hann kemur á láni út tímabilið frá Breiðabliki. 30. júní 2020 23:57 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Sjá meira
„Eins gott að Guðjón komist í liðið því annars biður hann bara um að fá að fara eitthvað annað“ Reynir Leósson, einn spekingur Pepsi Max-deildarinnar, segir að það sé mikilvægt að Guðjón Pétur Lýðsson fái að spila hjá Stjörnunni því annars skipti hann brátt um lið á nýjan leik. 6. júlí 2020 09:30
„Skýr skilaboð að minna krafta væri ekki óskað“ „Ég er með mín gæði og er ákveðinn karakter sem ég held að nýtist flestum liðum og legg allt mitt í hendur á liðinu og geri allt sem er hægt til að liðið vinni, vonandi hjálpar það,“ sagði hann aðspurður út í hvað hann kæmi með inn í lið Stjörnunnar. 1. júlí 2020 19:20
Guðjón Pétur aftur í Stjörnuna Guðjón Pétur Lýðsson er genginn til liðs við Stjörnuna. Hann kemur á láni út tímabilið frá Breiðabliki. 30. júní 2020 23:57