Fjallvegir opna hver af öðrum Telma Tómasson skrifar 13. júlí 2020 16:56 Færðin á öllu landinu. vegagerðin Vegagerðin er nú að opna fjallvegi einn af öðrum. Almennt má segja að verið sé að opna helstu fjallvegi frekar seint í ár, þar sem snjóþyngsli hafa verið mikil og aurbleyta víða. Þar sem búið er að opna er hins vegar ágætlega fært og Vegagerðin hefur lagað helstu skemmdir á vegum. Ferðalangar eru beðnir um að gæta að því að heldur mikið er í ám þessa stundina út af leysingum. Helstu leiðir eru nú opnar; Kjalvegur var opnaður fyrst fyrir um þremur vikum, en hann er yfirleitt snjóléttastur hálendisvega. Sprengisandur var opnaður fyrir helgi og Skagafjarðarleið einnig. Síðasti leggur Fjallabaks-Syðri var opnaður í morgun. Örfaár leiðir eru þó enn lokaðar; á Norðurlandi er Eyjafjarðarleið enn lokuð, en þar er mikill snjór og sama má segja um Fjörður. Allflestir vegirnir eru eingöngu færir stærri bílum og jeppum með fjórhjóladrifi, einstaka leið má þó fara yfir á jepplingi. Kort með ástandi hálendisvega má finna á vefsíðu Vegagerðarinnar og er mjög mikilvægt að kynna sér það áður en lagt er af stað og einnig eru ítarlegar upplýsingar veittar í síma 1777. Málum fjölgar ár frá ári sem lögreglan á Suðurlandi sinnir á hálendinu í samræmi við aukinn áhuga útlendra og innlendra ferðamanna. Mestur er áhuginn á Landmannalaugum og Þórsmörk og eru flest verkefni lögreglunnar á þeim svæðum. Útköll eru algengust vegna slysa, en einnig hefur tilkynningum vegna utanvegaaksturs fjölgað töluvert síðustu ár. Umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi nær frá Litlu-Kaffistofunni og allt austur að Hvalnesskriðum. Samgöngur Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Vegagerðin er nú að opna fjallvegi einn af öðrum. Almennt má segja að verið sé að opna helstu fjallvegi frekar seint í ár, þar sem snjóþyngsli hafa verið mikil og aurbleyta víða. Þar sem búið er að opna er hins vegar ágætlega fært og Vegagerðin hefur lagað helstu skemmdir á vegum. Ferðalangar eru beðnir um að gæta að því að heldur mikið er í ám þessa stundina út af leysingum. Helstu leiðir eru nú opnar; Kjalvegur var opnaður fyrst fyrir um þremur vikum, en hann er yfirleitt snjóléttastur hálendisvega. Sprengisandur var opnaður fyrir helgi og Skagafjarðarleið einnig. Síðasti leggur Fjallabaks-Syðri var opnaður í morgun. Örfaár leiðir eru þó enn lokaðar; á Norðurlandi er Eyjafjarðarleið enn lokuð, en þar er mikill snjór og sama má segja um Fjörður. Allflestir vegirnir eru eingöngu færir stærri bílum og jeppum með fjórhjóladrifi, einstaka leið má þó fara yfir á jepplingi. Kort með ástandi hálendisvega má finna á vefsíðu Vegagerðarinnar og er mjög mikilvægt að kynna sér það áður en lagt er af stað og einnig eru ítarlegar upplýsingar veittar í síma 1777. Málum fjölgar ár frá ári sem lögreglan á Suðurlandi sinnir á hálendinu í samræmi við aukinn áhuga útlendra og innlendra ferðamanna. Mestur er áhuginn á Landmannalaugum og Þórsmörk og eru flest verkefni lögreglunnar á þeim svæðum. Útköll eru algengust vegna slysa, en einnig hefur tilkynningum vegna utanvegaaksturs fjölgað töluvert síðustu ár. Umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi nær frá Litlu-Kaffistofunni og allt austur að Hvalnesskriðum.
Samgöngur Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira