Íslensk erfðagreining skimar áfram næstu vikuna Stefán Ó. Jónsson og Telma Tómasson skrifa 13. júlí 2020 12:14 Kári Stefánsson ræðir við fréttamenn eftir fund með forsætisráðherra vegna skimunar fyrir Covid-19 í lok maí. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir reikning til stjórnvalda vegna skimunarvinnu ekki á borðinu, enn sem komið er. Mikilvægast sé nú að flutningur vegna landamæraskimunar frá ÍE yfir á veirufræðideild Landspítalans gangi snurðulaust fyrir sig. Samið hefur verið fyrirtækið um að sinna skimunarvinnu sinni í viku til viðbótar. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði í samtali við fréttastofu í morgun að mikil vinna hefði farið fram um helgina á milli veirufræðideildar Landspítalans og starfsmanna Íslenskrar erfðagreiningar. Unnið sé að flutningi skimunarvinnu á landamærunum vegna kórónuveirunnar og að sú samvinna hafi gengið vel. Ráðgert var að veirufræðideildin tæki yfir alla vinnuna frá Íslenskri erfðagreiningu frá og með morgundeginum. Í því sambandi segir Kári að ákveðin dagsetning skipti ekki höfuðmáli, mikilvægast sé að allt gangi vel og flutningurinn skili sem mestum og bestum árangri. Ekki beðin um að gefa vinnuna Aðspurður um hvort Íslensk erfðagreining hygðist senda reikning fyrir skimunarvinnunni sagði Kári að íslensk stjórnvöld hefðu beðið fyrirtækið um að koma að skimunarvinnunni í upphafi faraldursins, þegar bráðavandi steðjaði að þjóðinni. Ekki hefði verið beðið um að Íslensk erfðagreining gæfi sína vinnu. Hins vegar væru á þessu augnabliki engin áform um að senda reikning, mál málanna nú væri að flutningur frá ÍE til Landspítalans gengi vel. Allar ákvarðanir væru teknar í fullu samráði við Amgen, móðurfélag ÍE í Bandaríkjunum, að hans sögn. Þá segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að Íslensk erfðagreining hafi afhent veirufræðideildinni tiltekinn hugbúnað fyrir vinnslu sýna, kennslu og aðlögun að búnaðinum. Framlengja um viku Maríanna Garðarsdóttir, forstöðumaður rannsóknarþjónustu Landspítalans, segir í samtali við Ríkisútvarpið að ekki muni takast að koma upp búnaði til að taka við skimun ÍE fyrir morgundaginn. Því hafi verið samið við fyrirtækið um að halda áfram greiningum þar til spítalinn gettur aukið greiningarafköst sín, í hið minnsta viku til viðbótar. Rúmlega 2100 sýni voru tekin á landamærunum í gær. Þrjú smit greindust, en beðið er eftir mótefnamælingu og því ekki vitað hvort þau séu virk eða ekki. Ekkert innanlandssmit hefur verð greint í 10 daga. 15 eru nú í einangrun og 77 í sóttkví. Fréttin hefur verið uppfærð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Ríkið býst við reikningi fyrir skimuninni frá Íslenskri erfðagreiningu Forsætisráðuneytið hefur rætt við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um að hann sendi reikning fyrir skimun fyrir kórónuveirunni. Mögulegt er að kostnaður við greiningu sýna sem eru tekin á Keflavíkurflugvelli aukist þegar Landspítalinn tekur við skimuninni af fyrirtækinu. 9. júlí 2020 20:38 Tíu sýna-aðferðin næstbesti kosturinn Alma Möller, landlæknir, er bjartsýn á að veirufræðideildin ráði við umfang skimana á landamærunum með því að keyra tíu sýni saman í einu. Hún segir aðferðina þó vera næstbesta kostinn því þegar tíu sýni séu prófuð samtímis minnki næmi prófana, samanborið við þá aðferð sem Íslensk erfðagreining hefur viðhaft á landamærunum sem hverfist um að prófa hvert og eitt sýni. 8. júlí 2020 14:47 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Fleiri fréttir Play skuldi hálfan milljarð króna til Isavia Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Sjá meira
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir reikning til stjórnvalda vegna skimunarvinnu ekki á borðinu, enn sem komið er. Mikilvægast sé nú að flutningur vegna landamæraskimunar frá ÍE yfir á veirufræðideild Landspítalans gangi snurðulaust fyrir sig. Samið hefur verið fyrirtækið um að sinna skimunarvinnu sinni í viku til viðbótar. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði í samtali við fréttastofu í morgun að mikil vinna hefði farið fram um helgina á milli veirufræðideildar Landspítalans og starfsmanna Íslenskrar erfðagreiningar. Unnið sé að flutningi skimunarvinnu á landamærunum vegna kórónuveirunnar og að sú samvinna hafi gengið vel. Ráðgert var að veirufræðideildin tæki yfir alla vinnuna frá Íslenskri erfðagreiningu frá og með morgundeginum. Í því sambandi segir Kári að ákveðin dagsetning skipti ekki höfuðmáli, mikilvægast sé að allt gangi vel og flutningurinn skili sem mestum og bestum árangri. Ekki beðin um að gefa vinnuna Aðspurður um hvort Íslensk erfðagreining hygðist senda reikning fyrir skimunarvinnunni sagði Kári að íslensk stjórnvöld hefðu beðið fyrirtækið um að koma að skimunarvinnunni í upphafi faraldursins, þegar bráðavandi steðjaði að þjóðinni. Ekki hefði verið beðið um að Íslensk erfðagreining gæfi sína vinnu. Hins vegar væru á þessu augnabliki engin áform um að senda reikning, mál málanna nú væri að flutningur frá ÍE til Landspítalans gengi vel. Allar ákvarðanir væru teknar í fullu samráði við Amgen, móðurfélag ÍE í Bandaríkjunum, að hans sögn. Þá segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að Íslensk erfðagreining hafi afhent veirufræðideildinni tiltekinn hugbúnað fyrir vinnslu sýna, kennslu og aðlögun að búnaðinum. Framlengja um viku Maríanna Garðarsdóttir, forstöðumaður rannsóknarþjónustu Landspítalans, segir í samtali við Ríkisútvarpið að ekki muni takast að koma upp búnaði til að taka við skimun ÍE fyrir morgundaginn. Því hafi verið samið við fyrirtækið um að halda áfram greiningum þar til spítalinn gettur aukið greiningarafköst sín, í hið minnsta viku til viðbótar. Rúmlega 2100 sýni voru tekin á landamærunum í gær. Þrjú smit greindust, en beðið er eftir mótefnamælingu og því ekki vitað hvort þau séu virk eða ekki. Ekkert innanlandssmit hefur verð greint í 10 daga. 15 eru nú í einangrun og 77 í sóttkví. Fréttin hefur verið uppfærð
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Ríkið býst við reikningi fyrir skimuninni frá Íslenskri erfðagreiningu Forsætisráðuneytið hefur rætt við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um að hann sendi reikning fyrir skimun fyrir kórónuveirunni. Mögulegt er að kostnaður við greiningu sýna sem eru tekin á Keflavíkurflugvelli aukist þegar Landspítalinn tekur við skimuninni af fyrirtækinu. 9. júlí 2020 20:38 Tíu sýna-aðferðin næstbesti kosturinn Alma Möller, landlæknir, er bjartsýn á að veirufræðideildin ráði við umfang skimana á landamærunum með því að keyra tíu sýni saman í einu. Hún segir aðferðina þó vera næstbesta kostinn því þegar tíu sýni séu prófuð samtímis minnki næmi prófana, samanborið við þá aðferð sem Íslensk erfðagreining hefur viðhaft á landamærunum sem hverfist um að prófa hvert og eitt sýni. 8. júlí 2020 14:47 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Fleiri fréttir Play skuldi hálfan milljarð króna til Isavia Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Sjá meira
Ríkið býst við reikningi fyrir skimuninni frá Íslenskri erfðagreiningu Forsætisráðuneytið hefur rætt við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um að hann sendi reikning fyrir skimun fyrir kórónuveirunni. Mögulegt er að kostnaður við greiningu sýna sem eru tekin á Keflavíkurflugvelli aukist þegar Landspítalinn tekur við skimuninni af fyrirtækinu. 9. júlí 2020 20:38
Tíu sýna-aðferðin næstbesti kosturinn Alma Möller, landlæknir, er bjartsýn á að veirufræðideildin ráði við umfang skimana á landamærunum með því að keyra tíu sýni saman í einu. Hún segir aðferðina þó vera næstbesta kostinn því þegar tíu sýni séu prófuð samtímis minnki næmi prófana, samanborið við þá aðferð sem Íslensk erfðagreining hefur viðhaft á landamærunum sem hverfist um að prófa hvert og eitt sýni. 8. júlí 2020 14:47
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum