Fylkingarnar stressaðar og forðist ólmar að misstíga sig Kristín Ólafsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 11. júlí 2020 22:00 Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, er af pólskum uppruna og fylgist náið með forsetakosningunum í Póllandi. Vísir/vilhelm Borgarfulltrúi af pólskum uppruna segir að vænta megi uppstokkunar í þarlendum stjórnmálum, fari svo að Rafal Trzaskowski verði kjörinn forseti Póllands. Mikið stress sé í herbúðum beggja fylkinga og búast megi við langri kosninganótt. Mjótt er á munum fyrir aðra umferð pólsku forsetakosninganna á morgun. Valið stendur á milli tveggja ólíkra frambjóðenda, þeirra Andrzej Duda sitjandi forseta og Rafal Trzaskowski borgarstjóra Varsjár, sem bjóða Pólverjum upp á mismunandi framtíðarsýn til næstu fimm ára. Harðri kosningabaráttu frambjóðendanna lauk formlega á miðnætti. Þeir hafa varið síðustu dögum á þeytingi um Pólland enda sýna skoðanakannanir að hvert atkvæði mun skipta máli. Sjö af síðustu tólf könnunum benda til sigurs Duda forseta en hinar fimm til sigurs Trzaskowski. Þó svo að frambjóðendurnir hafi tekist á um fjölbreytt málefni í baráttunni segir Pawel Bartoszek borgarfulltrúi Viðreisnar að persóna forsetans og stjórnarflokksins Laga og réttlætis hafi verið miðlæg í baráttunni. „Þetta er ákveðið tækifæri stjórnarandstöðunnar til að minnka völd þess flokks vegna þess að þeir eru þegar búnir að ná völdum í efri deildinni og ef forsetaembættið myndi líka falla í skaut þeirra, þá eru möguleikar stjórnarinnar, sem er Lög og réttlæti og með meirihluta í neðri deild þginsins, til að ná ýmsum umdeildum málum orðnar minni.“ Andrzej Duda, forseti Póllands, sækist eftir endurkjöri.Vísir/EPA Sigur Trzaskowski myndi að líkindum þýða uppstokkun í pólskum stjórnmálum. „Og jafnvel þá binda einhverjar vonir við það að ef að þetta gangi eftir, að stjórnarandstaðan nái völdum í forsetaembættinu, þá jafnvel veðri boðið til kosninga fyrr og möguleiki á frekari uppstokkun á pólitíska litrófinu í Póllandi,“ segir Pawel. Pawel segist segist sakna þess að frambjóðendurnir hafi ekki getað komið sér saman um fyrirkomulag kappræðna fyrir kosningarnar. Rafal Trzaskowski er borgarstjóri Varsjár.Petr David Josek/AP „Það er mikið stress í herbúðum beggja fylkinga. Þær vilja ólmar ekki misstíga sig. Og menn eru auðvitað hræddir við kappræðuformið á þann hátt að þar er frambjóðandinn ekki í aðstæðum þar sem hann ræður þeim fullkomlega. Þannig að ég held að það sé til merkis um það stress og spennustig sem er í gangi.“ Útgönguspár munu birtast um klukkan sjö annað kvöld og sér Pawel fram á langa kosninganótt. „Þegar svo mjótt er á mununum þarf jafnvel að bíða eftir atkvæðum frá Bretlandi, atkvæðum sem greidd voru bréfleiðis. Þetta getur orðið mjög spennandi.“ Pólland Tengdar fréttir Segja pólska ríkisútvarpið ala á gyðingahatri fyrir kosningar Samtök gyðinga saka ríkissjónvarpsstöð Póllands um að ala á hatri í aðdraganda forsetakosninga um helgina. Þáttastjórnendur stöðvarinnar settu spurningamerki við hvort að mótframbjóðandi Andrzej Duda forseta ætti eftir að „verða við kröfum gyðinga“. 10. júlí 2020 23:19 Stefnir í aðra umferð kosninga í Póllandi Nái enginn frambjóðandi hreinum meirihluta í fyrstu umferð skal kosið aftur á milli þeirra tveggja atkvæðamestu. 28. júní 2020 19:48 Um fjögur þúsund Pólverjar á Íslandi kjósa sér forseta í sendiráðinu í dag: „Við höfum aldrei séð slíkar tölur“ Pólverjar ganga til forsetakosninga í dag þar sem tíu bjóða sig fram gegn sitjandi forseta, Andrzej Duda. Nokkur þúsund Pólverjar á Íslandi kjósa í sendiráðinu í dag og segir sendiherrann að kjörsóknin hér á landi hafi aldrei verið meiri. 28. júní 2020 19:00 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Borgarfulltrúi af pólskum uppruna segir að vænta megi uppstokkunar í þarlendum stjórnmálum, fari svo að Rafal Trzaskowski verði kjörinn forseti Póllands. Mikið stress sé í herbúðum beggja fylkinga og búast megi við langri kosninganótt. Mjótt er á munum fyrir aðra umferð pólsku forsetakosninganna á morgun. Valið stendur á milli tveggja ólíkra frambjóðenda, þeirra Andrzej Duda sitjandi forseta og Rafal Trzaskowski borgarstjóra Varsjár, sem bjóða Pólverjum upp á mismunandi framtíðarsýn til næstu fimm ára. Harðri kosningabaráttu frambjóðendanna lauk formlega á miðnætti. Þeir hafa varið síðustu dögum á þeytingi um Pólland enda sýna skoðanakannanir að hvert atkvæði mun skipta máli. Sjö af síðustu tólf könnunum benda til sigurs Duda forseta en hinar fimm til sigurs Trzaskowski. Þó svo að frambjóðendurnir hafi tekist á um fjölbreytt málefni í baráttunni segir Pawel Bartoszek borgarfulltrúi Viðreisnar að persóna forsetans og stjórnarflokksins Laga og réttlætis hafi verið miðlæg í baráttunni. „Þetta er ákveðið tækifæri stjórnarandstöðunnar til að minnka völd þess flokks vegna þess að þeir eru þegar búnir að ná völdum í efri deildinni og ef forsetaembættið myndi líka falla í skaut þeirra, þá eru möguleikar stjórnarinnar, sem er Lög og réttlæti og með meirihluta í neðri deild þginsins, til að ná ýmsum umdeildum málum orðnar minni.“ Andrzej Duda, forseti Póllands, sækist eftir endurkjöri.Vísir/EPA Sigur Trzaskowski myndi að líkindum þýða uppstokkun í pólskum stjórnmálum. „Og jafnvel þá binda einhverjar vonir við það að ef að þetta gangi eftir, að stjórnarandstaðan nái völdum í forsetaembættinu, þá jafnvel veðri boðið til kosninga fyrr og möguleiki á frekari uppstokkun á pólitíska litrófinu í Póllandi,“ segir Pawel. Pawel segist segist sakna þess að frambjóðendurnir hafi ekki getað komið sér saman um fyrirkomulag kappræðna fyrir kosningarnar. Rafal Trzaskowski er borgarstjóri Varsjár.Petr David Josek/AP „Það er mikið stress í herbúðum beggja fylkinga. Þær vilja ólmar ekki misstíga sig. Og menn eru auðvitað hræddir við kappræðuformið á þann hátt að þar er frambjóðandinn ekki í aðstæðum þar sem hann ræður þeim fullkomlega. Þannig að ég held að það sé til merkis um það stress og spennustig sem er í gangi.“ Útgönguspár munu birtast um klukkan sjö annað kvöld og sér Pawel fram á langa kosninganótt. „Þegar svo mjótt er á mununum þarf jafnvel að bíða eftir atkvæðum frá Bretlandi, atkvæðum sem greidd voru bréfleiðis. Þetta getur orðið mjög spennandi.“
Pólland Tengdar fréttir Segja pólska ríkisútvarpið ala á gyðingahatri fyrir kosningar Samtök gyðinga saka ríkissjónvarpsstöð Póllands um að ala á hatri í aðdraganda forsetakosninga um helgina. Þáttastjórnendur stöðvarinnar settu spurningamerki við hvort að mótframbjóðandi Andrzej Duda forseta ætti eftir að „verða við kröfum gyðinga“. 10. júlí 2020 23:19 Stefnir í aðra umferð kosninga í Póllandi Nái enginn frambjóðandi hreinum meirihluta í fyrstu umferð skal kosið aftur á milli þeirra tveggja atkvæðamestu. 28. júní 2020 19:48 Um fjögur þúsund Pólverjar á Íslandi kjósa sér forseta í sendiráðinu í dag: „Við höfum aldrei séð slíkar tölur“ Pólverjar ganga til forsetakosninga í dag þar sem tíu bjóða sig fram gegn sitjandi forseta, Andrzej Duda. Nokkur þúsund Pólverjar á Íslandi kjósa í sendiráðinu í dag og segir sendiherrann að kjörsóknin hér á landi hafi aldrei verið meiri. 28. júní 2020 19:00 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Segja pólska ríkisútvarpið ala á gyðingahatri fyrir kosningar Samtök gyðinga saka ríkissjónvarpsstöð Póllands um að ala á hatri í aðdraganda forsetakosninga um helgina. Þáttastjórnendur stöðvarinnar settu spurningamerki við hvort að mótframbjóðandi Andrzej Duda forseta ætti eftir að „verða við kröfum gyðinga“. 10. júlí 2020 23:19
Stefnir í aðra umferð kosninga í Póllandi Nái enginn frambjóðandi hreinum meirihluta í fyrstu umferð skal kosið aftur á milli þeirra tveggja atkvæðamestu. 28. júní 2020 19:48
Um fjögur þúsund Pólverjar á Íslandi kjósa sér forseta í sendiráðinu í dag: „Við höfum aldrei séð slíkar tölur“ Pólverjar ganga til forsetakosninga í dag þar sem tíu bjóða sig fram gegn sitjandi forseta, Andrzej Duda. Nokkur þúsund Pólverjar á Íslandi kjósa í sendiráðinu í dag og segir sendiherrann að kjörsóknin hér á landi hafi aldrei verið meiri. 28. júní 2020 19:00
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent