Fylkingarnar stressaðar og forðist ólmar að misstíga sig Kristín Ólafsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 11. júlí 2020 22:00 Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, er af pólskum uppruna og fylgist náið með forsetakosningunum í Póllandi. Vísir/vilhelm Borgarfulltrúi af pólskum uppruna segir að vænta megi uppstokkunar í þarlendum stjórnmálum, fari svo að Rafal Trzaskowski verði kjörinn forseti Póllands. Mikið stress sé í herbúðum beggja fylkinga og búast megi við langri kosninganótt. Mjótt er á munum fyrir aðra umferð pólsku forsetakosninganna á morgun. Valið stendur á milli tveggja ólíkra frambjóðenda, þeirra Andrzej Duda sitjandi forseta og Rafal Trzaskowski borgarstjóra Varsjár, sem bjóða Pólverjum upp á mismunandi framtíðarsýn til næstu fimm ára. Harðri kosningabaráttu frambjóðendanna lauk formlega á miðnætti. Þeir hafa varið síðustu dögum á þeytingi um Pólland enda sýna skoðanakannanir að hvert atkvæði mun skipta máli. Sjö af síðustu tólf könnunum benda til sigurs Duda forseta en hinar fimm til sigurs Trzaskowski. Þó svo að frambjóðendurnir hafi tekist á um fjölbreytt málefni í baráttunni segir Pawel Bartoszek borgarfulltrúi Viðreisnar að persóna forsetans og stjórnarflokksins Laga og réttlætis hafi verið miðlæg í baráttunni. „Þetta er ákveðið tækifæri stjórnarandstöðunnar til að minnka völd þess flokks vegna þess að þeir eru þegar búnir að ná völdum í efri deildinni og ef forsetaembættið myndi líka falla í skaut þeirra, þá eru möguleikar stjórnarinnar, sem er Lög og réttlæti og með meirihluta í neðri deild þginsins, til að ná ýmsum umdeildum málum orðnar minni.“ Andrzej Duda, forseti Póllands, sækist eftir endurkjöri.Vísir/EPA Sigur Trzaskowski myndi að líkindum þýða uppstokkun í pólskum stjórnmálum. „Og jafnvel þá binda einhverjar vonir við það að ef að þetta gangi eftir, að stjórnarandstaðan nái völdum í forsetaembættinu, þá jafnvel veðri boðið til kosninga fyrr og möguleiki á frekari uppstokkun á pólitíska litrófinu í Póllandi,“ segir Pawel. Pawel segist segist sakna þess að frambjóðendurnir hafi ekki getað komið sér saman um fyrirkomulag kappræðna fyrir kosningarnar. Rafal Trzaskowski er borgarstjóri Varsjár.Petr David Josek/AP „Það er mikið stress í herbúðum beggja fylkinga. Þær vilja ólmar ekki misstíga sig. Og menn eru auðvitað hræddir við kappræðuformið á þann hátt að þar er frambjóðandinn ekki í aðstæðum þar sem hann ræður þeim fullkomlega. Þannig að ég held að það sé til merkis um það stress og spennustig sem er í gangi.“ Útgönguspár munu birtast um klukkan sjö annað kvöld og sér Pawel fram á langa kosninganótt. „Þegar svo mjótt er á mununum þarf jafnvel að bíða eftir atkvæðum frá Bretlandi, atkvæðum sem greidd voru bréfleiðis. Þetta getur orðið mjög spennandi.“ Pólland Tengdar fréttir Segja pólska ríkisútvarpið ala á gyðingahatri fyrir kosningar Samtök gyðinga saka ríkissjónvarpsstöð Póllands um að ala á hatri í aðdraganda forsetakosninga um helgina. Þáttastjórnendur stöðvarinnar settu spurningamerki við hvort að mótframbjóðandi Andrzej Duda forseta ætti eftir að „verða við kröfum gyðinga“. 10. júlí 2020 23:19 Stefnir í aðra umferð kosninga í Póllandi Nái enginn frambjóðandi hreinum meirihluta í fyrstu umferð skal kosið aftur á milli þeirra tveggja atkvæðamestu. 28. júní 2020 19:48 Um fjögur þúsund Pólverjar á Íslandi kjósa sér forseta í sendiráðinu í dag: „Við höfum aldrei séð slíkar tölur“ Pólverjar ganga til forsetakosninga í dag þar sem tíu bjóða sig fram gegn sitjandi forseta, Andrzej Duda. Nokkur þúsund Pólverjar á Íslandi kjósa í sendiráðinu í dag og segir sendiherrann að kjörsóknin hér á landi hafi aldrei verið meiri. 28. júní 2020 19:00 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Borgarfulltrúi af pólskum uppruna segir að vænta megi uppstokkunar í þarlendum stjórnmálum, fari svo að Rafal Trzaskowski verði kjörinn forseti Póllands. Mikið stress sé í herbúðum beggja fylkinga og búast megi við langri kosninganótt. Mjótt er á munum fyrir aðra umferð pólsku forsetakosninganna á morgun. Valið stendur á milli tveggja ólíkra frambjóðenda, þeirra Andrzej Duda sitjandi forseta og Rafal Trzaskowski borgarstjóra Varsjár, sem bjóða Pólverjum upp á mismunandi framtíðarsýn til næstu fimm ára. Harðri kosningabaráttu frambjóðendanna lauk formlega á miðnætti. Þeir hafa varið síðustu dögum á þeytingi um Pólland enda sýna skoðanakannanir að hvert atkvæði mun skipta máli. Sjö af síðustu tólf könnunum benda til sigurs Duda forseta en hinar fimm til sigurs Trzaskowski. Þó svo að frambjóðendurnir hafi tekist á um fjölbreytt málefni í baráttunni segir Pawel Bartoszek borgarfulltrúi Viðreisnar að persóna forsetans og stjórnarflokksins Laga og réttlætis hafi verið miðlæg í baráttunni. „Þetta er ákveðið tækifæri stjórnarandstöðunnar til að minnka völd þess flokks vegna þess að þeir eru þegar búnir að ná völdum í efri deildinni og ef forsetaembættið myndi líka falla í skaut þeirra, þá eru möguleikar stjórnarinnar, sem er Lög og réttlæti og með meirihluta í neðri deild þginsins, til að ná ýmsum umdeildum málum orðnar minni.“ Andrzej Duda, forseti Póllands, sækist eftir endurkjöri.Vísir/EPA Sigur Trzaskowski myndi að líkindum þýða uppstokkun í pólskum stjórnmálum. „Og jafnvel þá binda einhverjar vonir við það að ef að þetta gangi eftir, að stjórnarandstaðan nái völdum í forsetaembættinu, þá jafnvel veðri boðið til kosninga fyrr og möguleiki á frekari uppstokkun á pólitíska litrófinu í Póllandi,“ segir Pawel. Pawel segist segist sakna þess að frambjóðendurnir hafi ekki getað komið sér saman um fyrirkomulag kappræðna fyrir kosningarnar. Rafal Trzaskowski er borgarstjóri Varsjár.Petr David Josek/AP „Það er mikið stress í herbúðum beggja fylkinga. Þær vilja ólmar ekki misstíga sig. Og menn eru auðvitað hræddir við kappræðuformið á þann hátt að þar er frambjóðandinn ekki í aðstæðum þar sem hann ræður þeim fullkomlega. Þannig að ég held að það sé til merkis um það stress og spennustig sem er í gangi.“ Útgönguspár munu birtast um klukkan sjö annað kvöld og sér Pawel fram á langa kosninganótt. „Þegar svo mjótt er á mununum þarf jafnvel að bíða eftir atkvæðum frá Bretlandi, atkvæðum sem greidd voru bréfleiðis. Þetta getur orðið mjög spennandi.“
Pólland Tengdar fréttir Segja pólska ríkisútvarpið ala á gyðingahatri fyrir kosningar Samtök gyðinga saka ríkissjónvarpsstöð Póllands um að ala á hatri í aðdraganda forsetakosninga um helgina. Þáttastjórnendur stöðvarinnar settu spurningamerki við hvort að mótframbjóðandi Andrzej Duda forseta ætti eftir að „verða við kröfum gyðinga“. 10. júlí 2020 23:19 Stefnir í aðra umferð kosninga í Póllandi Nái enginn frambjóðandi hreinum meirihluta í fyrstu umferð skal kosið aftur á milli þeirra tveggja atkvæðamestu. 28. júní 2020 19:48 Um fjögur þúsund Pólverjar á Íslandi kjósa sér forseta í sendiráðinu í dag: „Við höfum aldrei séð slíkar tölur“ Pólverjar ganga til forsetakosninga í dag þar sem tíu bjóða sig fram gegn sitjandi forseta, Andrzej Duda. Nokkur þúsund Pólverjar á Íslandi kjósa í sendiráðinu í dag og segir sendiherrann að kjörsóknin hér á landi hafi aldrei verið meiri. 28. júní 2020 19:00 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Segja pólska ríkisútvarpið ala á gyðingahatri fyrir kosningar Samtök gyðinga saka ríkissjónvarpsstöð Póllands um að ala á hatri í aðdraganda forsetakosninga um helgina. Þáttastjórnendur stöðvarinnar settu spurningamerki við hvort að mótframbjóðandi Andrzej Duda forseta ætti eftir að „verða við kröfum gyðinga“. 10. júlí 2020 23:19
Stefnir í aðra umferð kosninga í Póllandi Nái enginn frambjóðandi hreinum meirihluta í fyrstu umferð skal kosið aftur á milli þeirra tveggja atkvæðamestu. 28. júní 2020 19:48
Um fjögur þúsund Pólverjar á Íslandi kjósa sér forseta í sendiráðinu í dag: „Við höfum aldrei séð slíkar tölur“ Pólverjar ganga til forsetakosninga í dag þar sem tíu bjóða sig fram gegn sitjandi forseta, Andrzej Duda. Nokkur þúsund Pólverjar á Íslandi kjósa í sendiráðinu í dag og segir sendiherrann að kjörsóknin hér á landi hafi aldrei verið meiri. 28. júní 2020 19:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent