„Með samkennd og samúð farnast okkur ætíð betur en ella“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. júlí 2020 19:18 Bjarni Benediktsson ber blómsveig að minnisvarða um þáverandi forsætisráðherra og nafna, eiginkonu hans og barnabarn. Vísir/Berghildur „Slíkur atburður er meiri en svo að orðum verði yfir komið.“ Voru orð Kristjáns Eldjárns þáverandi forseta Ísland í ávarpi í Ríkisútvarpinu þann 10. júlí árið 1970 og lýstu þeirri þjóðarsorg sem missirinn var. Forsætisráðherrahjónin höfðu farið 9. júlí árið 1970 í ráðherrabústaðinn á Þingvöllum til að dvelja þar yfir nótt ásamt dóttursyni sínum. Hollenskir ferðamenn urðu eldsins varir um klukkan hálf tvö að nóttu þann 10. júlí 1970. „Gengu þeir umhverfis húsið en í því lyftist húsið eins og að um sprengingu hefði verið að ræða og mikið eldhaf gaus upp.“ Sagði Jóhannes Arason fréttamaður í kvöldfréttum á Rúv sama dag þegar sagt var frá brunanum. Minningarathöfn var haldin á Þingvöllum í dag þar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og nafni þáverandi forsætisráðherra bar blómsveig að minnisvarða um atburðinn og flutti ávarp ásamt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Hér er alltaf þessi angurværð sem hvílir yfir þessum stað og minnir okkur á þá sem voru kallaðir héðan of snemma,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á Þingvöllum í dag. Átti að vera skírður þennan dag „Bjarni Benediktsson var úr mínum nánasta frændgarði og þetta var örlagadagur fyrir mig því foreldrar mínir höfðu þennan dag ákveðið að skíra mig Ingimund en þurftu að slá öllu á frest og síðan hef ég borið þetta nafn og var skírður því nokkrum vikum síðar,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sem var sex mánaða þegar frændi hans lést. Halldór Blöndal fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins var 32 ára þegar eldsvoðinn varð. Þetta er einhver ógvænlegasti atburður sem ég hef lifað og maður fann það hvarvetna þar sem maður kom fólk var almennt slegið og sorgmætt, “ segir Halldór Blöndal. „Með samkennd og samúð farnast okkur ætíð betur en ella“ „Þetta skyndilega og sviplega brotthvarf Bjarna Benediktssonar úr heimi stjórnmálanna setti sinn svip á þróun mála þar á landsvísu og innan hans stjórnmálaflokks. Í stað þess að festa vissa framtíðarsýn í sessi tók við tímabil upplausnar og átaka innan Sjálfstæðisflokksins. Jóhann Hafstein varð forsætisráðherra og gegndi því embætti með þeirri samvisku sem honum var í blóð borin en ég ljóstra þó ekki upp neinu leyndarmáli þó ég segi að hugur hans stóð ekki til þess. Hér stöndum við nú hálfri öld síðar og minnumst þeirra sem fóru alltof snemma og horfum björtum augum framávið þrátt fyrir allar okkar áskoranir og þær áskoranir sem halda áfram að mæta okkur og finnum að með samkennd og samúð farnast okkur ætíð betur en ella,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. Þennan sama dag árið 2009 brann Hótel Valhöll til kaldra kola. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bruninn á Þingvöllum reiðarslag fyrir þjóðina Hálf öld frá hinum skelfilega bruna á Þingvöllum þegar eldur braust út í ráðherrabústaðnum þar. 10. júlí 2020 15:02 Minningarathöfn um forsætisráðherrahjón og barnabarn þeirra Minningarathöfn verður haldin á Þingvöllum í dag til minnast þess að hálf öld er liðin frá því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands, Sigríður Björnsdóttir eiginkona hans og fjögurra ára dóttursonur þeirra fórust í eldsvoða í ráðherrabústaðnum. 10. júlí 2020 14:30 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
„Slíkur atburður er meiri en svo að orðum verði yfir komið.“ Voru orð Kristjáns Eldjárns þáverandi forseta Ísland í ávarpi í Ríkisútvarpinu þann 10. júlí árið 1970 og lýstu þeirri þjóðarsorg sem missirinn var. Forsætisráðherrahjónin höfðu farið 9. júlí árið 1970 í ráðherrabústaðinn á Þingvöllum til að dvelja þar yfir nótt ásamt dóttursyni sínum. Hollenskir ferðamenn urðu eldsins varir um klukkan hálf tvö að nóttu þann 10. júlí 1970. „Gengu þeir umhverfis húsið en í því lyftist húsið eins og að um sprengingu hefði verið að ræða og mikið eldhaf gaus upp.“ Sagði Jóhannes Arason fréttamaður í kvöldfréttum á Rúv sama dag þegar sagt var frá brunanum. Minningarathöfn var haldin á Þingvöllum í dag þar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og nafni þáverandi forsætisráðherra bar blómsveig að minnisvarða um atburðinn og flutti ávarp ásamt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Hér er alltaf þessi angurværð sem hvílir yfir þessum stað og minnir okkur á þá sem voru kallaðir héðan of snemma,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á Þingvöllum í dag. Átti að vera skírður þennan dag „Bjarni Benediktsson var úr mínum nánasta frændgarði og þetta var örlagadagur fyrir mig því foreldrar mínir höfðu þennan dag ákveðið að skíra mig Ingimund en þurftu að slá öllu á frest og síðan hef ég borið þetta nafn og var skírður því nokkrum vikum síðar,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sem var sex mánaða þegar frændi hans lést. Halldór Blöndal fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins var 32 ára þegar eldsvoðinn varð. Þetta er einhver ógvænlegasti atburður sem ég hef lifað og maður fann það hvarvetna þar sem maður kom fólk var almennt slegið og sorgmætt, “ segir Halldór Blöndal. „Með samkennd og samúð farnast okkur ætíð betur en ella“ „Þetta skyndilega og sviplega brotthvarf Bjarna Benediktssonar úr heimi stjórnmálanna setti sinn svip á þróun mála þar á landsvísu og innan hans stjórnmálaflokks. Í stað þess að festa vissa framtíðarsýn í sessi tók við tímabil upplausnar og átaka innan Sjálfstæðisflokksins. Jóhann Hafstein varð forsætisráðherra og gegndi því embætti með þeirri samvisku sem honum var í blóð borin en ég ljóstra þó ekki upp neinu leyndarmáli þó ég segi að hugur hans stóð ekki til þess. Hér stöndum við nú hálfri öld síðar og minnumst þeirra sem fóru alltof snemma og horfum björtum augum framávið þrátt fyrir allar okkar áskoranir og þær áskoranir sem halda áfram að mæta okkur og finnum að með samkennd og samúð farnast okkur ætíð betur en ella,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. Þennan sama dag árið 2009 brann Hótel Valhöll til kaldra kola.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bruninn á Þingvöllum reiðarslag fyrir þjóðina Hálf öld frá hinum skelfilega bruna á Þingvöllum þegar eldur braust út í ráðherrabústaðnum þar. 10. júlí 2020 15:02 Minningarathöfn um forsætisráðherrahjón og barnabarn þeirra Minningarathöfn verður haldin á Þingvöllum í dag til minnast þess að hálf öld er liðin frá því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands, Sigríður Björnsdóttir eiginkona hans og fjögurra ára dóttursonur þeirra fórust í eldsvoða í ráðherrabústaðnum. 10. júlí 2020 14:30 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Bruninn á Þingvöllum reiðarslag fyrir þjóðina Hálf öld frá hinum skelfilega bruna á Þingvöllum þegar eldur braust út í ráðherrabústaðnum þar. 10. júlí 2020 15:02
Minningarathöfn um forsætisráðherrahjón og barnabarn þeirra Minningarathöfn verður haldin á Þingvöllum í dag til minnast þess að hálf öld er liðin frá því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands, Sigríður Björnsdóttir eiginkona hans og fjögurra ára dóttursonur þeirra fórust í eldsvoða í ráðherrabústaðnum. 10. júlí 2020 14:30