Reglur um heimkomusmitgát taka gildi á mánudag Kjartan Kjartansson skrifar 10. júlí 2020 17:24 Heimkomusmitgátin gildir fyrir Íslendinga eða þá sem hafa búsetu á Íslandi og kjósa að fara í sýnatöku við komu til landsins. Vísir/Vilhelm Íslenskir ríkisborgarar og aðrir sem búa á landinu þurfa að virða svonefnda heimkomusmitgát í fimm daga velji þeir að fara í sýnatöku við komuna til landsins frá og með mánudeginum 13. júlí. Reglurnar eru settar til að minnka líkur á að röng niðurstaða úr prófi á landamærunum leiði til stærri hópsmita á Íslandi. Einstaklingum sem ber að viðhafa heimkomusmitgát býðst að fara í aðra sýnatöku fjórum til fimm dögum eftir komu til landsins þeim að kostnaðarlausu. Fái þeir neikvæða niðurstöðu úr síðari sýnatöku ber þeim ekki lengur að viðhafa heimkomusmitgát en jákvæð niðurstaða leiðir alltaf til einangrunar, að því er segir í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins. Í heimkomusmitgátinni felst að viðkomandi skuli: • ekki fara á mannamót eða veislur þar sem fleiri en tíu manns eru saman komnir, • ekki vera í samneyti við fólk sem er í aukinni áhættu fyrir alvarleg veikindi/viðkvæma hópa, • gæta að tveggja metra reglunni í samskiptum við aðra, • ekki heilsa með handabandi og forðast faðmlög, • huga vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum. Þeim er aftur á móti heimilt að: • nota almenningssamgöngur til að komast á áfangastað, • fara í bíltúra, • fara í búðarferðir, • hitta vini og kunningja með ofangreindum takmörkunum. Býðst önnur ókeypis sýnataka Einstaklingum sem ber að viðhafa heimkomusmitgát býðst að fara í aðra sýnatöku fjórum til fimm dögum eftir komu til landsins þeim að kostnaðarlausu. Fái þeir neikvæða niðurstöðu úr síðari sýnatöku ber þeim ekki lengur að viðhafa heimkomusmitgát en jákvæð niðurstaða leiðir alltaf til einangrunar. Þótt breytingarnar á reglugerð nái eingöngu til íslenskra ríkisborgara og þeirra sem búa hér á landi eru fjölskyldur þeirra og aðrir sem hafa víðfeðmt tengslanet á Íslandi hvattir til að fylgja sömu reglum. Í tilkynningunni kemur einnig fram að stefnt sé að óbreyttu fyrirkomulagi á skimun á landamærum út júlí. Lagt er til að opnunartími vínveitingastaða verði óbreyttur út júlí og að fjöldatakmarkanir verði óbreyttar út ágúst, en sú ákvörðun verði þó í sífelldri endurskoðun miðað við ástand faraldursins hér á landi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Íslenskir ríkisborgarar og aðrir sem búa á landinu þurfa að virða svonefnda heimkomusmitgát í fimm daga velji þeir að fara í sýnatöku við komuna til landsins frá og með mánudeginum 13. júlí. Reglurnar eru settar til að minnka líkur á að röng niðurstaða úr prófi á landamærunum leiði til stærri hópsmita á Íslandi. Einstaklingum sem ber að viðhafa heimkomusmitgát býðst að fara í aðra sýnatöku fjórum til fimm dögum eftir komu til landsins þeim að kostnaðarlausu. Fái þeir neikvæða niðurstöðu úr síðari sýnatöku ber þeim ekki lengur að viðhafa heimkomusmitgát en jákvæð niðurstaða leiðir alltaf til einangrunar, að því er segir í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins. Í heimkomusmitgátinni felst að viðkomandi skuli: • ekki fara á mannamót eða veislur þar sem fleiri en tíu manns eru saman komnir, • ekki vera í samneyti við fólk sem er í aukinni áhættu fyrir alvarleg veikindi/viðkvæma hópa, • gæta að tveggja metra reglunni í samskiptum við aðra, • ekki heilsa með handabandi og forðast faðmlög, • huga vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum. Þeim er aftur á móti heimilt að: • nota almenningssamgöngur til að komast á áfangastað, • fara í bíltúra, • fara í búðarferðir, • hitta vini og kunningja með ofangreindum takmörkunum. Býðst önnur ókeypis sýnataka Einstaklingum sem ber að viðhafa heimkomusmitgát býðst að fara í aðra sýnatöku fjórum til fimm dögum eftir komu til landsins þeim að kostnaðarlausu. Fái þeir neikvæða niðurstöðu úr síðari sýnatöku ber þeim ekki lengur að viðhafa heimkomusmitgát en jákvæð niðurstaða leiðir alltaf til einangrunar. Þótt breytingarnar á reglugerð nái eingöngu til íslenskra ríkisborgara og þeirra sem búa hér á landi eru fjölskyldur þeirra og aðrir sem hafa víðfeðmt tengslanet á Íslandi hvattir til að fylgja sömu reglum. Í tilkynningunni kemur einnig fram að stefnt sé að óbreyttu fyrirkomulagi á skimun á landamærum út júlí. Lagt er til að opnunartími vínveitingastaða verði óbreyttur út júlí og að fjöldatakmarkanir verði óbreyttar út ágúst, en sú ákvörðun verði þó í sífelldri endurskoðun miðað við ástand faraldursins hér á landi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira