Hafa boðið starfsmönnum vinnu í öðrum fangelsum Sylvía Hall skrifar 9. júlí 2020 16:03 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það hafa verið þungbæra ákvörðun að loka fangelsinu á Akureyri. Litið hafi verið til þess að fjármunir stofnunarinnar væru betur nýttir með því að fullnýta rými í öðrum fangelsum, enda hafi nýtingin verið undir 80 prósent á Akureyri. Frá þessu greinir Áslaug á Facebook þar sem kemur jafnframt fram að það hafi kostað um hundrað milljónir á ári að halda úti fangelsinu á Akureyri. Fangelsismálastofnun telur að með því að loka fangelsinu verði til svigrúm til að fullnýta um þrjátíu pláss í stóru fangelsunum. Fimm fastir starfsmenn hafi verið í fangelsinu og búið er að bjóða þeim vinnu í öðrum fangelsum. „Fyrir liggur að 75% fanga eru af stórhöfuðborgarsvæðinu og því er kostnaðarsamara fyrir aðstandendur þeirra að heimsækja þá. Að auki er ekki unnt að veita þeim sömu þjónustu t.d. sálfræðiþjónustu og í stóru fangelsunum,“ skrifar Áslaug. Þá ætlar Áslaug að beina því til embættis Ríkislögreglustjóra að greina stöðuna eftir gagnrýni þess efnis að með lokun fangelsisins sé verið að draga úr getu lögreglunnar á Akureyri. Lögreglan hafi kallað eftir betra húsnæði en með því að loka fangelsinu sé mögulegt að stækka aðstöðuna á svæðinu. Hún segir ekki rétt að ákvörðunin stríði gegn þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar að færa opinber störf út á land líkt og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði í skoðanagrein á Vísi í dag, enda standi til að ráða tvo fangaverði á Litla-Hraun í stað þeirra sem missa vinnu á Akureyri. Þau stöðugildi séu ekki á höfuðborgarsvæðinu heldur úti á landi. „Ég hef verið mér mjög vel meðvituð um stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi flutning starfa út á land. Jafnframt því sem unnið hefur verið að framangreindri hagræðingu í fangelsiskerfinu hefur verið unnið að því í dómsmálaráðuneytinu að flytja störf undirstofnana ráðuneytisins út á landsbyggðina.“ Fangelsismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Opið bréf til dómsmálaráðherra Sæl Áslaug, ég freista þess að skrifa þér og hvetja þig til hverfa frá áformum um að loka fangelsinu á Akureyri. 9. júlí 2020 12:00 Loka fangelsinu á Akureyri Fangelsinu á Akureyri, minnstu rekstrareiningu Fangelsismálastofnunar, verður lokað. 6. júlí 2020 15:23 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það hafa verið þungbæra ákvörðun að loka fangelsinu á Akureyri. Litið hafi verið til þess að fjármunir stofnunarinnar væru betur nýttir með því að fullnýta rými í öðrum fangelsum, enda hafi nýtingin verið undir 80 prósent á Akureyri. Frá þessu greinir Áslaug á Facebook þar sem kemur jafnframt fram að það hafi kostað um hundrað milljónir á ári að halda úti fangelsinu á Akureyri. Fangelsismálastofnun telur að með því að loka fangelsinu verði til svigrúm til að fullnýta um þrjátíu pláss í stóru fangelsunum. Fimm fastir starfsmenn hafi verið í fangelsinu og búið er að bjóða þeim vinnu í öðrum fangelsum. „Fyrir liggur að 75% fanga eru af stórhöfuðborgarsvæðinu og því er kostnaðarsamara fyrir aðstandendur þeirra að heimsækja þá. Að auki er ekki unnt að veita þeim sömu þjónustu t.d. sálfræðiþjónustu og í stóru fangelsunum,“ skrifar Áslaug. Þá ætlar Áslaug að beina því til embættis Ríkislögreglustjóra að greina stöðuna eftir gagnrýni þess efnis að með lokun fangelsisins sé verið að draga úr getu lögreglunnar á Akureyri. Lögreglan hafi kallað eftir betra húsnæði en með því að loka fangelsinu sé mögulegt að stækka aðstöðuna á svæðinu. Hún segir ekki rétt að ákvörðunin stríði gegn þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar að færa opinber störf út á land líkt og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði í skoðanagrein á Vísi í dag, enda standi til að ráða tvo fangaverði á Litla-Hraun í stað þeirra sem missa vinnu á Akureyri. Þau stöðugildi séu ekki á höfuðborgarsvæðinu heldur úti á landi. „Ég hef verið mér mjög vel meðvituð um stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi flutning starfa út á land. Jafnframt því sem unnið hefur verið að framangreindri hagræðingu í fangelsiskerfinu hefur verið unnið að því í dómsmálaráðuneytinu að flytja störf undirstofnana ráðuneytisins út á landsbyggðina.“
Fangelsismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Opið bréf til dómsmálaráðherra Sæl Áslaug, ég freista þess að skrifa þér og hvetja þig til hverfa frá áformum um að loka fangelsinu á Akureyri. 9. júlí 2020 12:00 Loka fangelsinu á Akureyri Fangelsinu á Akureyri, minnstu rekstrareiningu Fangelsismálastofnunar, verður lokað. 6. júlí 2020 15:23 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Opið bréf til dómsmálaráðherra Sæl Áslaug, ég freista þess að skrifa þér og hvetja þig til hverfa frá áformum um að loka fangelsinu á Akureyri. 9. júlí 2020 12:00
Loka fangelsinu á Akureyri Fangelsinu á Akureyri, minnstu rekstrareiningu Fangelsismálastofnunar, verður lokað. 6. júlí 2020 15:23