Segir að nokkrir leikmenn Man. United eigi ekki skilið að fá að vera í klefanum Anton Ingi Leifsson skrifar 9. júlí 2020 10:30 Peter Schmeichel, goðsögn hjá Man. Utd. vísir/getty Peter Schmeichel, sem gerði garðinn frægan með Manchester United á árunum 1991 til 1999, segir að það séu leikmenn hjá félaginu sem vilji alls ekki vera þar. Þá þurfi félagið að losa sig við. Schmeichel lék með núverandi stjóra liðsins, Ole Gunnar Solskjær, á tíma sínum hjá félaginu og segir fyrrum markvörðurinn að Norðmaðurinn sé að gera magnað starf. Þegar talið barst að leikmannahópi liðsins segir Schmeichel að Ole hafi gert gott mót við að losa sig við nokkra leikmenn en það þurfi að taka enn frekar til hendinni. „Ég sagði það í viðtali fyrir löngu, löngu síðan - þegar Ole mætti, að mikilvægasta verkefnið væri ekki að fá leikmenn, heldur að losa sig við leikmenn,“ sagði Daninn í samtali við MUTV. Schmeichel says "shocking" Man Utd player doesn't belong at club in MUTV ranthttps://t.co/wM3IBFe0Lv— Mirror Football (@MirrorFootball) July 8, 2020 „Það eru nokkrir leikmenn í hópnum sem vilja alls ekki vera þarna. Þeir eru ekki að spila fyrir merkið og þeir eru að þarna til þess að skapa nafn fyrir þá sjálfa.“ „Ég var að lesa um einn leikmann sem var að reyna búa til merki eins og Beckham, sem er átakanlegt, en það eru leikmenn sem eiga ekki skilið að fá að vera í klefanum.“ „Ég held að Ole hafi gert vel að taka þá úr myndinni svo við munum bara að þeir eru hluti af hópnum þegar við tölum um þá eða lesum um leikmannahópinn. Hann hefur gert frábært starf.“ Schmeichel segir einnig að félagið eigi að halda tryggð við Spánverjann David de Gea en hann hefur verið mikið gagnrýndur á leiktíðinni. „David er okkar markvörður númer eitt. Hann er enn ungur. Hann gæti spilað í tíu ár í viðbót. Stöndum á bak við hann. Við ættum að styðja það sem við erum með því við vitum að það sem við höfum er mjög gott.“ „Hann hefur verið stórkostlegur fyrir okkur. Það er enginn vafi á því. Hann hefur staðið í markinu í erfiðasta skeiði Manchester United,“ sagði sá danski. Enski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fengu á sig mark beint úr hornspyrnu eftir að hafa misst mann af velli Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Fengu á sig mark beint úr hornspyrnu eftir að hafa misst mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Sjá meira
Peter Schmeichel, sem gerði garðinn frægan með Manchester United á árunum 1991 til 1999, segir að það séu leikmenn hjá félaginu sem vilji alls ekki vera þar. Þá þurfi félagið að losa sig við. Schmeichel lék með núverandi stjóra liðsins, Ole Gunnar Solskjær, á tíma sínum hjá félaginu og segir fyrrum markvörðurinn að Norðmaðurinn sé að gera magnað starf. Þegar talið barst að leikmannahópi liðsins segir Schmeichel að Ole hafi gert gott mót við að losa sig við nokkra leikmenn en það þurfi að taka enn frekar til hendinni. „Ég sagði það í viðtali fyrir löngu, löngu síðan - þegar Ole mætti, að mikilvægasta verkefnið væri ekki að fá leikmenn, heldur að losa sig við leikmenn,“ sagði Daninn í samtali við MUTV. Schmeichel says "shocking" Man Utd player doesn't belong at club in MUTV ranthttps://t.co/wM3IBFe0Lv— Mirror Football (@MirrorFootball) July 8, 2020 „Það eru nokkrir leikmenn í hópnum sem vilja alls ekki vera þarna. Þeir eru ekki að spila fyrir merkið og þeir eru að þarna til þess að skapa nafn fyrir þá sjálfa.“ „Ég var að lesa um einn leikmann sem var að reyna búa til merki eins og Beckham, sem er átakanlegt, en það eru leikmenn sem eiga ekki skilið að fá að vera í klefanum.“ „Ég held að Ole hafi gert vel að taka þá úr myndinni svo við munum bara að þeir eru hluti af hópnum þegar við tölum um þá eða lesum um leikmannahópinn. Hann hefur gert frábært starf.“ Schmeichel segir einnig að félagið eigi að halda tryggð við Spánverjann David de Gea en hann hefur verið mikið gagnrýndur á leiktíðinni. „David er okkar markvörður númer eitt. Hann er enn ungur. Hann gæti spilað í tíu ár í viðbót. Stöndum á bak við hann. Við ættum að styðja það sem við erum með því við vitum að það sem við höfum er mjög gott.“ „Hann hefur verið stórkostlegur fyrir okkur. Það er enginn vafi á því. Hann hefur staðið í markinu í erfiðasta skeiði Manchester United,“ sagði sá danski.
Enski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fengu á sig mark beint úr hornspyrnu eftir að hafa misst mann af velli Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Fengu á sig mark beint úr hornspyrnu eftir að hafa misst mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Sjá meira