Óskar Hrafn: Horfum á þetta sem tvö töpuð stig Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2020 23:05 Óskar Hrafn var ekki sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld. Vísir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var vægast sagt ósáttur með stigið sem hans menn fengu á heimavelli gegn FH í Pepsi Max deildinni í kvöld. Lokatölur 3-3 á Kópavogsvelli í leik þar sem varnarmistök og umdeildir dómar reyndust dýrkeyptir. „Ég er bara hundfúll. Við horfum á þetta sem tvö stig töpuð, þetta er leikur sem við áttum að vera löngu búnir að klára og ömurlegt hjá okkur að loka ekki þessum leik,“ sagði súr Óskar Hrafn beint eftir leik. Óskar Hrafn segir þreytu ekki hafa spilað neinn þátt í mistökum sinna manna í kvöld. „Við vorum ekki þreyttir. Sást það að við keyrðum á þá í 90 mínútur plús. Það er engin þreyta sem hægt er að nota sem afsökun. Menn eru að æfa allan veturinn til að vera klárir í svona. Þó við spilum á hverjum degi eða tvisvar á dag þá skiptir það engu máli. Þreyta er hugarfar og við munum aldrei afsaka okkur með að við erum þreyttir, það er ekki í boði.“ „Þetta var bara lélegt. Einstaklingsmistök í vörn, tókum ekki færin okkar. Fengum fullt af stöðum þar sem við áttum að gera miklu betur og ég er bara hundfúll.“ „Undir eðlilegum kringumstæðum myndi maður vilja að það myndi duga en það dugar ekki þegar við verjumst eins og raun ber vitni. Þegar FH nær að komast í dauðafæri í hvert skipti sem þeir komast að vítateignum okkar og það er eitthvað sem við þurfum að laga,“ sagði Óskar varðandi hvort þrjú mörk á heimavelli eigi ekki að duga til sigurs. Óskar Hrafn var spurður út í vítið sem Blikar fengu á sig en annan leikinn í röð fær liðið á sig vítaspyrnu. „Ég gæti örugglega skrifað BA ritgerð um dómgæsluna það sem af er móti en mér sýndist þetta bara vera víti. Þetta var heimskulegt hjá Damir, ekkert við því að segja. Þú veður ekki á 300 kílómetra hraða í mann sem er með boltann inn í teig. Hvort hann hljóp á hann eða hvað – ég er ekki búinn að sjá þetta – þá geri ég ekki athugasemd við það.“ „Auðvitað í hinum fullkomna heimi værum við með 15 stig en fyrst við gerum tvö jafntefli eigum við það ekki skilið. Ég er svo sem alveg sáttur með jafntefli á Akureyri úr því sem komið var fyrst við kláruðum ekki þann leik á fyrstu 60 mínútunum. Mér fannst við eiga meira skilið í dag.“ „Við þurfum að verjast betur. Ef við verjumst svona á móti KR munu þeir refsa okkur grimmilega, þeir eru þekktir fyrir það. Á móti KR máttu ekki gefa færi á þér en það er ljóst að við mætum í þann leik ferskir, erum að fá fimm daga hlé. Stefnan er að keyra yfir þá,“ sagði Óskar um hvað Blikar þurfa að laga til að landa sigri gegn Íslandsmeisturum KR í næstu umferð. Að lokum var Óskar spurður út í sigur Gróttu í kvöld en liðið sem Óskar stýrði úr 2. deild upp í þá efstu á aðeins tveimur árum vann fyrsta leikinn sinn í efstu deild – frá upphafi – í kvöld. „Ég ætla ekkert að draga úr því, það auðvitað gleður mig. Frábært hjá mínum gömlu lærisveinum að ná í sinn fyrsta sigur – sem var glæsilegur eftir því sem ég heyrði – og ég óska þeim innilega til hamingju. Það hjálpar mér ekkert rosalega mikið í pirringnum að hafa ekki farið með sigur af hólmi hér en ég óska þeim samt til hamingju,“ sagði Óskar að loum. Fótbolti Pepsi Max-deild karla Breiðablik Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik 3-3 FH | Jafntefli niðurstaðan í skemmtilegum leik Breiðablik og FH gerðu 3-3 jafntefli í Pepsi Max deild karla í ótrúlegum fótboltaleik á Kópavogsvelli í kvöld. 8. júlí 2020 22:30 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var vægast sagt ósáttur með stigið sem hans menn fengu á heimavelli gegn FH í Pepsi Max deildinni í kvöld. Lokatölur 3-3 á Kópavogsvelli í leik þar sem varnarmistök og umdeildir dómar reyndust dýrkeyptir. „Ég er bara hundfúll. Við horfum á þetta sem tvö stig töpuð, þetta er leikur sem við áttum að vera löngu búnir að klára og ömurlegt hjá okkur að loka ekki þessum leik,“ sagði súr Óskar Hrafn beint eftir leik. Óskar Hrafn segir þreytu ekki hafa spilað neinn þátt í mistökum sinna manna í kvöld. „Við vorum ekki þreyttir. Sást það að við keyrðum á þá í 90 mínútur plús. Það er engin þreyta sem hægt er að nota sem afsökun. Menn eru að æfa allan veturinn til að vera klárir í svona. Þó við spilum á hverjum degi eða tvisvar á dag þá skiptir það engu máli. Þreyta er hugarfar og við munum aldrei afsaka okkur með að við erum þreyttir, það er ekki í boði.“ „Þetta var bara lélegt. Einstaklingsmistök í vörn, tókum ekki færin okkar. Fengum fullt af stöðum þar sem við áttum að gera miklu betur og ég er bara hundfúll.“ „Undir eðlilegum kringumstæðum myndi maður vilja að það myndi duga en það dugar ekki þegar við verjumst eins og raun ber vitni. Þegar FH nær að komast í dauðafæri í hvert skipti sem þeir komast að vítateignum okkar og það er eitthvað sem við þurfum að laga,“ sagði Óskar varðandi hvort þrjú mörk á heimavelli eigi ekki að duga til sigurs. Óskar Hrafn var spurður út í vítið sem Blikar fengu á sig en annan leikinn í röð fær liðið á sig vítaspyrnu. „Ég gæti örugglega skrifað BA ritgerð um dómgæsluna það sem af er móti en mér sýndist þetta bara vera víti. Þetta var heimskulegt hjá Damir, ekkert við því að segja. Þú veður ekki á 300 kílómetra hraða í mann sem er með boltann inn í teig. Hvort hann hljóp á hann eða hvað – ég er ekki búinn að sjá þetta – þá geri ég ekki athugasemd við það.“ „Auðvitað í hinum fullkomna heimi værum við með 15 stig en fyrst við gerum tvö jafntefli eigum við það ekki skilið. Ég er svo sem alveg sáttur með jafntefli á Akureyri úr því sem komið var fyrst við kláruðum ekki þann leik á fyrstu 60 mínútunum. Mér fannst við eiga meira skilið í dag.“ „Við þurfum að verjast betur. Ef við verjumst svona á móti KR munu þeir refsa okkur grimmilega, þeir eru þekktir fyrir það. Á móti KR máttu ekki gefa færi á þér en það er ljóst að við mætum í þann leik ferskir, erum að fá fimm daga hlé. Stefnan er að keyra yfir þá,“ sagði Óskar um hvað Blikar þurfa að laga til að landa sigri gegn Íslandsmeisturum KR í næstu umferð. Að lokum var Óskar spurður út í sigur Gróttu í kvöld en liðið sem Óskar stýrði úr 2. deild upp í þá efstu á aðeins tveimur árum vann fyrsta leikinn sinn í efstu deild – frá upphafi – í kvöld. „Ég ætla ekkert að draga úr því, það auðvitað gleður mig. Frábært hjá mínum gömlu lærisveinum að ná í sinn fyrsta sigur – sem var glæsilegur eftir því sem ég heyrði – og ég óska þeim innilega til hamingju. Það hjálpar mér ekkert rosalega mikið í pirringnum að hafa ekki farið með sigur af hólmi hér en ég óska þeim samt til hamingju,“ sagði Óskar að loum.
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Breiðablik Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik 3-3 FH | Jafntefli niðurstaðan í skemmtilegum leik Breiðablik og FH gerðu 3-3 jafntefli í Pepsi Max deild karla í ótrúlegum fótboltaleik á Kópavogsvelli í kvöld. 8. júlí 2020 22:30 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Umfjöllun: Breiðablik 3-3 FH | Jafntefli niðurstaðan í skemmtilegum leik Breiðablik og FH gerðu 3-3 jafntefli í Pepsi Max deild karla í ótrúlegum fótboltaleik á Kópavogsvelli í kvöld. 8. júlí 2020 22:30