Vondaufur um að fundahöld skili nokkru Stefán Ó. Jónsson og Heimir Már Pétursson skrifa 8. júlí 2020 16:18 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, á hluthafafundi 22. maí síðastliðinn. Vísir/Vilhelm „Þetta er ekki góð staða því að báðir aðilar eru búnir að leggja á sig mikla vinnu til að ná þessum samningum, sem báðir skrifuðu undir. Þannig að við verðum að meta stöðuna upp á nýtt,“ segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group eftir að félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands kolfelldu nýjan kjarasamning við flugfélagið. Ríkissáttasemjari hefur boðað deilendur á fund í Karphúsinu á föstudag til að miðla málum en Bogi segist ekki vita hvaða tilgangi það þjónar. „Því við komumst því miður ekki lengra í þessum viðræðum. Við getum ekki boðið betur en við erum búin að bjóða,“ segir Bogi. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, sitjandi formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir í samtali við fréttastofu að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar beri með sér að félagsmenn hafi þótt Icelandair ganga of langt í hagræðingarkröfum sínum. „Ég myndi halda að það væri öllum heilla ef félagið myndi bakka með sínar kröfur. Við getum þá skrifað undir nýjan samning sem vonandi yrði samþykktur,“ segir Guðlaug. Bogi segir að forsvarsmenn Icelandair hafi lagt áherslu á að tryggja samkeppnishæfni félagsins - „og það er það sem við gerðum í þessum samningi sem skrifað var undir. Á sama tíma stóðum við vörð um starfskjör flugþjóna og flugfreyja. Við komumst því miður ekki lengra þannig að við þurfum bara að fara mjög vel yfir stöðuna núna.“ Icelandair hefur gefið það út að eitt af lykilverkefnunum í endurskipulagningu félagsins sé einmitt að semja við flugstéttir félagsins Aðspurður hvort Icelandair muni nú manna flugvélar sínar með aðstoð erlendra starfsmannaleiga segir Bogi að það hafi aldrei verið stefnan. Icelandair starfi eftir leikreglum íslensk vinnumarkaðar og flugfélagið ætli sér áfram að vera í íslensku vinnuumhverfi. „Það er algjörlega okkar stefna.“ Guðlaug segist jafnframt neita að trúa því að „jafn stórt félag og Icelandair“ ætli sér að brjóta reglur á íslenskum vinnumarkaði. „Ég ætla að trúa því að hér förum við eftir settum reglum, við ætlum að gera það og ég vona að þeir [Icelandair] geri það líka.“ Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Of langt gengið í hagræðingarkröfum Icelandair að mati félagsmanna Félagsmenn Flugfreyjufélagsins ekki til í hagræðingarkröfur Icelandair að sögn sitjandi formanns. 8. júlí 2020 13:36 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
„Þetta er ekki góð staða því að báðir aðilar eru búnir að leggja á sig mikla vinnu til að ná þessum samningum, sem báðir skrifuðu undir. Þannig að við verðum að meta stöðuna upp á nýtt,“ segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group eftir að félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands kolfelldu nýjan kjarasamning við flugfélagið. Ríkissáttasemjari hefur boðað deilendur á fund í Karphúsinu á föstudag til að miðla málum en Bogi segist ekki vita hvaða tilgangi það þjónar. „Því við komumst því miður ekki lengra í þessum viðræðum. Við getum ekki boðið betur en við erum búin að bjóða,“ segir Bogi. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, sitjandi formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir í samtali við fréttastofu að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar beri með sér að félagsmenn hafi þótt Icelandair ganga of langt í hagræðingarkröfum sínum. „Ég myndi halda að það væri öllum heilla ef félagið myndi bakka með sínar kröfur. Við getum þá skrifað undir nýjan samning sem vonandi yrði samþykktur,“ segir Guðlaug. Bogi segir að forsvarsmenn Icelandair hafi lagt áherslu á að tryggja samkeppnishæfni félagsins - „og það er það sem við gerðum í þessum samningi sem skrifað var undir. Á sama tíma stóðum við vörð um starfskjör flugþjóna og flugfreyja. Við komumst því miður ekki lengra þannig að við þurfum bara að fara mjög vel yfir stöðuna núna.“ Icelandair hefur gefið það út að eitt af lykilverkefnunum í endurskipulagningu félagsins sé einmitt að semja við flugstéttir félagsins Aðspurður hvort Icelandair muni nú manna flugvélar sínar með aðstoð erlendra starfsmannaleiga segir Bogi að það hafi aldrei verið stefnan. Icelandair starfi eftir leikreglum íslensk vinnumarkaðar og flugfélagið ætli sér áfram að vera í íslensku vinnuumhverfi. „Það er algjörlega okkar stefna.“ Guðlaug segist jafnframt neita að trúa því að „jafn stórt félag og Icelandair“ ætli sér að brjóta reglur á íslenskum vinnumarkaði. „Ég ætla að trúa því að hér förum við eftir settum reglum, við ætlum að gera það og ég vona að þeir [Icelandair] geri það líka.“
Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Of langt gengið í hagræðingarkröfum Icelandair að mati félagsmanna Félagsmenn Flugfreyjufélagsins ekki til í hagræðingarkröfur Icelandair að sögn sitjandi formanns. 8. júlí 2020 13:36 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Of langt gengið í hagræðingarkröfum Icelandair að mati félagsmanna Félagsmenn Flugfreyjufélagsins ekki til í hagræðingarkröfur Icelandair að sögn sitjandi formanns. 8. júlí 2020 13:36
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent