Máli jeppakallanna lauk með tiltali Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júlí 2020 08:41 Lögreglan sér ekki fram á að málið fari lengra. Bureko cz Máli sem snýr að meintum utanvegaakstri tékkneskra jeppakalla er lokið af hálfu lögreglunnar á Suðurlandi. Þetta staðfesti Sveinn K. Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við Vísi í morgun. Í gær var greint frá því að hópurinn, sem ekið hefur um landið á sex jeppum, hafi verið iðinn við að birta myndir af ferðalagi sínu. Þær hafa borið með sér að þeir hafi meðal annars ekið inn í Þórsmörk og eftir suðurströnd landsins, og það utan vega í einhverjum tilfellum. Myndböndum og myndum frá hópnum hefur síðan verið eytt. Hópurinn er á vegum bifreiðaverkstæðisins Bureko, sem sérhæfir sig í jeppabreytingum. Hann kom hingað til lands með Norrænu þann 3. júlí. Í samtali við Vísi segir Sveinn að lögreglan hafi hitt á hópinn í Reykjavík í gær. Þar hafi þeir fengið tiltal. „Við bentum þeim á hvaða reglur eru í gildi á Íslandi varðandi akstur utan vega og ýttum við þeim með það. En það er engin kæra á þá eða svoleiðis,“ segir Sveinn. Hann segir hópinn hafa tekið tiltali lögreglunnar vel. Hann segist ekki gera ráð fyrir að athæfi hópsins muni hafa frekari afleiðingar. „Við höfum ekki neinar upplýsingar um hvar nákvæmlega þeir hafa verið að keyra utan vega. Á meðan við höfum slíkt ekki í hendi er ósköp lítið sem við getum gert. Málinu er í sjálfu sér lokið eftir að við náðum tali af þeim og gátum rætt við þá.“ Sveinn segir að út frá myndböndum sem hópurinn birti virðist sem um utanvegaakstur sé að ræða. „Á meðan við höfum ekki nákvæmar staðsetningar á brotum getum við ekki kært neitt,“ segir Sveinn og kveðst hann vona að hópurinn láti utanvegaakstur hér á landi eiga sig héðan í frá. Lögreglumál Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Sjá meira
Máli sem snýr að meintum utanvegaakstri tékkneskra jeppakalla er lokið af hálfu lögreglunnar á Suðurlandi. Þetta staðfesti Sveinn K. Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við Vísi í morgun. Í gær var greint frá því að hópurinn, sem ekið hefur um landið á sex jeppum, hafi verið iðinn við að birta myndir af ferðalagi sínu. Þær hafa borið með sér að þeir hafi meðal annars ekið inn í Þórsmörk og eftir suðurströnd landsins, og það utan vega í einhverjum tilfellum. Myndböndum og myndum frá hópnum hefur síðan verið eytt. Hópurinn er á vegum bifreiðaverkstæðisins Bureko, sem sérhæfir sig í jeppabreytingum. Hann kom hingað til lands með Norrænu þann 3. júlí. Í samtali við Vísi segir Sveinn að lögreglan hafi hitt á hópinn í Reykjavík í gær. Þar hafi þeir fengið tiltal. „Við bentum þeim á hvaða reglur eru í gildi á Íslandi varðandi akstur utan vega og ýttum við þeim með það. En það er engin kæra á þá eða svoleiðis,“ segir Sveinn. Hann segir hópinn hafa tekið tiltali lögreglunnar vel. Hann segist ekki gera ráð fyrir að athæfi hópsins muni hafa frekari afleiðingar. „Við höfum ekki neinar upplýsingar um hvar nákvæmlega þeir hafa verið að keyra utan vega. Á meðan við höfum slíkt ekki í hendi er ósköp lítið sem við getum gert. Málinu er í sjálfu sér lokið eftir að við náðum tali af þeim og gátum rætt við þá.“ Sveinn segir að út frá myndböndum sem hópurinn birti virðist sem um utanvegaakstur sé að ræða. „Á meðan við höfum ekki nákvæmar staðsetningar á brotum getum við ekki kært neitt,“ segir Sveinn og kveðst hann vona að hópurinn láti utanvegaakstur hér á landi eiga sig héðan í frá.
Lögreglumál Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Sjá meira