Máli jeppakallanna lauk með tiltali Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júlí 2020 08:41 Lögreglan sér ekki fram á að málið fari lengra. Bureko cz Máli sem snýr að meintum utanvegaakstri tékkneskra jeppakalla er lokið af hálfu lögreglunnar á Suðurlandi. Þetta staðfesti Sveinn K. Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við Vísi í morgun. Í gær var greint frá því að hópurinn, sem ekið hefur um landið á sex jeppum, hafi verið iðinn við að birta myndir af ferðalagi sínu. Þær hafa borið með sér að þeir hafi meðal annars ekið inn í Þórsmörk og eftir suðurströnd landsins, og það utan vega í einhverjum tilfellum. Myndböndum og myndum frá hópnum hefur síðan verið eytt. Hópurinn er á vegum bifreiðaverkstæðisins Bureko, sem sérhæfir sig í jeppabreytingum. Hann kom hingað til lands með Norrænu þann 3. júlí. Í samtali við Vísi segir Sveinn að lögreglan hafi hitt á hópinn í Reykjavík í gær. Þar hafi þeir fengið tiltal. „Við bentum þeim á hvaða reglur eru í gildi á Íslandi varðandi akstur utan vega og ýttum við þeim með það. En það er engin kæra á þá eða svoleiðis,“ segir Sveinn. Hann segir hópinn hafa tekið tiltali lögreglunnar vel. Hann segist ekki gera ráð fyrir að athæfi hópsins muni hafa frekari afleiðingar. „Við höfum ekki neinar upplýsingar um hvar nákvæmlega þeir hafa verið að keyra utan vega. Á meðan við höfum slíkt ekki í hendi er ósköp lítið sem við getum gert. Málinu er í sjálfu sér lokið eftir að við náðum tali af þeim og gátum rætt við þá.“ Sveinn segir að út frá myndböndum sem hópurinn birti virðist sem um utanvegaakstur sé að ræða. „Á meðan við höfum ekki nákvæmar staðsetningar á brotum getum við ekki kært neitt,“ segir Sveinn og kveðst hann vona að hópurinn láti utanvegaakstur hér á landi eiga sig héðan í frá. Lögreglumál Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Sjá meira
Máli sem snýr að meintum utanvegaakstri tékkneskra jeppakalla er lokið af hálfu lögreglunnar á Suðurlandi. Þetta staðfesti Sveinn K. Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við Vísi í morgun. Í gær var greint frá því að hópurinn, sem ekið hefur um landið á sex jeppum, hafi verið iðinn við að birta myndir af ferðalagi sínu. Þær hafa borið með sér að þeir hafi meðal annars ekið inn í Þórsmörk og eftir suðurströnd landsins, og það utan vega í einhverjum tilfellum. Myndböndum og myndum frá hópnum hefur síðan verið eytt. Hópurinn er á vegum bifreiðaverkstæðisins Bureko, sem sérhæfir sig í jeppabreytingum. Hann kom hingað til lands með Norrænu þann 3. júlí. Í samtali við Vísi segir Sveinn að lögreglan hafi hitt á hópinn í Reykjavík í gær. Þar hafi þeir fengið tiltal. „Við bentum þeim á hvaða reglur eru í gildi á Íslandi varðandi akstur utan vega og ýttum við þeim með það. En það er engin kæra á þá eða svoleiðis,“ segir Sveinn. Hann segir hópinn hafa tekið tiltali lögreglunnar vel. Hann segist ekki gera ráð fyrir að athæfi hópsins muni hafa frekari afleiðingar. „Við höfum ekki neinar upplýsingar um hvar nákvæmlega þeir hafa verið að keyra utan vega. Á meðan við höfum slíkt ekki í hendi er ósköp lítið sem við getum gert. Málinu er í sjálfu sér lokið eftir að við náðum tali af þeim og gátum rætt við þá.“ Sveinn segir að út frá myndböndum sem hópurinn birti virðist sem um utanvegaakstur sé að ræða. „Á meðan við höfum ekki nákvæmar staðsetningar á brotum getum við ekki kært neitt,“ segir Sveinn og kveðst hann vona að hópurinn láti utanvegaakstur hér á landi eiga sig héðan í frá.
Lögreglumál Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Sjá meira