Enn renna menn á Greifavelli: Slitin krossbönd, rauð spjöld, vítaspyrnur og töpuð stig Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2020 14:00 Úr leik KA og KR á síðustu leiktíð. Vísir/Bára Í gær fór fram leikur KA og Breiðabliks á Greifavelli á Akureyri í Pepsi Max deildinni í fótbolta. Gestirnir úr Kópavogi björguðu stigi með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma eftir að Hrannar Björn Steingrímsson, varnarmaður KA, rann á vellinum og boltinn hafði í kjölfarið viðkomu í hendi leikmannsins. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan sem og vítaspyrnuna sem KA fékk dæmda skömmu áður. Undir lok fyrri hálfleiks fékk Thomas Mikkelsen, framherji Breiðabliks, gult spjald þegar völlurinn sveik hann. Fyrsta snerting Mikkelsen sveik hann reyndar áður en völlurinn tók til sinna mála. Mikkelsen gerði heiðarlega tilraun til að setja Bjarna Aðalsteinsson, leikmann KA, undir pressu eftir að missa boltann. Gekk það ekki betur en svo að vinstri fótur danska framherjans rann á lausum vellinum og Daninn skall á Bjarna sem lá sárþjáður eftir. Skjáskot úr útsendingu Stöðvar 2 Sport þegar Mikkelsen missir jafnvægið og lendir á Bjarna.Mynd/Stöð 2 Sport Mikkelsen var ekki sá eini sem átti erfitt með að fóta sig á vellinum en leikmenn beggja liða áttu erfitt með að halda sér á jörðinni sem og Jóhann Ingi Jónsson, dómari leiksins, en hann flaug á hausinn á meðan leik stóð. Þá meiddist Gísli Eyjólfsson, leikmaður Blika, á nára í gær og verður frá í einhverjar vikur. Sem betur fer fyrir KA höfðu vallaraðstæður ekki jafn slæmar afleiðingar og í leik KA og Leiknis Reykjavíkur í Mjólkurbikarnum á dögunum. Sá leikur var aðeins tuttugu mínútna gamall þegar Sólon Breki Leifsson, framherji Leiknis, ætlaði sér að setja pressu á Hallgrím Jónasson, miðvörð KA, með þeim afleiðingum að sóknarmaðurinn ungi missti jafnvægið og skall af öllu afli á Hallgrími. Niðurstaðan sú að Hallgrímur er nú fótbrotinn og með slitið krossband. Aðeins tíu mínútum síðar rann Sólon aftur, að þessu sinni er hann hljóp í áttina að Kristijan Jajalo, markvörð KA. Sem betur fer slapp markvörðurinn betur en Hallgrímur. Sólon fékk hins vegar sitt annað gula spjald í leiknum og þar með rautt. Brynjar Hlöðversson, samherji Sólons, fór svo sömu leið eftir að mótmæla dómnum. KA hefur nú leikið tvo deildarleiki og einn bikarleik á Greifavelli. Markalaust jafntefli var niðurstaðan í leik Víkings og KA. Í 6-0 sigrinum gegn Leikni þá misstu heimamenn Hallgrím Jónasson, einn besta varnarmann deildarinnar, í meiðsli fram að næstu leiktíð hið minnsta. Svo í gær gegn Blikum þá kostaði völlurinn þá tvö stig og í raun var það aðeins heppni að ekki fór verr þegar Mikkelsen rann á Bjarna. Vallaraðstæður voru til umræðu bæði eftir leik sem og í Pepsi Max Stúkunni á sunnudagskvöld. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, tjáði sig á Facebook-síðu sinni þar sem hann bendir á að KA hafi beðið um að spila ekki heimaleik svo skömmu eftir að N1-mótið færi fram þar í bæ. Þá fékk félagið ekki styrk úr mannvirkjasjóði KSÍ en Sævar segir það löngu ljóst að völlurinn þurfi andlitslyftingu. Til að mynda eru drenlagnir vallarins ónýtar og kostar sitt að skipta um þær. Greifavöllur er svosem ekki eina vesen KA manna. En eins og maður segir alltaf, völlurinn eins fyrir bæði lið. pic.twitter.com/OehUdSw2no— Gunnar Birgisson (@grjotze) July 5, 2020 Eftir aðeins þrjá leiki ætti KA að hafa næg sönnunargögn þess efnis að Greifavöllur þurfi á uppfærslu að halda ef ekki á illa að fara í sumar eða á komandi misserum. Fréttin hefur verið uppfærð. Pepsi Max-deild karla KA Fótbolti Íslenski boltinn Akureyri Tengdar fréttir Óskar sagði undirlagið á KA-vellinum eitt það daprasta í Evrópu Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki hrifinn af vellinum á Akureyri í leik Blika og KA í gær en Óskar kallaði undirlagið á vellinum eitt það daprasta í efstu deild í Evrópu. 6. júlí 2020 08:00 Umfjöllun og viðtöl: KA 2-2 Breiðablik | Ótrúleg dramatík í uppbótartíma fyrir Norðan KA og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli í dramatískum leik þar sem tvö víti voru dæmd í uppbótartíma. 5. júlí 2020 19:25 Óskar sagði undirlagið á KA-vellinum eitt það daprasta í Evrópu Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki hrifinn af vellinum á Akureyri í leik Blika og KA í gær en Óskar kallaði undirlagið á vellinum eitt það daprasta í efstu deild í Evrópu. 6. júlí 2020 08:00 Tvíburabræðurnir frá Dalvík báðir ristarbrotnir KA verður án framherjans Nökkva Þeys Þórissonar næstu vikurnar, að minnsta kosti, eftir að í ljós kom að hann er ristarbrotinn. 6. júlí 2020 12:00 Mest lesið Leik lokið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
Í gær fór fram leikur KA og Breiðabliks á Greifavelli á Akureyri í Pepsi Max deildinni í fótbolta. Gestirnir úr Kópavogi björguðu stigi með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma eftir að Hrannar Björn Steingrímsson, varnarmaður KA, rann á vellinum og boltinn hafði í kjölfarið viðkomu í hendi leikmannsins. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan sem og vítaspyrnuna sem KA fékk dæmda skömmu áður. Undir lok fyrri hálfleiks fékk Thomas Mikkelsen, framherji Breiðabliks, gult spjald þegar völlurinn sveik hann. Fyrsta snerting Mikkelsen sveik hann reyndar áður en völlurinn tók til sinna mála. Mikkelsen gerði heiðarlega tilraun til að setja Bjarna Aðalsteinsson, leikmann KA, undir pressu eftir að missa boltann. Gekk það ekki betur en svo að vinstri fótur danska framherjans rann á lausum vellinum og Daninn skall á Bjarna sem lá sárþjáður eftir. Skjáskot úr útsendingu Stöðvar 2 Sport þegar Mikkelsen missir jafnvægið og lendir á Bjarna.Mynd/Stöð 2 Sport Mikkelsen var ekki sá eini sem átti erfitt með að fóta sig á vellinum en leikmenn beggja liða áttu erfitt með að halda sér á jörðinni sem og Jóhann Ingi Jónsson, dómari leiksins, en hann flaug á hausinn á meðan leik stóð. Þá meiddist Gísli Eyjólfsson, leikmaður Blika, á nára í gær og verður frá í einhverjar vikur. Sem betur fer fyrir KA höfðu vallaraðstæður ekki jafn slæmar afleiðingar og í leik KA og Leiknis Reykjavíkur í Mjólkurbikarnum á dögunum. Sá leikur var aðeins tuttugu mínútna gamall þegar Sólon Breki Leifsson, framherji Leiknis, ætlaði sér að setja pressu á Hallgrím Jónasson, miðvörð KA, með þeim afleiðingum að sóknarmaðurinn ungi missti jafnvægið og skall af öllu afli á Hallgrími. Niðurstaðan sú að Hallgrímur er nú fótbrotinn og með slitið krossband. Aðeins tíu mínútum síðar rann Sólon aftur, að þessu sinni er hann hljóp í áttina að Kristijan Jajalo, markvörð KA. Sem betur fer slapp markvörðurinn betur en Hallgrímur. Sólon fékk hins vegar sitt annað gula spjald í leiknum og þar með rautt. Brynjar Hlöðversson, samherji Sólons, fór svo sömu leið eftir að mótmæla dómnum. KA hefur nú leikið tvo deildarleiki og einn bikarleik á Greifavelli. Markalaust jafntefli var niðurstaðan í leik Víkings og KA. Í 6-0 sigrinum gegn Leikni þá misstu heimamenn Hallgrím Jónasson, einn besta varnarmann deildarinnar, í meiðsli fram að næstu leiktíð hið minnsta. Svo í gær gegn Blikum þá kostaði völlurinn þá tvö stig og í raun var það aðeins heppni að ekki fór verr þegar Mikkelsen rann á Bjarna. Vallaraðstæður voru til umræðu bæði eftir leik sem og í Pepsi Max Stúkunni á sunnudagskvöld. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, tjáði sig á Facebook-síðu sinni þar sem hann bendir á að KA hafi beðið um að spila ekki heimaleik svo skömmu eftir að N1-mótið færi fram þar í bæ. Þá fékk félagið ekki styrk úr mannvirkjasjóði KSÍ en Sævar segir það löngu ljóst að völlurinn þurfi andlitslyftingu. Til að mynda eru drenlagnir vallarins ónýtar og kostar sitt að skipta um þær. Greifavöllur er svosem ekki eina vesen KA manna. En eins og maður segir alltaf, völlurinn eins fyrir bæði lið. pic.twitter.com/OehUdSw2no— Gunnar Birgisson (@grjotze) July 5, 2020 Eftir aðeins þrjá leiki ætti KA að hafa næg sönnunargögn þess efnis að Greifavöllur þurfi á uppfærslu að halda ef ekki á illa að fara í sumar eða á komandi misserum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Pepsi Max-deild karla KA Fótbolti Íslenski boltinn Akureyri Tengdar fréttir Óskar sagði undirlagið á KA-vellinum eitt það daprasta í Evrópu Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki hrifinn af vellinum á Akureyri í leik Blika og KA í gær en Óskar kallaði undirlagið á vellinum eitt það daprasta í efstu deild í Evrópu. 6. júlí 2020 08:00 Umfjöllun og viðtöl: KA 2-2 Breiðablik | Ótrúleg dramatík í uppbótartíma fyrir Norðan KA og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli í dramatískum leik þar sem tvö víti voru dæmd í uppbótartíma. 5. júlí 2020 19:25 Óskar sagði undirlagið á KA-vellinum eitt það daprasta í Evrópu Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki hrifinn af vellinum á Akureyri í leik Blika og KA í gær en Óskar kallaði undirlagið á vellinum eitt það daprasta í efstu deild í Evrópu. 6. júlí 2020 08:00 Tvíburabræðurnir frá Dalvík báðir ristarbrotnir KA verður án framherjans Nökkva Þeys Þórissonar næstu vikurnar, að minnsta kosti, eftir að í ljós kom að hann er ristarbrotinn. 6. júlí 2020 12:00 Mest lesið Leik lokið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
Óskar sagði undirlagið á KA-vellinum eitt það daprasta í Evrópu Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki hrifinn af vellinum á Akureyri í leik Blika og KA í gær en Óskar kallaði undirlagið á vellinum eitt það daprasta í efstu deild í Evrópu. 6. júlí 2020 08:00
Umfjöllun og viðtöl: KA 2-2 Breiðablik | Ótrúleg dramatík í uppbótartíma fyrir Norðan KA og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli í dramatískum leik þar sem tvö víti voru dæmd í uppbótartíma. 5. júlí 2020 19:25
Óskar sagði undirlagið á KA-vellinum eitt það daprasta í Evrópu Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki hrifinn af vellinum á Akureyri í leik Blika og KA í gær en Óskar kallaði undirlagið á vellinum eitt það daprasta í efstu deild í Evrópu. 6. júlí 2020 08:00
Tvíburabræðurnir frá Dalvík báðir ristarbrotnir KA verður án framherjans Nökkva Þeys Þórissonar næstu vikurnar, að minnsta kosti, eftir að í ljós kom að hann er ristarbrotinn. 6. júlí 2020 12:00