Tvíburabræðurnir frá Dalvík báðir ristarbrotnir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2020 12:00 Nökkvi Þeyr þarf að fylgjast með sínum mönnum í KA af hliðarlínunni næstu vikurnar. vísir/auðunn Nökkvi Þeyr Þórisson, framherji KA, er ristarbrotinn og verður frá keppni næstu vikurnar. Dalvíkingurinn hafði spilað kvalinn í einhvern tíma áður en hann fór í myndatöku. Þar kom í ljós að hann er ristarbrotinn. „Það er ekki alveg vitað hvenær þetta gerðist. Ég var með verk í ristinni en spilaði í gegnum sársaukann. En hann jókst og jókst þannig ég ákvað að fara í myndatöku. Og þá kom í ljós að ég var fótbrotinn,“ sagði Nökkvi í samtali við Vísi í dag. Hann grunar að hann hafi brotnað í leiknum gegn Víkingi í 2. umferð Pepsi Max-deildarinnar 20. maí en læknar telja að það gæti hafa gerst enn fyrr, jafnvel í janúar. Ef allt gengur að óskum vonast Nökkvi til að geta byrjað að æfa aftur eftir fjórar vikur. „Læknirinn vildi senda mig beint í aðgerð en þá væri tímabilinu lokið hjá mér. Hinn möguleikinn var að fara í göngugifs, vera í því í fjórar vikur og prófa svo til að sjá hvort ég væri enn með verk. Ef verkurinn er enn til staðar verð ég tvær vikur í viðbót í gifsi og prófa svo aftur. Og ef það gengur ekki fer ég í aðgerð,“ sagði Nökkvi. „Vonandi get ég spilað eftir þessar 4-6 vikur, klárað tímabilið og farið svo í aðgerð. Þeir vilja alltaf senda mig í aðgerð upp á öryggið.“ Nökkvi byrjaði tímabilið af krafti. Dalvíkingurinn skoraði í 3-1 tapinu fyrir ÍA í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar og í bikarleiknum gegn Leikni R. skoraði hann tvö mörk og lagði upp tvö. „Þetta er mjög svekkjandi. Ég bjóst ekkert við því að ég væri fótbrotinn þar sem ég var að spila. Þetta var áfall. Þetta kallast álagsbrot og það hefur eitthvað gefið sig,“ sagði Nökkvi. Hann er ekki sá eini í fjölskyldunni sem er fótbrotinn. Tvíburabróðir hans, Þorri Mar, varð fyrir sömu meiðslum. „Þetta er nákvæmlega sama brot og bróðir minn er með, bara á hinum fætinum. Þetta er bara speglun. Við erum eineggja tvíburar þannig ég gat ekki verið minni maður,“ sagði Nökkvi hlæjandi að lokum. KA gerði 2-2 jafntefli við topplið Breiðabliks í gær. KA-menn eru í 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar með tvö stig. Pepsi Max-deild karla KA Tengdar fréttir Óskar sagði undirlagið á KA-vellinum eitt það daprasta í Evrópu Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki hrifinn af vellinum á Akureyri í leik Blika og KA í gær en Óskar kallaði undirlagið á vellinum eitt það daprasta í efstu deild í Evrópu. 6. júlí 2020 08:00 Sjáðu ótrúlega dramatík í lok leiks KA og Breiðabliks KA tók á móti Breiðablik í Pepsi Max deild karla í dag. Lokatölur 2-2 en lokamínútur leiksins voru dramatískar. 5. júlí 2020 19:45 Umfjöllun og viðtöl: KA 2-2 Breiðablik | Ótrúleg dramatík í uppbótartíma fyrir Norðan KA og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli í dramatískum leik þar sem tvö víti voru dæmd í uppbótartíma. 5. júlí 2020 19:25 Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Sjá meira
Nökkvi Þeyr Þórisson, framherji KA, er ristarbrotinn og verður frá keppni næstu vikurnar. Dalvíkingurinn hafði spilað kvalinn í einhvern tíma áður en hann fór í myndatöku. Þar kom í ljós að hann er ristarbrotinn. „Það er ekki alveg vitað hvenær þetta gerðist. Ég var með verk í ristinni en spilaði í gegnum sársaukann. En hann jókst og jókst þannig ég ákvað að fara í myndatöku. Og þá kom í ljós að ég var fótbrotinn,“ sagði Nökkvi í samtali við Vísi í dag. Hann grunar að hann hafi brotnað í leiknum gegn Víkingi í 2. umferð Pepsi Max-deildarinnar 20. maí en læknar telja að það gæti hafa gerst enn fyrr, jafnvel í janúar. Ef allt gengur að óskum vonast Nökkvi til að geta byrjað að æfa aftur eftir fjórar vikur. „Læknirinn vildi senda mig beint í aðgerð en þá væri tímabilinu lokið hjá mér. Hinn möguleikinn var að fara í göngugifs, vera í því í fjórar vikur og prófa svo til að sjá hvort ég væri enn með verk. Ef verkurinn er enn til staðar verð ég tvær vikur í viðbót í gifsi og prófa svo aftur. Og ef það gengur ekki fer ég í aðgerð,“ sagði Nökkvi. „Vonandi get ég spilað eftir þessar 4-6 vikur, klárað tímabilið og farið svo í aðgerð. Þeir vilja alltaf senda mig í aðgerð upp á öryggið.“ Nökkvi byrjaði tímabilið af krafti. Dalvíkingurinn skoraði í 3-1 tapinu fyrir ÍA í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar og í bikarleiknum gegn Leikni R. skoraði hann tvö mörk og lagði upp tvö. „Þetta er mjög svekkjandi. Ég bjóst ekkert við því að ég væri fótbrotinn þar sem ég var að spila. Þetta var áfall. Þetta kallast álagsbrot og það hefur eitthvað gefið sig,“ sagði Nökkvi. Hann er ekki sá eini í fjölskyldunni sem er fótbrotinn. Tvíburabróðir hans, Þorri Mar, varð fyrir sömu meiðslum. „Þetta er nákvæmlega sama brot og bróðir minn er með, bara á hinum fætinum. Þetta er bara speglun. Við erum eineggja tvíburar þannig ég gat ekki verið minni maður,“ sagði Nökkvi hlæjandi að lokum. KA gerði 2-2 jafntefli við topplið Breiðabliks í gær. KA-menn eru í 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar með tvö stig.
Pepsi Max-deild karla KA Tengdar fréttir Óskar sagði undirlagið á KA-vellinum eitt það daprasta í Evrópu Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki hrifinn af vellinum á Akureyri í leik Blika og KA í gær en Óskar kallaði undirlagið á vellinum eitt það daprasta í efstu deild í Evrópu. 6. júlí 2020 08:00 Sjáðu ótrúlega dramatík í lok leiks KA og Breiðabliks KA tók á móti Breiðablik í Pepsi Max deild karla í dag. Lokatölur 2-2 en lokamínútur leiksins voru dramatískar. 5. júlí 2020 19:45 Umfjöllun og viðtöl: KA 2-2 Breiðablik | Ótrúleg dramatík í uppbótartíma fyrir Norðan KA og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli í dramatískum leik þar sem tvö víti voru dæmd í uppbótartíma. 5. júlí 2020 19:25 Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Sjá meira
Óskar sagði undirlagið á KA-vellinum eitt það daprasta í Evrópu Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki hrifinn af vellinum á Akureyri í leik Blika og KA í gær en Óskar kallaði undirlagið á vellinum eitt það daprasta í efstu deild í Evrópu. 6. júlí 2020 08:00
Sjáðu ótrúlega dramatík í lok leiks KA og Breiðabliks KA tók á móti Breiðablik í Pepsi Max deild karla í dag. Lokatölur 2-2 en lokamínútur leiksins voru dramatískar. 5. júlí 2020 19:45
Umfjöllun og viðtöl: KA 2-2 Breiðablik | Ótrúleg dramatík í uppbótartíma fyrir Norðan KA og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli í dramatískum leik þar sem tvö víti voru dæmd í uppbótartíma. 5. júlí 2020 19:25
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti