„Ekki einungis fíklar sem neyta fíkniefna“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. júlí 2020 14:30 Helgi Gunnlaugsson er sérfræðingur í afbrotafræðum. VÍSIR/VILHELM Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði var meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þeir afglæpavæðingu fíkniefna en Helgi segir að sú staðreynd að ekki einungis fíklar neyti fíkniefna sé mögulega ákveðin fyrirstaða fyrir því að ganga alla leið í afglæpavæðingunni. „Það sem ég held að gæti verið ákveðin fyrirstaða fyrir því að menn gangi alla leið er að við virðumst núna vera sammála því að gera eitthvað fyrir fíkla. Það eru eiginlega allir sammála því að það eigi ekki að refsa fíklum fyrir sjúkdóm sinn en það eru ekki bara fíklar sem nota fíkniefni. Það er mikil afþreyingarneysla á fíkniefnum í okkar samfélagi og ég hef það á tilfinningunni að það séu margir á Alþingi, pólitísku baklandi og jafnvel út um allt land sem vilja ekki að einhverju leyti gera það refsilaust fyrir unga fólkið okkar að neyta fíkniefna. Að menn eigi erfitt með að kyngja því að fara að líta framhjá því. Ég veit það frá kollegum mínum á Norðurlöndunum að þetta er ákveðin fyrirstaða þar fyrir því að ganga skrefið alla leið, að þá sé bara í lagi að neyta fíkniefna eins og hvert annað vímuefni,“ sagði Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði. Helgi vísar í viðhorfsmælingar og segir að samkvæmt þeim hafi Íslendingar töluverðar áhyggjur af fíkniefnavandanum. „Meirihluti þjóðarinnar hefur verið fylgjandi þessari löggjöf eins og hún er hjá okkur í dag, en það sem ég hef séð á síðustu árum er að það er vaxandi stuðningur við nýjar leiðir eins og t.d. varðandi það að afnema refsingar fyrir vörslu og nýjasta mælingin, sem er frá því í fyrra, sýnir að það er þriðjungur þjóðarinnar sem vill sjá þessar breytingar. Ef við skoðum hverjir það eru þá eru það fyrst og fremst unga fólkið, meirihluti ungs fólks undir þrítugu vill ganga þetta skref sem þetta frumvarp gengur út á. Þannig að það er gerjun í þessum málaflokki og það er umræða og vaxandi stuðningur við að leita nýrra leiða,“ sagði Helgi. Sprengisandur Fíkn Alþingi Tengdar fréttir Stjórnarmeirihluti í afneitun vegna afglæpavæðingar Eitt síðasta verk stjórnarliða á Alþingi var að fella frumvarp Pírata um afnám refsinga vegna vörslu neysluskammta vímuefna. 5. júlí 2020 09:00 Áslaug Arna segir frumvarp Pírata um „afglæpavæðingu“ ekki nothæft Dómsmálaráðherra segir frumvörp ekki ályktun félagasamtaka. 2. júlí 2020 13:14 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Fleiri fréttir Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Sjá meira
Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði var meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þeir afglæpavæðingu fíkniefna en Helgi segir að sú staðreynd að ekki einungis fíklar neyti fíkniefna sé mögulega ákveðin fyrirstaða fyrir því að ganga alla leið í afglæpavæðingunni. „Það sem ég held að gæti verið ákveðin fyrirstaða fyrir því að menn gangi alla leið er að við virðumst núna vera sammála því að gera eitthvað fyrir fíkla. Það eru eiginlega allir sammála því að það eigi ekki að refsa fíklum fyrir sjúkdóm sinn en það eru ekki bara fíklar sem nota fíkniefni. Það er mikil afþreyingarneysla á fíkniefnum í okkar samfélagi og ég hef það á tilfinningunni að það séu margir á Alþingi, pólitísku baklandi og jafnvel út um allt land sem vilja ekki að einhverju leyti gera það refsilaust fyrir unga fólkið okkar að neyta fíkniefna. Að menn eigi erfitt með að kyngja því að fara að líta framhjá því. Ég veit það frá kollegum mínum á Norðurlöndunum að þetta er ákveðin fyrirstaða þar fyrir því að ganga skrefið alla leið, að þá sé bara í lagi að neyta fíkniefna eins og hvert annað vímuefni,“ sagði Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði. Helgi vísar í viðhorfsmælingar og segir að samkvæmt þeim hafi Íslendingar töluverðar áhyggjur af fíkniefnavandanum. „Meirihluti þjóðarinnar hefur verið fylgjandi þessari löggjöf eins og hún er hjá okkur í dag, en það sem ég hef séð á síðustu árum er að það er vaxandi stuðningur við nýjar leiðir eins og t.d. varðandi það að afnema refsingar fyrir vörslu og nýjasta mælingin, sem er frá því í fyrra, sýnir að það er þriðjungur þjóðarinnar sem vill sjá þessar breytingar. Ef við skoðum hverjir það eru þá eru það fyrst og fremst unga fólkið, meirihluti ungs fólks undir þrítugu vill ganga þetta skref sem þetta frumvarp gengur út á. Þannig að það er gerjun í þessum málaflokki og það er umræða og vaxandi stuðningur við að leita nýrra leiða,“ sagði Helgi.
Sprengisandur Fíkn Alþingi Tengdar fréttir Stjórnarmeirihluti í afneitun vegna afglæpavæðingar Eitt síðasta verk stjórnarliða á Alþingi var að fella frumvarp Pírata um afnám refsinga vegna vörslu neysluskammta vímuefna. 5. júlí 2020 09:00 Áslaug Arna segir frumvarp Pírata um „afglæpavæðingu“ ekki nothæft Dómsmálaráðherra segir frumvörp ekki ályktun félagasamtaka. 2. júlí 2020 13:14 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Fleiri fréttir Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Sjá meira
Stjórnarmeirihluti í afneitun vegna afglæpavæðingar Eitt síðasta verk stjórnarliða á Alþingi var að fella frumvarp Pírata um afnám refsinga vegna vörslu neysluskammta vímuefna. 5. júlí 2020 09:00
Áslaug Arna segir frumvarp Pírata um „afglæpavæðingu“ ekki nothæft Dómsmálaráðherra segir frumvörp ekki ályktun félagasamtaka. 2. júlí 2020 13:14