Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2020 23:27 Trump á sviði við Rushmore-fjall í gær. Í fjallið eru grafin andlit fjögurra fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Frá vinstri: George Washington, Thomas Jefferson, Teddy Roosevelt og Abraham Lincoln. Nýlegir atburðir í Bandaríkjunum hafa látið marga landsmenn endurskoða álit sitt á leiðtogum fortíðarinnar, þar á meðal á Washington sem var þrælahaldari. AP/Alex Brandon Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. Forsetinn nýtti ræðu sína í tilefni af þjóðarhátíðardeginum til þess að draga upp dökka mynd af framtíð Bandaríkjanna og pólitískum andstæðingum sínum. Dauði George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglunnar í Minneapolis í maí setti kerfislæga kynþáttahyggju í Bandaríkjunum aftur í brennidepil. Mikil mótmæli brutust út þar sem fólk krafðist umbóta innan lögreglunnar og almennrar upprætingar rasisma. Sem liður í því þjóðarsamtali hefur athyglin meðal annars beinst að táknum rasískrar fortíðar Bandaríkjanna frá tímum þrælahalds og borgarastríðsins. Mótmælendur hafa þannig rifið niður styttur af forkólfum gamla Suðurríkjasambandsins sem börðust fyrir því að halda áfram þræla og af þrælahöldurum almennt. Jafnvel þó að raunveruleg hugarfarsbreytingar virðist hafa orðið hjá bandarísku þjóðinni þar sem afgerandi meirihluti styður nú málstað hreyfingar sem kennir sig við svört líf hefur Trump forseti tekið andstæðan pól í hæðina og talað um fátt annað undanfarna daga en mikilvægi þess að standa vörð um minnisvarða um suðurríkjamenn. Forsetinn hefur átt verulega undir högg að sækja í skoðanakönnunum undanfarnar vikur og eru repúblikanar sagðir óttast að áhersla Trump á að kynda undir kynþáttaólgu eigi eftir að kosta flokkinn enn frekari stuðning. Flokkurinn gæti þannig ekki aðeins tapað forsetaembættinu í kosningunum í haust heldur einnig meirihluta sínum í öldungadeild Bandaríkjaþings. Sakaði mótmælendur um að ætla að „binda enda á Bandaríkin“ Í ræðu fyrir framan stuðningsmenn sína við Rushmore-fjall í tilefni af þjóðarhátíðardegi Bandaríkjanna í gær varaði Trump við uppgangi „illra“ mótmælenda sem væru fulltrúar þess sem forsetinn kallaði „öfgavinstrifasisma“ sem hefði það að markmiði að „binda enda á Bandaríkin“. Vísaði hann þar sérstaklega til tilrauna mótmælenda kynþáttahyggju til þess að fjarlægja heiðursvarða um leiðtoga Suðurríkjasambandsins. „Þjóðin verður nú vitni að miskunnarlausri herferð til þess að þurrka út sögu okkar, svipta hetjur okkar ærunni, eyða gildum okkar og innræta börnin okkar. Reiður múgur reynir að rífa niður styttur af stofnendum okkar, afskræma helgustu minnisvarða okkar og hefja öldu ofbeldisglæpa í borgunum okkar,“ sagði Trump í ræðunni. Þessi dökka mynd af Bandaríkjunum var fjarri því fyrsta skiptið sem Trump reyndi að espa upp stuðningsmenn sína sem eru að stórum hluta hvítir úr verkamannastétt og höfða til gremju þeirra sem telja að hvítt fólk hafi misst of mikil völd í hendur minnihlutahópa. Trump hefur þannig hótað því að beita neitunarvaldi til að stöðva samþykkt frumvarps um útgjöld til varnarmála ef í því verður að finna ákvæði um að nöfnum herstöðva sem eru kenndar við herforingja Suðurríkjasambandsins verði breytt. Þingmenn beggja flokka styðja slíkt ákvæði. Um síðustu helgi áframtísti Trump myndbandi stuðningsmanns síns frá Flórída þar sem maður heyrist kalla „hvítt vald“, þekkt slagorð hvítra þjóðernissinna. Aðstoðarmönnum forsetans tókst eftir dúk og disk að hafa upp á Trump á golfvellinum til þess að eyða tístinu. Báru þeir því við að Trump hefði ekki tekið eftir rasíska slagorðinu. Trump fordæmdi slagorðið aldrei. Þegar borgaryfirvöld í New York ætluðu að mála slagorð andrasísku hreyfingarinnar „Svört líf skipta máli“ á Fimmta breiðstræti sagði Trump að það væri „tákn haturs“. Forsetinn skrifaði ennfremur undir tilskipun um að lögum um vernd styttna verði framfylgt og mótmælendum sem skemma þær verði refsað harkalega. Á sama tíma hafa aðrir repúblikanar tekið vitundarvakningu um kerfislæga kynþáttahyggju eftir dauða Floyd á yfirvegaðri hátt. Yfirvöld í Mississippi ákváðu til að mynda snögglega að fjarlægja tákn Suðurríkjasambandsins úr fána ríkisins í vikunni. Öldungadeildarþingmenn flokksins hafa einnig lagt til að 19. júní, dagurinn sem þrælum var gefið frelsi, verði gerður að opinberum frídegi. Upphaflega ætlaði Trump að halda fyrsta fjöldafund sinn með stuðningsmönnum sínum í Tulsa í Oklahoma, þar sem eitt versta fjöldamorð á blökkumönnum fór fram, 19. júní. Fundinum var á endanum frestað um einn dag en Trump minntist ekki einu orði á hátíðisdaginn eða kynþáttamorðin í Tulsa þrátt fyrir að umræður um kynþáttahyggju gengju þá fjöllum hærra í bandarísku samfélagi eftir dauða Floyd. Óttast að Trump stýri flokknum upp á móti straumi breyttra tíma Repúblikanar hafa yfirleitt setið þöglir undir rasisma Trump forseta. Þegar hann hafði sigur í forvali flokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2016 fylktu leiðtogar hans sér að baki Trump þrátt fyrir að hann hefði lýst Mexíkóum sem nauðgurum og glæpamönnum og lofað því að banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. Áður hafði Trump verið helsti talsmaður rasískrar samsæriskenningar um að Barack Obama, þáverandi forseti, væri ekki raunverulegur Bandaríkjamaður og því ekki réttmætur forseti um árabil. Litlar mótbárur heyrðust einnig þegar Trump lýsti hvítum þjóðernissinnum, nýnasistum og Kú Klúx Klan-liðum sem „fínu fólki“ eftir óeirðir í borginni Charlottesville í ágúst árið 2017. Nýnasisti drap konu á fertugsaldri og særði fjölda annarra þegar hann ók bíl sínum inn í hóp fólks í göngugötu þar. Washington Post segir að óþægindi repúblikana yfir rasískum undirtónum Trump komi nú sem fyrr aðallega fram á bak við luktar dyr þar sem þingmenn óttast að kalla yfir sig reiði forseta sem líður hvorki efasemdir né gagnrýni eigin flokksmanna. Hrapandi fylgistölur við Trump, en ekki síður við þingframbjóðendur flokksins, eiga vafalaust þátt í að repúblikönum er sérstaklega brugðið yfir framgangi forsetans nú. Ekki aðeins eru kjósendur ósáttir við viðbrögð Trump við mótmælunum gegn kynþáttahyggju heldur einnig aðgerðaleysi hans gegn kórónuveirufaraldrinum. Stuðningsmenn Trump hlýddu á ræðu hans við Rushmore-fjall. Fáir voru með grímur og félagsforðun var ekki virt á viðburðinum þrátt fyrir að kórónuveirufaraldrinum vaxi nú aftur ásmegin víða í Bandaríkjunum. Hópar bandarískra frambyggja mótmæltu fyrir utan samkomuna en landið sem Rushmore-minnisvarðinn stendur á var tekinn af Lakota-þjóðinni með valdi á sínum tíma.AP/Alex Brandon Í hálfum hljóðum lýsa þingmennirnir áhyggjum af því að með því að há stríð til varnar minnisvarða um suðurríkin og ala á kynþáttasundrung stilli Trump flokknum upp á móti straumi breytinga í Bandaríkjunum. Sá þvergirðingsháttur gæti orðið þeim dýrkeyptur í haust. Scott Reed, sem hefur marga hildina háð fyrir Repúblikanaflokkinn í kosningum og vinnur fyrir viðskiptaráð Bandaríkjanna, segir að sitjandi öldungadeildarþingmenn flokksins sem berjast fyrir endurkjöri í haust reyni að halda sig sem mest til hlés undir kynþáttaögrunum Trump. „Vandamálið er að þetta er ekki lengur bundið við Twitter-síðu Trump. Þetta er komið í ræðupúltið og það gerir þessum framboðum æ erfiðara fyrir,“ segir hann við bandaríska blaðið. John Kasich, fyrrverandi ríkisstjóri Ohio og einn mótframbjóðenda Trump í forvalinu árið 2016, segir undirgefni Repúblikanaflokksins við Trump sýna að honum fari hnignandi. Flokkurinn sé nú lítið annað en tóm skel utan um Trumpisma. „Þeir dekruðu við þennan náunga og nú eru þetta eins og rottur að flýja sökkvandi skip. Það er bara svolítið seint,“ segir Kasich. Donald Trump Bandaríkin Fréttaskýringar Tengdar fréttir Trump kvartaði undan útilokunarmenningunni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna varaði Bandaríkjamenn við „öfgakenndun-vinstrifasisma“ í ávarpi í gær sem fjölmiðlar ytra hafa lýst sem myrku. Þá kvartaði hann undan útilokunarmenningu þeirra sem vilja rífa niður styttur og minnismerki. 4. júlí 2020 08:02 Hörð viðurlög við að skemma styttur Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur látið hafa eftir sér að allir þeir sem gerast sekir um að eyðileggja eða vinna skemmdir á styttum skuli handteknir og eiga yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi. 23. júní 2020 12:29 Hryktir í stoðum umdeildra stytta víða um heim Rúmlega 150 árum eftir að borgarastyrjöld Bandaríkjanna lauk með uppgjöf Suðurríkjasambandsins er enn mikil ólga sem tengist þeim í landinu og víða um heim. 12. júní 2020 14:14 Tóku fánann með suðurríkjakrossi niður í hinsta sinn Þjóðvarðliðar í Mississippi brutu fyrrum fána ríkisins saman í síðasta skipti við athöfn við ríkisþinghúsið í Jackson í gær. Fáninn var sá síðasti í Bandaríkjunum sem var enn með merki gamla Suðurríkjasambandsins. 2. júlí 2020 14:58 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. Forsetinn nýtti ræðu sína í tilefni af þjóðarhátíðardeginum til þess að draga upp dökka mynd af framtíð Bandaríkjanna og pólitískum andstæðingum sínum. Dauði George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglunnar í Minneapolis í maí setti kerfislæga kynþáttahyggju í Bandaríkjunum aftur í brennidepil. Mikil mótmæli brutust út þar sem fólk krafðist umbóta innan lögreglunnar og almennrar upprætingar rasisma. Sem liður í því þjóðarsamtali hefur athyglin meðal annars beinst að táknum rasískrar fortíðar Bandaríkjanna frá tímum þrælahalds og borgarastríðsins. Mótmælendur hafa þannig rifið niður styttur af forkólfum gamla Suðurríkjasambandsins sem börðust fyrir því að halda áfram þræla og af þrælahöldurum almennt. Jafnvel þó að raunveruleg hugarfarsbreytingar virðist hafa orðið hjá bandarísku þjóðinni þar sem afgerandi meirihluti styður nú málstað hreyfingar sem kennir sig við svört líf hefur Trump forseti tekið andstæðan pól í hæðina og talað um fátt annað undanfarna daga en mikilvægi þess að standa vörð um minnisvarða um suðurríkjamenn. Forsetinn hefur átt verulega undir högg að sækja í skoðanakönnunum undanfarnar vikur og eru repúblikanar sagðir óttast að áhersla Trump á að kynda undir kynþáttaólgu eigi eftir að kosta flokkinn enn frekari stuðning. Flokkurinn gæti þannig ekki aðeins tapað forsetaembættinu í kosningunum í haust heldur einnig meirihluta sínum í öldungadeild Bandaríkjaþings. Sakaði mótmælendur um að ætla að „binda enda á Bandaríkin“ Í ræðu fyrir framan stuðningsmenn sína við Rushmore-fjall í tilefni af þjóðarhátíðardegi Bandaríkjanna í gær varaði Trump við uppgangi „illra“ mótmælenda sem væru fulltrúar þess sem forsetinn kallaði „öfgavinstrifasisma“ sem hefði það að markmiði að „binda enda á Bandaríkin“. Vísaði hann þar sérstaklega til tilrauna mótmælenda kynþáttahyggju til þess að fjarlægja heiðursvarða um leiðtoga Suðurríkjasambandsins. „Þjóðin verður nú vitni að miskunnarlausri herferð til þess að þurrka út sögu okkar, svipta hetjur okkar ærunni, eyða gildum okkar og innræta börnin okkar. Reiður múgur reynir að rífa niður styttur af stofnendum okkar, afskræma helgustu minnisvarða okkar og hefja öldu ofbeldisglæpa í borgunum okkar,“ sagði Trump í ræðunni. Þessi dökka mynd af Bandaríkjunum var fjarri því fyrsta skiptið sem Trump reyndi að espa upp stuðningsmenn sína sem eru að stórum hluta hvítir úr verkamannastétt og höfða til gremju þeirra sem telja að hvítt fólk hafi misst of mikil völd í hendur minnihlutahópa. Trump hefur þannig hótað því að beita neitunarvaldi til að stöðva samþykkt frumvarps um útgjöld til varnarmála ef í því verður að finna ákvæði um að nöfnum herstöðva sem eru kenndar við herforingja Suðurríkjasambandsins verði breytt. Þingmenn beggja flokka styðja slíkt ákvæði. Um síðustu helgi áframtísti Trump myndbandi stuðningsmanns síns frá Flórída þar sem maður heyrist kalla „hvítt vald“, þekkt slagorð hvítra þjóðernissinna. Aðstoðarmönnum forsetans tókst eftir dúk og disk að hafa upp á Trump á golfvellinum til þess að eyða tístinu. Báru þeir því við að Trump hefði ekki tekið eftir rasíska slagorðinu. Trump fordæmdi slagorðið aldrei. Þegar borgaryfirvöld í New York ætluðu að mála slagorð andrasísku hreyfingarinnar „Svört líf skipta máli“ á Fimmta breiðstræti sagði Trump að það væri „tákn haturs“. Forsetinn skrifaði ennfremur undir tilskipun um að lögum um vernd styttna verði framfylgt og mótmælendum sem skemma þær verði refsað harkalega. Á sama tíma hafa aðrir repúblikanar tekið vitundarvakningu um kerfislæga kynþáttahyggju eftir dauða Floyd á yfirvegaðri hátt. Yfirvöld í Mississippi ákváðu til að mynda snögglega að fjarlægja tákn Suðurríkjasambandsins úr fána ríkisins í vikunni. Öldungadeildarþingmenn flokksins hafa einnig lagt til að 19. júní, dagurinn sem þrælum var gefið frelsi, verði gerður að opinberum frídegi. Upphaflega ætlaði Trump að halda fyrsta fjöldafund sinn með stuðningsmönnum sínum í Tulsa í Oklahoma, þar sem eitt versta fjöldamorð á blökkumönnum fór fram, 19. júní. Fundinum var á endanum frestað um einn dag en Trump minntist ekki einu orði á hátíðisdaginn eða kynþáttamorðin í Tulsa þrátt fyrir að umræður um kynþáttahyggju gengju þá fjöllum hærra í bandarísku samfélagi eftir dauða Floyd. Óttast að Trump stýri flokknum upp á móti straumi breyttra tíma Repúblikanar hafa yfirleitt setið þöglir undir rasisma Trump forseta. Þegar hann hafði sigur í forvali flokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2016 fylktu leiðtogar hans sér að baki Trump þrátt fyrir að hann hefði lýst Mexíkóum sem nauðgurum og glæpamönnum og lofað því að banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. Áður hafði Trump verið helsti talsmaður rasískrar samsæriskenningar um að Barack Obama, þáverandi forseti, væri ekki raunverulegur Bandaríkjamaður og því ekki réttmætur forseti um árabil. Litlar mótbárur heyrðust einnig þegar Trump lýsti hvítum þjóðernissinnum, nýnasistum og Kú Klúx Klan-liðum sem „fínu fólki“ eftir óeirðir í borginni Charlottesville í ágúst árið 2017. Nýnasisti drap konu á fertugsaldri og særði fjölda annarra þegar hann ók bíl sínum inn í hóp fólks í göngugötu þar. Washington Post segir að óþægindi repúblikana yfir rasískum undirtónum Trump komi nú sem fyrr aðallega fram á bak við luktar dyr þar sem þingmenn óttast að kalla yfir sig reiði forseta sem líður hvorki efasemdir né gagnrýni eigin flokksmanna. Hrapandi fylgistölur við Trump, en ekki síður við þingframbjóðendur flokksins, eiga vafalaust þátt í að repúblikönum er sérstaklega brugðið yfir framgangi forsetans nú. Ekki aðeins eru kjósendur ósáttir við viðbrögð Trump við mótmælunum gegn kynþáttahyggju heldur einnig aðgerðaleysi hans gegn kórónuveirufaraldrinum. Stuðningsmenn Trump hlýddu á ræðu hans við Rushmore-fjall. Fáir voru með grímur og félagsforðun var ekki virt á viðburðinum þrátt fyrir að kórónuveirufaraldrinum vaxi nú aftur ásmegin víða í Bandaríkjunum. Hópar bandarískra frambyggja mótmæltu fyrir utan samkomuna en landið sem Rushmore-minnisvarðinn stendur á var tekinn af Lakota-þjóðinni með valdi á sínum tíma.AP/Alex Brandon Í hálfum hljóðum lýsa þingmennirnir áhyggjum af því að með því að há stríð til varnar minnisvarða um suðurríkin og ala á kynþáttasundrung stilli Trump flokknum upp á móti straumi breytinga í Bandaríkjunum. Sá þvergirðingsháttur gæti orðið þeim dýrkeyptur í haust. Scott Reed, sem hefur marga hildina háð fyrir Repúblikanaflokkinn í kosningum og vinnur fyrir viðskiptaráð Bandaríkjanna, segir að sitjandi öldungadeildarþingmenn flokksins sem berjast fyrir endurkjöri í haust reyni að halda sig sem mest til hlés undir kynþáttaögrunum Trump. „Vandamálið er að þetta er ekki lengur bundið við Twitter-síðu Trump. Þetta er komið í ræðupúltið og það gerir þessum framboðum æ erfiðara fyrir,“ segir hann við bandaríska blaðið. John Kasich, fyrrverandi ríkisstjóri Ohio og einn mótframbjóðenda Trump í forvalinu árið 2016, segir undirgefni Repúblikanaflokksins við Trump sýna að honum fari hnignandi. Flokkurinn sé nú lítið annað en tóm skel utan um Trumpisma. „Þeir dekruðu við þennan náunga og nú eru þetta eins og rottur að flýja sökkvandi skip. Það er bara svolítið seint,“ segir Kasich.
Donald Trump Bandaríkin Fréttaskýringar Tengdar fréttir Trump kvartaði undan útilokunarmenningunni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna varaði Bandaríkjamenn við „öfgakenndun-vinstrifasisma“ í ávarpi í gær sem fjölmiðlar ytra hafa lýst sem myrku. Þá kvartaði hann undan útilokunarmenningu þeirra sem vilja rífa niður styttur og minnismerki. 4. júlí 2020 08:02 Hörð viðurlög við að skemma styttur Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur látið hafa eftir sér að allir þeir sem gerast sekir um að eyðileggja eða vinna skemmdir á styttum skuli handteknir og eiga yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi. 23. júní 2020 12:29 Hryktir í stoðum umdeildra stytta víða um heim Rúmlega 150 árum eftir að borgarastyrjöld Bandaríkjanna lauk með uppgjöf Suðurríkjasambandsins er enn mikil ólga sem tengist þeim í landinu og víða um heim. 12. júní 2020 14:14 Tóku fánann með suðurríkjakrossi niður í hinsta sinn Þjóðvarðliðar í Mississippi brutu fyrrum fána ríkisins saman í síðasta skipti við athöfn við ríkisþinghúsið í Jackson í gær. Fáninn var sá síðasti í Bandaríkjunum sem var enn með merki gamla Suðurríkjasambandsins. 2. júlí 2020 14:58 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Trump kvartaði undan útilokunarmenningunni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna varaði Bandaríkjamenn við „öfgakenndun-vinstrifasisma“ í ávarpi í gær sem fjölmiðlar ytra hafa lýst sem myrku. Þá kvartaði hann undan útilokunarmenningu þeirra sem vilja rífa niður styttur og minnismerki. 4. júlí 2020 08:02
Hörð viðurlög við að skemma styttur Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur látið hafa eftir sér að allir þeir sem gerast sekir um að eyðileggja eða vinna skemmdir á styttum skuli handteknir og eiga yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi. 23. júní 2020 12:29
Hryktir í stoðum umdeildra stytta víða um heim Rúmlega 150 árum eftir að borgarastyrjöld Bandaríkjanna lauk með uppgjöf Suðurríkjasambandsins er enn mikil ólga sem tengist þeim í landinu og víða um heim. 12. júní 2020 14:14
Tóku fánann með suðurríkjakrossi niður í hinsta sinn Þjóðvarðliðar í Mississippi brutu fyrrum fána ríkisins saman í síðasta skipti við athöfn við ríkisþinghúsið í Jackson í gær. Fáninn var sá síðasti í Bandaríkjunum sem var enn með merki gamla Suðurríkjasambandsins. 2. júlí 2020 14:58