Jói Kalli eftir magnaðan sigur ÍA: Hugmyndafræðin okkar er ekki flókin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júlí 2020 22:30 Jóhannes Karl var glaður í bragði eftir leik kvöldsins. Vísir/Daníel Þór ÍA vann ótrúlegan 4-1 sigur á Val á útivelli í Pepsi Max deild karla í kvöld. Eftir fjórar umferðir eru því bæði lið með sex stig. „Heyrðu ég er bara nokkuð sáttur eins og allir Skagamenn sem voru á þessum leik, „ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson glaður í bragði eftir ótrúlegan 4-1 sigur á Val að Hlíðarenda í kvöld. „Við höfum verið að reyna spila okkar leik, við höfum verið að reyna að finna veikleika í leik andstæðinganna og það hefur gengið ágætlega. Í dag er munurinn að við vörðumst vel og lokuðum á það sem Valsararnir voru að gera, við vildum pressa þá og láta Hannes hafa boltann. En við vitum líka að við erum með frábæra menn fram á við sem geta skorað mörk og þau skiluðu sér svo sannarlega í dag,“ sagði Jóhannes Karl um muninn á leik liðsins í kvöld og leiknum gegn KR þar sem Skagamenn töpuðu – mögulega ósanngjarnt – með tveimur mörkum gegn einu. „Hugmyndfræðin okkar er ekki flókin. Við viljum spila á þeim svæðum þar sem við erum í yfirtölu og Valur setti ansi marga menn fram til að loka á uppspilið hjá okkur og við vorum oft á tíðum, sérstaklega í fyrri hálfleik, þrír á móti þremur inn á vallarhelmingi Vals. Við nýttum okkur það vel og Árni er góður spyrnumaður,“ var svarið þegar undirritaður spurði út í hvort leikplanið í dag hefði verið að taka fleiri langa bolta en venjulega. Fyrsta mark leiksins skoraði Viktor Jónsson einmitt eftir einn þráðbeinan 70 metra langan bolta frá Árna Snæ Ólafssyni, markverði ÍA. „Viktor er frábær leikmaður, frábær karakter. Við erum að vinna í að þróa liðið og Viktor gegnir lykilhlutverki í sinni stöðu eins og allir aðrir leikmenn. Hann er búinn að gera þetta virkilega vel og hefur verið óheppinn. Hann gæti verið búinn að skora og leggja upp fleiri mörk. Það heppnaðist vel hjá honum í dag og hann er frábær í þessari stöðu,“ sagði Jóhannes um frammistöðu framherjans Viktors sem hefur verið út á væng í 4-3-3 leikkerfi ÍA í sumar. „Við erum ekkert að horfa til baka, ég er virkilega ánægður með þrjú stig hér í dag,“ sagði Jóhannes að endingu aðspurður hvort Skagamenn væru sáttir með sex stig eftir fjórar umferðir. Pepsi Max-deild karla ÍA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Valur 1-4 ÍA | Skagamenn með ótrúlegan sigur á Hlíðarenda Skagamenn unnu stórsigur á Val í Pepsi Max karla í kvöld. Loktölur 4-1 ÍA í vil og eru liðin nú jöfn að stigum. 3. júlí 2020 22:05 Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt Sport Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Athlone Town | Þurfa að slá út írsku meistarana „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
ÍA vann ótrúlegan 4-1 sigur á Val á útivelli í Pepsi Max deild karla í kvöld. Eftir fjórar umferðir eru því bæði lið með sex stig. „Heyrðu ég er bara nokkuð sáttur eins og allir Skagamenn sem voru á þessum leik, „ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson glaður í bragði eftir ótrúlegan 4-1 sigur á Val að Hlíðarenda í kvöld. „Við höfum verið að reyna spila okkar leik, við höfum verið að reyna að finna veikleika í leik andstæðinganna og það hefur gengið ágætlega. Í dag er munurinn að við vörðumst vel og lokuðum á það sem Valsararnir voru að gera, við vildum pressa þá og láta Hannes hafa boltann. En við vitum líka að við erum með frábæra menn fram á við sem geta skorað mörk og þau skiluðu sér svo sannarlega í dag,“ sagði Jóhannes Karl um muninn á leik liðsins í kvöld og leiknum gegn KR þar sem Skagamenn töpuðu – mögulega ósanngjarnt – með tveimur mörkum gegn einu. „Hugmyndfræðin okkar er ekki flókin. Við viljum spila á þeim svæðum þar sem við erum í yfirtölu og Valur setti ansi marga menn fram til að loka á uppspilið hjá okkur og við vorum oft á tíðum, sérstaklega í fyrri hálfleik, þrír á móti þremur inn á vallarhelmingi Vals. Við nýttum okkur það vel og Árni er góður spyrnumaður,“ var svarið þegar undirritaður spurði út í hvort leikplanið í dag hefði verið að taka fleiri langa bolta en venjulega. Fyrsta mark leiksins skoraði Viktor Jónsson einmitt eftir einn þráðbeinan 70 metra langan bolta frá Árna Snæ Ólafssyni, markverði ÍA. „Viktor er frábær leikmaður, frábær karakter. Við erum að vinna í að þróa liðið og Viktor gegnir lykilhlutverki í sinni stöðu eins og allir aðrir leikmenn. Hann er búinn að gera þetta virkilega vel og hefur verið óheppinn. Hann gæti verið búinn að skora og leggja upp fleiri mörk. Það heppnaðist vel hjá honum í dag og hann er frábær í þessari stöðu,“ sagði Jóhannes um frammistöðu framherjans Viktors sem hefur verið út á væng í 4-3-3 leikkerfi ÍA í sumar. „Við erum ekkert að horfa til baka, ég er virkilega ánægður með þrjú stig hér í dag,“ sagði Jóhannes að endingu aðspurður hvort Skagamenn væru sáttir með sex stig eftir fjórar umferðir.
Pepsi Max-deild karla ÍA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Valur 1-4 ÍA | Skagamenn með ótrúlegan sigur á Hlíðarenda Skagamenn unnu stórsigur á Val í Pepsi Max karla í kvöld. Loktölur 4-1 ÍA í vil og eru liðin nú jöfn að stigum. 3. júlí 2020 22:05 Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt Sport Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Athlone Town | Þurfa að slá út írsku meistarana „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Leik lokið: Valur 1-4 ÍA | Skagamenn með ótrúlegan sigur á Hlíðarenda Skagamenn unnu stórsigur á Val í Pepsi Max karla í kvöld. Loktölur 4-1 ÍA í vil og eru liðin nú jöfn að stigum. 3. júlí 2020 22:05