Biðjast loksins forláts eftir erfiða bið vegna Covid-19 Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. júlí 2020 13:30 VHS á ferð og flugi Vilhelm Neto, Stefán Ingvar og Hákon Örn frumsýna annað kvöld glænýtt uppistand, VHS biðst forláts. Uppistandshópurinn, sem kallar sig einfaldlega VHS, þurfti að fresta frumsýningunni vegna kórónuveirunnar en geta nú „loksins“ deilt gríninu með öðrum. Þeir voru uggandi um framhaldið en „koma nú endurnærðir til leiks“ á ný. „Í þetta sinn er það ætlun VHS að sprengja alla skala, væntingar og öll þök af öllum húsum og biðjast auðmjúklega forláts skyldi það ekki ganga eftir.“ Hópurinn kom eins og stormsveipur í íslenskt grín þegar fyrsta sýning þeirra, Endurmenntun, gekk fyrir fullu húsi í Tjarnarbíó og á Kex hostel og var í kjölfarið sýnd víðs vegar um landið. Hópurinn stóð einnig að tveimur tilraunauppistöndum í Tjarnarbíó í janúar 2020 ásamt Fyndnustu mínum, Jakobi Birgis og Andra Ívars. VHS ætlar að sprengja alla skala með nýju uppistandi. Topp fimm í heiminum „Við þurftum að skella í lás vegna heimsfaraldursins eftir að hafa hlakkað til frumsýningar í marga mánuði. Það var mesta sorgarstund lífs míns. Það er gleði og dúndurspenna í okkur nú þegar við fáum loksins að sýna,“ segir Villi. „Við byrjuðum að skrifa sýninguna í janúar, þegar við héldum viðburðinn Nýtt ár, nýtt grín í Tjarnarbíó. Þar var hópurinn að prófa brandara í nýju sýninguna. Það er miskunnarlaust að prufa brandara í fyrsta sinn fyrir framan áhorfendur en það borgaði sig í þessu tilviki,“ segir Hákon. „Það er sannur heiður að skipa fyndnasta grínhóp Íslands með vinum sínum og jafnframt einn af fimm fyndnustu grínhópum heims,“ segir Stefán að lokum. Nánari upplýsingar má finna á Facebook en sýningarnar fara fram 4. júlí, 25. júlí og 15. ágúst. Uppistand Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira
Vilhelm Neto, Stefán Ingvar og Hákon Örn frumsýna annað kvöld glænýtt uppistand, VHS biðst forláts. Uppistandshópurinn, sem kallar sig einfaldlega VHS, þurfti að fresta frumsýningunni vegna kórónuveirunnar en geta nú „loksins“ deilt gríninu með öðrum. Þeir voru uggandi um framhaldið en „koma nú endurnærðir til leiks“ á ný. „Í þetta sinn er það ætlun VHS að sprengja alla skala, væntingar og öll þök af öllum húsum og biðjast auðmjúklega forláts skyldi það ekki ganga eftir.“ Hópurinn kom eins og stormsveipur í íslenskt grín þegar fyrsta sýning þeirra, Endurmenntun, gekk fyrir fullu húsi í Tjarnarbíó og á Kex hostel og var í kjölfarið sýnd víðs vegar um landið. Hópurinn stóð einnig að tveimur tilraunauppistöndum í Tjarnarbíó í janúar 2020 ásamt Fyndnustu mínum, Jakobi Birgis og Andra Ívars. VHS ætlar að sprengja alla skala með nýju uppistandi. Topp fimm í heiminum „Við þurftum að skella í lás vegna heimsfaraldursins eftir að hafa hlakkað til frumsýningar í marga mánuði. Það var mesta sorgarstund lífs míns. Það er gleði og dúndurspenna í okkur nú þegar við fáum loksins að sýna,“ segir Villi. „Við byrjuðum að skrifa sýninguna í janúar, þegar við héldum viðburðinn Nýtt ár, nýtt grín í Tjarnarbíó. Þar var hópurinn að prófa brandara í nýju sýninguna. Það er miskunnarlaust að prufa brandara í fyrsta sinn fyrir framan áhorfendur en það borgaði sig í þessu tilviki,“ segir Hákon. „Það er sannur heiður að skipa fyndnasta grínhóp Íslands með vinum sínum og jafnframt einn af fimm fyndnustu grínhópum heims,“ segir Stefán að lokum. Nánari upplýsingar má finna á Facebook en sýningarnar fara fram 4. júlí, 25. júlí og 15. ágúst.
Uppistand Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira