Segir að markið sem tekið var af Tottenham sé ein versta ákvörðun sem hann hefur séð Anton Ingi Leifsson skrifar 3. júlí 2020 10:00 Tottenham menn skildu ekki upp né niður í dómnum í gær. vísir/getty Ekkert var meira rætt eftir 3-1 sigur Sheffield United á Tottenham í gærkvöldi heldur en markið sem VAR dæmdi af Tottenham í síðari hálfleik. Harry Kane kom boltanum í netið og við fyrstu virtist markið vera fullkomnlega löglegt. Eftir skoðun í VARsjánni komst Michael Oliver að því að dæma hendi á Lucas Moura. Dómurinn var afar strangur enda datt Moura og varnarmaður Sheffield þrumaði boltanum í hann af innan við hálfs meters færi. Óvíst er einnig hvort að boltinn hafi yfir höfuð farið í höndina á Brasilíumanninum. Tottenham-menn voru æfir og einn fyrrum leikmaður liðsins var afar hissa á dómnum er hann ræddi um leikinn á Sky Sports. „Ein versta ákvörðun sem ég hef séð,“ sagði Jamie Redknapp er hann fjallaði um leikinn í gær. „Ég veit að við þurfum að fara eftir laganna bókstaf en það þarf að sýna skilning. Þegar það er brotið á þér, verðurðu að setja hendurnar niður. Þetta var óhapp og hann ætlaði ekki að gera þetta. Þetta er skelfileg ákvörðun og þetta er að eyðileggja fótboltann. Ótrúlegt.“ "One of the worst decisions I've ever seen!" https://t.co/ITiqoH1MhP— Mirror Football (@MirrorFootball) July 2, 2020 Það var ekki bara Redknapp sem lýsti yfir vonbrigðum sínum með dóminn í gær því Twitter gjörsamlega logaði út af dómnum en hver veit hvernig leikurinn hefði þróast hefði markið fengið að standa. What a joke decision, he was pushed over and just caught the ball. Shocking and we didn t even get the free kick— Micky Hazard (@1MickyHazard) July 2, 2020 Imagine that goal just got disallowed for hand ball ridiculous— Ryan Mason (@RyanMason) July 2, 2020 The game s gone.— Gary Lineker (@GaryLineker) July 2, 2020 Enski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sjá meira
Ekkert var meira rætt eftir 3-1 sigur Sheffield United á Tottenham í gærkvöldi heldur en markið sem VAR dæmdi af Tottenham í síðari hálfleik. Harry Kane kom boltanum í netið og við fyrstu virtist markið vera fullkomnlega löglegt. Eftir skoðun í VARsjánni komst Michael Oliver að því að dæma hendi á Lucas Moura. Dómurinn var afar strangur enda datt Moura og varnarmaður Sheffield þrumaði boltanum í hann af innan við hálfs meters færi. Óvíst er einnig hvort að boltinn hafi yfir höfuð farið í höndina á Brasilíumanninum. Tottenham-menn voru æfir og einn fyrrum leikmaður liðsins var afar hissa á dómnum er hann ræddi um leikinn á Sky Sports. „Ein versta ákvörðun sem ég hef séð,“ sagði Jamie Redknapp er hann fjallaði um leikinn í gær. „Ég veit að við þurfum að fara eftir laganna bókstaf en það þarf að sýna skilning. Þegar það er brotið á þér, verðurðu að setja hendurnar niður. Þetta var óhapp og hann ætlaði ekki að gera þetta. Þetta er skelfileg ákvörðun og þetta er að eyðileggja fótboltann. Ótrúlegt.“ "One of the worst decisions I've ever seen!" https://t.co/ITiqoH1MhP— Mirror Football (@MirrorFootball) July 2, 2020 Það var ekki bara Redknapp sem lýsti yfir vonbrigðum sínum með dóminn í gær því Twitter gjörsamlega logaði út af dómnum en hver veit hvernig leikurinn hefði þróast hefði markið fengið að standa. What a joke decision, he was pushed over and just caught the ball. Shocking and we didn t even get the free kick— Micky Hazard (@1MickyHazard) July 2, 2020 Imagine that goal just got disallowed for hand ball ridiculous— Ryan Mason (@RyanMason) July 2, 2020 The game s gone.— Gary Lineker (@GaryLineker) July 2, 2020
Enski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sjá meira