Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Þrjú ný innanlandssmit kórónuveirunnar greindust í dag og eru þau í heildina orðin ellefu frá því að slakað var á ferðatakmörkunum fyrir hálfum mánuði. 440 manns eru í sóttkví og fjölgar nokkuð á milli daga eftir því sem smitrakningu vindur fram. Greint verður nánar frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hefur borist fjöldi ábendinga um húsnæði þar sem óttast er að brunavörnum sé ábótavant í framhaldi af brunanum á Bræðraborgarstíg. Slökkviliðsstjóri segir ærið tilefni til að endurskoða löggjöf. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Einnig verður rætt við stjórarformann Gray line en félagið er komið í greiðsluskjól og fasteignir þess hafa verið settar á sölu vegna rekstrarerfiðleika.

Þá verðum við í beinni útsendingu frá Skaftárhreppi og skoðum nýja nýsköpunarmiðstöð á Akranesi. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×