Þrífst á samkeppni og er fyrirmynd fyrir aðra leikmenn deildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júlí 2020 15:00 Guðjón í leik gegn Stjörnunni síðasta sumar. Vísir/Vilhelm Það var mikið um að vera á lokadegi félagaskiptagluggans hér á landi en stærstu skiptin voru eflaust þau að Guðjón Pétur Lýðsson er orðinn leikmaður Stjörnunnar. Hann kemur á láni frá Breiðabliki. „Það er mikil samkeppni hjá Stjörnunni en Guðjón Pétur er leikmaður sem þrífst á samkeppni. Hann er leikmaður sem aðrir fótboltamenn eiga að taka til fyrirmyndar,“ sagði Máni Pétursson, einn af sérfræðingum Pepsi Max Stúkunnar. Máni er mjög ánægður með komu Guðjóns í Stjörnuna.Vísir/Stöð 2 Sport „Að fá Guðjón Pétur í Stjörnuna er mjög mikilvægt. Hann er fyrirmynd fyrir unga drengi sem þurfa alltaf að vera með öruggt byrjunarliðssæti og byrja að væla eða kvarta þegar þeir eru ekki í liðinu. Þannig leyfa þeir þjálfaranum að brjóta sig niður. Guðjón er ekki þannig, hann lætur það ekki hafa nein áhrif á sig,“ sagði Máni. Máni sagðist hafa heyrt eftirfarandi frá gömlum þjálfara Guðjóns: „Ef að þjálfarinn sagði Guðjóni að hann yrði á varamannabekknum í næsta leik þá var hann reglulega besti leikmaður liðsins á æfingu fyrir leik og endaði á að skora í næsta leik.“ „Hann er með hugarfar sem hefur lengi vantað í Stjörnuna. Guðjón Pétur tekur allri samkeppni fagnandi og til að mynda þegar Valur var að styrkja sig þá tók Guðjón best á móti leikmönnum sem spiluðu hans stöðu. Guðjón fagnaði samkeppninni og horfði á það þannig að þeir myndu gera hann að betri leikmanni.“ „Guðjón þrífst einfaldlega á því að vera í besta liðinu og með besta leikmannahópinn. Það segir sitt að hann hafi valið Stjörnuna frekar en önnur lið þar sem honum var nánast lofað byrjunarliðssæti. Guðjón vill hafa fyrir hlutunum og hann væri aldrei að mæta í Stjörnuna ef hann hefði ekki trú á því að hann gæti haft áhrif á liðið og leikmannahópinn.“ Máni benti svo pent á það að Stjarnan hefur aldrei orðið Íslandsmeistari – karla megin allavega – án þess að það sé Álftnesingur í leikmannahópi liðsins. „Ég fagna því að Stjarnan hafi náð í Guðjón Pétur. Þeir hafa gert tilraunir til þess áður og klúðrað því á ævintýralegan hátt oftar en einu sinni. Þeir þurfa karakterinn sem Guðjón er og ég held að þetta séu ótrúlega gott fyrir Stjörnuna.“ Máni telur að fjarvera Guðjóns gæti haft áhrif á Blikana þegar fram líða stundir. „Ég held það hafi ekki verið draumastaða fyrir Breiðablik að senda Guðjón í Stjörnuna. Þeir vildu frekar senda hann í lið sem væri ekki í jafn mikilli samkeppni en Guðjón vildi bara ekki fara neitt annað. Hann vildi bara fara í Garðabæinn.“ „Ég veit ekki hversu mikil áhrif þetta mun hafa á Blikana. Þeir eru náttúrulega ótrúlega vel mannaðir á miðsvæðinu. Mögulega hefur þetta áhrif þegar það fer að líða á tímabilið og reynslan fer að spila meiri þátt. Þar hefði Guðjón geta komið sterkur inn.“ „Það er oft þannig að þegar þjálfarar koma inn þá vilja þeir fá sína menn. Guðjón er þannig að hann spyr mikið af spurningum og ef hann er ekki sammála þjálfaranum þá lætur hann vita af því. Það er spurning hvort Óskar Hrafn [Þorvaldsson, þjálfari Blika], hafi ekki haft þolinmæði fyrir því. „Ég er ekki endilega viss um að þetta sé síðasta púslið, það vantar fleiri leikmenn í Stjörnuna sem geta sprengt leiki upp á sitt einsdæmi. Leikmennirnir sem liðið hefur til þess eru enn of ungir til að axla þá ábyrgð en möguleikar Stjörnunnar á að verða meistari í haust eru miklu betri en þeir voru áður en Guðjón Pétur kom,“ sagði Máni að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir „Skýr skilaboð að minna krafta væri ekki óskað“ „Ég er með mín gæði og er ákveðinn karakter sem ég held að nýtist flestum liðum og legg allt mitt í hendur á liðinu og geri allt sem er hægt til að liðið vinni, vonandi hjálpar það,“ sagði hann aðspurður út í hvað hann kæmi með inn í lið Stjörnunnar. 1. júlí 2020 19:20 Guðjón Pétur aftur í Stjörnuna Guðjón Pétur Lýðsson er genginn til liðs við Stjörnuna. Hann kemur á láni út tímabilið frá Breiðabliki. 30. júní 2020 23:57 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Fjölnir 3-1 | Blikar áfram með fullt hús stiga Breiðablik hefur farið afar vel af stað í Pepsi Max-deildinni undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar og eru með fullt hús stiga eftir sigur á Fjölni, 3-1, í þriðju umferð í kvöld. Fjölnismenn eru áfram með eitt stig. 29. júní 2020 22:06 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Sjá meira
Það var mikið um að vera á lokadegi félagaskiptagluggans hér á landi en stærstu skiptin voru eflaust þau að Guðjón Pétur Lýðsson er orðinn leikmaður Stjörnunnar. Hann kemur á láni frá Breiðabliki. „Það er mikil samkeppni hjá Stjörnunni en Guðjón Pétur er leikmaður sem þrífst á samkeppni. Hann er leikmaður sem aðrir fótboltamenn eiga að taka til fyrirmyndar,“ sagði Máni Pétursson, einn af sérfræðingum Pepsi Max Stúkunnar. Máni er mjög ánægður með komu Guðjóns í Stjörnuna.Vísir/Stöð 2 Sport „Að fá Guðjón Pétur í Stjörnuna er mjög mikilvægt. Hann er fyrirmynd fyrir unga drengi sem þurfa alltaf að vera með öruggt byrjunarliðssæti og byrja að væla eða kvarta þegar þeir eru ekki í liðinu. Þannig leyfa þeir þjálfaranum að brjóta sig niður. Guðjón er ekki þannig, hann lætur það ekki hafa nein áhrif á sig,“ sagði Máni. Máni sagðist hafa heyrt eftirfarandi frá gömlum þjálfara Guðjóns: „Ef að þjálfarinn sagði Guðjóni að hann yrði á varamannabekknum í næsta leik þá var hann reglulega besti leikmaður liðsins á æfingu fyrir leik og endaði á að skora í næsta leik.“ „Hann er með hugarfar sem hefur lengi vantað í Stjörnuna. Guðjón Pétur tekur allri samkeppni fagnandi og til að mynda þegar Valur var að styrkja sig þá tók Guðjón best á móti leikmönnum sem spiluðu hans stöðu. Guðjón fagnaði samkeppninni og horfði á það þannig að þeir myndu gera hann að betri leikmanni.“ „Guðjón þrífst einfaldlega á því að vera í besta liðinu og með besta leikmannahópinn. Það segir sitt að hann hafi valið Stjörnuna frekar en önnur lið þar sem honum var nánast lofað byrjunarliðssæti. Guðjón vill hafa fyrir hlutunum og hann væri aldrei að mæta í Stjörnuna ef hann hefði ekki trú á því að hann gæti haft áhrif á liðið og leikmannahópinn.“ Máni benti svo pent á það að Stjarnan hefur aldrei orðið Íslandsmeistari – karla megin allavega – án þess að það sé Álftnesingur í leikmannahópi liðsins. „Ég fagna því að Stjarnan hafi náð í Guðjón Pétur. Þeir hafa gert tilraunir til þess áður og klúðrað því á ævintýralegan hátt oftar en einu sinni. Þeir þurfa karakterinn sem Guðjón er og ég held að þetta séu ótrúlega gott fyrir Stjörnuna.“ Máni telur að fjarvera Guðjóns gæti haft áhrif á Blikana þegar fram líða stundir. „Ég held það hafi ekki verið draumastaða fyrir Breiðablik að senda Guðjón í Stjörnuna. Þeir vildu frekar senda hann í lið sem væri ekki í jafn mikilli samkeppni en Guðjón vildi bara ekki fara neitt annað. Hann vildi bara fara í Garðabæinn.“ „Ég veit ekki hversu mikil áhrif þetta mun hafa á Blikana. Þeir eru náttúrulega ótrúlega vel mannaðir á miðsvæðinu. Mögulega hefur þetta áhrif þegar það fer að líða á tímabilið og reynslan fer að spila meiri þátt. Þar hefði Guðjón geta komið sterkur inn.“ „Það er oft þannig að þegar þjálfarar koma inn þá vilja þeir fá sína menn. Guðjón er þannig að hann spyr mikið af spurningum og ef hann er ekki sammála þjálfaranum þá lætur hann vita af því. Það er spurning hvort Óskar Hrafn [Þorvaldsson, þjálfari Blika], hafi ekki haft þolinmæði fyrir því. „Ég er ekki endilega viss um að þetta sé síðasta púslið, það vantar fleiri leikmenn í Stjörnuna sem geta sprengt leiki upp á sitt einsdæmi. Leikmennirnir sem liðið hefur til þess eru enn of ungir til að axla þá ábyrgð en möguleikar Stjörnunnar á að verða meistari í haust eru miklu betri en þeir voru áður en Guðjón Pétur kom,“ sagði Máni að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir „Skýr skilaboð að minna krafta væri ekki óskað“ „Ég er með mín gæði og er ákveðinn karakter sem ég held að nýtist flestum liðum og legg allt mitt í hendur á liðinu og geri allt sem er hægt til að liðið vinni, vonandi hjálpar það,“ sagði hann aðspurður út í hvað hann kæmi með inn í lið Stjörnunnar. 1. júlí 2020 19:20 Guðjón Pétur aftur í Stjörnuna Guðjón Pétur Lýðsson er genginn til liðs við Stjörnuna. Hann kemur á láni út tímabilið frá Breiðabliki. 30. júní 2020 23:57 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Fjölnir 3-1 | Blikar áfram með fullt hús stiga Breiðablik hefur farið afar vel af stað í Pepsi Max-deildinni undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar og eru með fullt hús stiga eftir sigur á Fjölni, 3-1, í þriðju umferð í kvöld. Fjölnismenn eru áfram með eitt stig. 29. júní 2020 22:06 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Sjá meira
„Skýr skilaboð að minna krafta væri ekki óskað“ „Ég er með mín gæði og er ákveðinn karakter sem ég held að nýtist flestum liðum og legg allt mitt í hendur á liðinu og geri allt sem er hægt til að liðið vinni, vonandi hjálpar það,“ sagði hann aðspurður út í hvað hann kæmi með inn í lið Stjörnunnar. 1. júlí 2020 19:20
Guðjón Pétur aftur í Stjörnuna Guðjón Pétur Lýðsson er genginn til liðs við Stjörnuna. Hann kemur á láni út tímabilið frá Breiðabliki. 30. júní 2020 23:57
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Fjölnir 3-1 | Blikar áfram með fullt hús stiga Breiðablik hefur farið afar vel af stað í Pepsi Max-deildinni undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar og eru með fullt hús stiga eftir sigur á Fjölni, 3-1, í þriðju umferð í kvöld. Fjölnismenn eru áfram með eitt stig. 29. júní 2020 22:06