Mjög ánægð með nýtt merki og treyju KSÍ | Virðist klæða alla jafn vel Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júlí 2020 14:05 Vísir fékk álit þeirra Sindra Snæs og Álfrúnu Pálsdóttur á nýrri treyju íslenska landsliðsins í fótbolta sem og nýju merki sambandsins. Vísir/Samsett mynd Knattspyrnusamband Íslands tilkynnti í gær nýtt merki landsliðsins sem mun prýða treyjur íslensku landsliðanna í fótbolta næstu árin. Þá mátti sjá nýja landsliðsbúninga en Ísland hefur sagt skilið við Errea og mun nú leika í Puma. Vísir heyrði í tveimur sérfræðinga þegar kemur að hönnun og stíl til að ræða nýtt treyjuna og merkið. Álfrún Pálsdóttir er kynningastjóri hjá Miðstöð hönnunar og arkitektúr. Þá er hún fyrrum ritstjóri tímaritsins Glamour ásamt því að vera mikil áhugamanneskja um fótboltabúninga almennt. Sindri Snær Jensson, fyrrum markvörður KR, rekur fataverslunina Húrra Reykjavík sem eru staðsett á tveimur stöðum á Hverfisgötu ásamt því að reka veitingastaðina Yuzu og Flatey Pizza. Fyrstu viðbrögð mjög jákvæð „Mér finnst þetta koma skemmtilega á óvart. Það lýtur allt mjög vel út og er mjög fagmannlegt miðað við það sem ég hef séð til þessa,“ sagði Álfrún og hélt áfram. „Fyrstu kynni eða first impression eru mjög góð. Þessi heiðblái litur er mjög flottur og vonandi verður hann í forgrunni. Vona að búningurinn allur verði í þeim stíl, stuttbuxurnar og sokkarnir líka.“ „Þetta er bara svakalega vel gert hjá þeim. Kynningin og allt mjög vel gert,“ sagði Sindri Snær um kynningu KSÍ. Þau Sveindís Jane, Daníel Hafsteinsson, Elín Metta og Kári Árnason kynntu treyjuna fyrir landi og þjóð í gær.Vísir/KSÍ „Frammistaðan á vellinum hjá landsliðinu hefur verið mjög góð undanfarin ár en markaðsmál hjá KSÍ hafa kannski ekki verið alveg upp á tíu. Þetta er hins vegar stórt og gott skref í rétta átt. Búningurinn sjálfur er síðan rosalega flottur,“ sagði Sindri ennfremur. „Ég er mjög hrifin af retro-línunni sem er verið að vinna með. Minnir mjög á gömlu Adidas-gallana sem voru vinsælir á sínum tíma. Ég held að loksins sé kominn fatnaður sem gerir stuðningsmönnum kleift að vera smart í stúkunni. Loksins er hægt að klæða börn, og í rauninni alla fjölskylduna. Þessi blái litur ætti að fara flestum vel og þessi retro-lína höfðar til mín,“ sagði Álfrún um hönnun búningsins. Sindri var mjög jákvæður varðandi merkið, treyjuna og kynningu KSÍ í heild sinni en hafði þó eina litla athugasemd. „Leturgerðin er kannski of rúnaleg ef svo má að orði komast, aðeins of mikið um rúnir og víkingaþema fyrir minn smekk.“ Er einhvern tímann of seint að gera góða hluti? Aðspurður hvort KSÍ hefði mögulega mátt gera eitthvað í þessa veru fyrr svaraði Sindri einfaldlega með spurningunni hér að ofan. Álfrún tók svo í sama streng en hún telur að íslenska þjóðin sé langt því frá búin að fá leið á íslensku landsliðunum. „Það er mjög jákvætt að taka næsta skref og ég held að fólk sé mjög spennt fyrir þessu. Held að við séum alls ekki búin að ná hápunktinum hvað varðar almennt „pepp“ fyrir landsliðinu. Fólk er orðið mjög þyrst í landsleiki á Laugardalsvelli og þá var Sara Björk Gunnarsdóttir að skrifa undir við stærsta félagslið í kvennaknattspyrnu svo við erum langt frá hápunktinum að mínu mati. Þetta mun bara auka spennuna fyrir íslenska landsliðinu.“ Nýtt landsliðsmerki Íslands. pic.twitter.com/eujhF1DWXS— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 1, 2020 Allt annað líf að vera komin í Puma „Puma er auðvitað margfalt stærra merki en Errea. Það virðist vera miklu flottara og betra snið á búningnum. Það verður miklu fleira fólk í þessari treyju heldur en þessum frá Errea. Ef það kemur flottur varningur eins og KSÍ er búið að auglýsa er ljóst að hann mun rjúka út," sagði Sindri um vistaskipti Íslands úr Errea í Puma. „Það er mjög gaman að vera komin í Puma, við erum í raun komin í allt aðra deild með þeim skiptum og ég er mjög spennt að sjá allan gallann hjá KSÍ. Svo er mjög gott snið á treyjunni. Hún virðist klæða bæði kyn sem er eitthvað sem hefur oft vantað með svona treyjum. Þær eru hannaðar á stráka og stelpurnar þurfa bara að vera í þeim. Það er fallegt hálsmál á henni og mér finnst mjög gott að halda rauða litnum í lágmarki,“ sagði Álfrún um nýtt snið búningsins sem sjá má hér að ofan. Bæði mjög líkleg til að kaupa sér treyju „Hugsa að ef ég neyðist til að klæðast einhverju fótboltatengdu þá yrði þessi nýja retro-lína fyrir valinu,“ sagði Álfrún að lokum. „Ég verð allavega með þeim fyrstu að fá mér treyju, það er ljóst,“ sagði Sindri að lokum. Fótbolti KSÍ Tengdar fréttir Sports Illustrated fjallar um leikstjórann Hannes Eitt frægasta íþróttablað heims fjallar um hinn fjölhæfa landsliðsmarkvörð Íslands. 2. júlí 2020 13:30 Svona er einkennistónlist íslensku fótboltalandsliðanna Nýr hljóðheimur íslensku landsliðanna í fótbolta var frumfluttur í dag. 1. júlí 2020 16:18 KSÍ opinberar nýtt merki íslenska landsliðsins Knattspyrnusamband Íslands hefur tilkynnt nýtt merki sambandsins sem mun prýða treyjur íslenska landsliðsins næstu árin ef ekki áratugina. 1. júlí 2020 15:10 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Fleiri fréttir Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands tilkynnti í gær nýtt merki landsliðsins sem mun prýða treyjur íslensku landsliðanna í fótbolta næstu árin. Þá mátti sjá nýja landsliðsbúninga en Ísland hefur sagt skilið við Errea og mun nú leika í Puma. Vísir heyrði í tveimur sérfræðinga þegar kemur að hönnun og stíl til að ræða nýtt treyjuna og merkið. Álfrún Pálsdóttir er kynningastjóri hjá Miðstöð hönnunar og arkitektúr. Þá er hún fyrrum ritstjóri tímaritsins Glamour ásamt því að vera mikil áhugamanneskja um fótboltabúninga almennt. Sindri Snær Jensson, fyrrum markvörður KR, rekur fataverslunina Húrra Reykjavík sem eru staðsett á tveimur stöðum á Hverfisgötu ásamt því að reka veitingastaðina Yuzu og Flatey Pizza. Fyrstu viðbrögð mjög jákvæð „Mér finnst þetta koma skemmtilega á óvart. Það lýtur allt mjög vel út og er mjög fagmannlegt miðað við það sem ég hef séð til þessa,“ sagði Álfrún og hélt áfram. „Fyrstu kynni eða first impression eru mjög góð. Þessi heiðblái litur er mjög flottur og vonandi verður hann í forgrunni. Vona að búningurinn allur verði í þeim stíl, stuttbuxurnar og sokkarnir líka.“ „Þetta er bara svakalega vel gert hjá þeim. Kynningin og allt mjög vel gert,“ sagði Sindri Snær um kynningu KSÍ. Þau Sveindís Jane, Daníel Hafsteinsson, Elín Metta og Kári Árnason kynntu treyjuna fyrir landi og þjóð í gær.Vísir/KSÍ „Frammistaðan á vellinum hjá landsliðinu hefur verið mjög góð undanfarin ár en markaðsmál hjá KSÍ hafa kannski ekki verið alveg upp á tíu. Þetta er hins vegar stórt og gott skref í rétta átt. Búningurinn sjálfur er síðan rosalega flottur,“ sagði Sindri ennfremur. „Ég er mjög hrifin af retro-línunni sem er verið að vinna með. Minnir mjög á gömlu Adidas-gallana sem voru vinsælir á sínum tíma. Ég held að loksins sé kominn fatnaður sem gerir stuðningsmönnum kleift að vera smart í stúkunni. Loksins er hægt að klæða börn, og í rauninni alla fjölskylduna. Þessi blái litur ætti að fara flestum vel og þessi retro-lína höfðar til mín,“ sagði Álfrún um hönnun búningsins. Sindri var mjög jákvæður varðandi merkið, treyjuna og kynningu KSÍ í heild sinni en hafði þó eina litla athugasemd. „Leturgerðin er kannski of rúnaleg ef svo má að orði komast, aðeins of mikið um rúnir og víkingaþema fyrir minn smekk.“ Er einhvern tímann of seint að gera góða hluti? Aðspurður hvort KSÍ hefði mögulega mátt gera eitthvað í þessa veru fyrr svaraði Sindri einfaldlega með spurningunni hér að ofan. Álfrún tók svo í sama streng en hún telur að íslenska þjóðin sé langt því frá búin að fá leið á íslensku landsliðunum. „Það er mjög jákvætt að taka næsta skref og ég held að fólk sé mjög spennt fyrir þessu. Held að við séum alls ekki búin að ná hápunktinum hvað varðar almennt „pepp“ fyrir landsliðinu. Fólk er orðið mjög þyrst í landsleiki á Laugardalsvelli og þá var Sara Björk Gunnarsdóttir að skrifa undir við stærsta félagslið í kvennaknattspyrnu svo við erum langt frá hápunktinum að mínu mati. Þetta mun bara auka spennuna fyrir íslenska landsliðinu.“ Nýtt landsliðsmerki Íslands. pic.twitter.com/eujhF1DWXS— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 1, 2020 Allt annað líf að vera komin í Puma „Puma er auðvitað margfalt stærra merki en Errea. Það virðist vera miklu flottara og betra snið á búningnum. Það verður miklu fleira fólk í þessari treyju heldur en þessum frá Errea. Ef það kemur flottur varningur eins og KSÍ er búið að auglýsa er ljóst að hann mun rjúka út," sagði Sindri um vistaskipti Íslands úr Errea í Puma. „Það er mjög gaman að vera komin í Puma, við erum í raun komin í allt aðra deild með þeim skiptum og ég er mjög spennt að sjá allan gallann hjá KSÍ. Svo er mjög gott snið á treyjunni. Hún virðist klæða bæði kyn sem er eitthvað sem hefur oft vantað með svona treyjum. Þær eru hannaðar á stráka og stelpurnar þurfa bara að vera í þeim. Það er fallegt hálsmál á henni og mér finnst mjög gott að halda rauða litnum í lágmarki,“ sagði Álfrún um nýtt snið búningsins sem sjá má hér að ofan. Bæði mjög líkleg til að kaupa sér treyju „Hugsa að ef ég neyðist til að klæðast einhverju fótboltatengdu þá yrði þessi nýja retro-lína fyrir valinu,“ sagði Álfrún að lokum. „Ég verð allavega með þeim fyrstu að fá mér treyju, það er ljóst,“ sagði Sindri að lokum.
Fótbolti KSÍ Tengdar fréttir Sports Illustrated fjallar um leikstjórann Hannes Eitt frægasta íþróttablað heims fjallar um hinn fjölhæfa landsliðsmarkvörð Íslands. 2. júlí 2020 13:30 Svona er einkennistónlist íslensku fótboltalandsliðanna Nýr hljóðheimur íslensku landsliðanna í fótbolta var frumfluttur í dag. 1. júlí 2020 16:18 KSÍ opinberar nýtt merki íslenska landsliðsins Knattspyrnusamband Íslands hefur tilkynnt nýtt merki sambandsins sem mun prýða treyjur íslenska landsliðsins næstu árin ef ekki áratugina. 1. júlí 2020 15:10 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Fleiri fréttir Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Sjá meira
Sports Illustrated fjallar um leikstjórann Hannes Eitt frægasta íþróttablað heims fjallar um hinn fjölhæfa landsliðsmarkvörð Íslands. 2. júlí 2020 13:30
Svona er einkennistónlist íslensku fótboltalandsliðanna Nýr hljóðheimur íslensku landsliðanna í fótbolta var frumfluttur í dag. 1. júlí 2020 16:18
KSÍ opinberar nýtt merki íslenska landsliðsins Knattspyrnusamband Íslands hefur tilkynnt nýtt merki sambandsins sem mun prýða treyjur íslenska landsliðsins næstu árin ef ekki áratugina. 1. júlí 2020 15:10