Rithöfundasambandið fundar um kaup Storytel AB á hlut í Forlaginu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. júlí 2020 12:00 Á myndinni má sjá þá sem að samingsgerðinni komu: Standandi: Kristófer Jónasson frá LOGOS, Gunnar Sturluson frá LOGOS, Stefán Hjörleifsson, landsstjóri Storytel á Íslandi og Árni Einarsson, stjórnarmaður í Mál og menningu og Forlaginu. Sitjandi: Þórhildur Garðarsdóttir, fjármálastjóri Forlagsins, Röstan Panday, stjórnarformaður Storytel AB, Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, Soffía Eydís Björgvinsdóttir frá KPMG og Halldór Guðmundsson, stjórnarformaður Máls og menningar og Forlagsins. Í gær bárust þau tíðindi að Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hafði keypt 70 prósenta hlut í stærstu bókaútgáfu landsins, Forlaginu. Framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands segir tíðindin hafa komið eins og þruma út heiðskíru lofti. Hafa rithöfundar haft samband við ykkur vegna þessa? „Já því er ekki hægt að neita. Það hafa logað símalínur, tölvupóstar og facebook hópar þannig að almennt séð kom þetta fólki gríðarlega á óvart og menn eru mjög óöruggir. Þess vegna hafa þeir verið að leita mikið til okkar,“ sagði Ragnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands. Hún segir áhyggjur rithöfunda snúa að mörgum þáttum, en helst hvaða áhrif breytt eignarhald hefur til framtíðar. Útgefendur séu einnig uggandi yfir stöðunni. „Menn hafa almennt áhyggjur af því hvaða áhrif það hefur á íslenska bókaútgáfu að erlendur aðili á markaði skuli nú eiga 70% í stærsta bókaforlagi landsins og hvort að það óneitanlega muni ekki hafa til framtíðar áhrif á útgáfustefnuna hjá forlaginu,“ sagði Ragnheiður. Rithöfundasambandið ætlar að funda með lögmanni sambandsins í fyrramálið. „Stjórn Rithöfundasambandsins og lögmaður ætla að hittast á óformlegum fundi í fyrramálið og safna saman því sem við höfum verið að heyra síðasta sólarhringinn og hugsa okkar gang. Hvort við eigum að senda út yfirlýsingu á félagsmenn eða hvort við eigum að bregðast einhvern vegin við akkúrat núna,“ sagði Ragnheiður. Bókaútgáfa Bókmenntir Menning Tengdar fréttir Segir breytingu á eignarhaldi engin áhrif hafa á sjálfstæði íslenskra rithöfunda Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hefur keypt 70 prósenta hlut í Forlaginu, stærstu bókaútgáfu landsins. Stjórnarformaður Forlagsins segir að breyting á eignarhaldi muni engin áhrif hafa á sjálfstæði íslenskra höfunda. 1. júlí 2020 20:00 Storytel eignast meirihluta í Forlaginu Sviptingar í útgáfustarfsemi á Íslandi. 1. júlí 2020 09:54 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Í gær bárust þau tíðindi að Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hafði keypt 70 prósenta hlut í stærstu bókaútgáfu landsins, Forlaginu. Framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands segir tíðindin hafa komið eins og þruma út heiðskíru lofti. Hafa rithöfundar haft samband við ykkur vegna þessa? „Já því er ekki hægt að neita. Það hafa logað símalínur, tölvupóstar og facebook hópar þannig að almennt séð kom þetta fólki gríðarlega á óvart og menn eru mjög óöruggir. Þess vegna hafa þeir verið að leita mikið til okkar,“ sagði Ragnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands. Hún segir áhyggjur rithöfunda snúa að mörgum þáttum, en helst hvaða áhrif breytt eignarhald hefur til framtíðar. Útgefendur séu einnig uggandi yfir stöðunni. „Menn hafa almennt áhyggjur af því hvaða áhrif það hefur á íslenska bókaútgáfu að erlendur aðili á markaði skuli nú eiga 70% í stærsta bókaforlagi landsins og hvort að það óneitanlega muni ekki hafa til framtíðar áhrif á útgáfustefnuna hjá forlaginu,“ sagði Ragnheiður. Rithöfundasambandið ætlar að funda með lögmanni sambandsins í fyrramálið. „Stjórn Rithöfundasambandsins og lögmaður ætla að hittast á óformlegum fundi í fyrramálið og safna saman því sem við höfum verið að heyra síðasta sólarhringinn og hugsa okkar gang. Hvort við eigum að senda út yfirlýsingu á félagsmenn eða hvort við eigum að bregðast einhvern vegin við akkúrat núna,“ sagði Ragnheiður.
Bókaútgáfa Bókmenntir Menning Tengdar fréttir Segir breytingu á eignarhaldi engin áhrif hafa á sjálfstæði íslenskra rithöfunda Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hefur keypt 70 prósenta hlut í Forlaginu, stærstu bókaútgáfu landsins. Stjórnarformaður Forlagsins segir að breyting á eignarhaldi muni engin áhrif hafa á sjálfstæði íslenskra höfunda. 1. júlí 2020 20:00 Storytel eignast meirihluta í Forlaginu Sviptingar í útgáfustarfsemi á Íslandi. 1. júlí 2020 09:54 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Segir breytingu á eignarhaldi engin áhrif hafa á sjálfstæði íslenskra rithöfunda Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hefur keypt 70 prósenta hlut í Forlaginu, stærstu bókaútgáfu landsins. Stjórnarformaður Forlagsins segir að breyting á eignarhaldi muni engin áhrif hafa á sjálfstæði íslenskra höfunda. 1. júlí 2020 20:00